Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 29 Heilsa fyrir þig Æfingabekkir Hreyfingar, Ármúla 24, sími 568 0677 Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIflSAIJlM TONLIST Geislaplötur JEAN SÍBELÍUS Jean Síbelíus: Sinfónfa nr. 2 í D-dúr op. 43. Stormurinn - svíta nr. 1 op. 109 nr. 2. Hljómsveit: Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Útgáfa: Naxos 8.554266. Lengd: 68,08. Verð: 690 kr. (Japis). Mikið af fyrirtækjum á skrá. þú ert ávallt velkominn. SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 16-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18. blásaranna kemst hér líka ákaflega vel til skila í fallegum leik þeirra. En það er í lokakaflanum (sem maður bíður alltaf spenntur eftir - tekst hljómsveitarstjóranum að halda sér réttum megin við róman- tíska strikið?) sem mest mæðir á strengjasveitinni. Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Islands hljómar eins og besta hljómsveit í heimi og virðist trúa því. Þessi tign- arlegi kafli er hreint ofboðslega fal- lega spilaður (takið t.d. eftir há- punktinum sem hefst á 6,41 og hvernig trompettarnir leika sér að erfiðum - og vanþakklátum - tökt- unum frá 6,48-6,53) og Sakari tekst að halda kaflanum saman í einni sannfærandi heild. Hann á heldur ekki í neinum vandræðum með að hemja hina rómantísku tjáningu sem hæglega má ofgera. Sannar- lega glæsilegur endir á góðu tón- verki. Leikhústónlistin við Storminn eftir Shakespeare var pöntunarverk sem ætlað var fyrir uppfærslu á leikritinu í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn árið 1926. Storm- urinn var eitt af síðustu verkum Sí- belíusar því hann lagði tónsmíðar að mestu á hilluna í lok þriðja áratug- arins. Síbelíus samdi tvær konsertsvítur upp úr verkinu og á diskinum heyrist fyrri svítan sem sett er saman úr 9 stuttum köflum. Stormurinn heyrir ef til vOl ekki til meistaraverka tónskáldsins en engu að síður eru flestir kaflar hennar viðkynningarinnar virði. Lokaþátt- ur svítunnar og sennilega þekktasti hluti hennar, Stormurinn, er annars alveg ótrúlega piiTandi tónsmíð, há- vær og þreytandi og að því er mér fmnst alveg á mörkunum að geta talist tónlist yfirleitt - en hvorki Petri Sakari né S.I bera nú ábyrgð á því. Þátturinn er sem betur fer að- eins um 4 mínútur að lengd og er síðasta númerið á plötunni þannig ÞAÐ er sannarlega ánægjulegt að framhald skuli vera á hljóðritun- um Sinfóníuhljómsveitar Islands á þekktum og óþekktum erlendum tónverkum fyrir alþjóðleg stórfyrm- tæki. Þannig blandar hljómsveitin sér á beinan hátt inn í þá hörðu samkeppni sem á markaðnum ríkir. Það hefur, eins og greinilega hefur sýnt sig, orðið henni hvati tO stöðugra framfara og landvinninga. Hefði hljómsveitin einskorðað sig við að hljóðrita íslenskt efni hefði verið hætta á því að kynning hennar á alþjóðlegum vettvangi færi for- görðum. Það er að sjálfsögðu skylda ríkisrekinnar sinfóníuhljómsveitar að hljóðrita innlent efni en tónlist- armenn spOa ekki og hljóðrita ein- vörðungu tónverk eftir landa sína, Þjóðverjar þýska tónlist, Frakkar franska tónlist o.s.frv. Tónlistin er alþjóðleg hvað sem tautar og raular og menn eiga ekki að byggja sér landamæri. Menningarleg einangr- un Islands er liðin tíð - sem betur fer. Nýlega kom út diskur í röð heild- arhljóðritana Naxos-útgáfunnar á hljómsveitarverkum eftir Síbelíus með Sinfóníunni okkar og finnska hljómsveitarstjóranum Petri Sak- ari. Skemmst er frá því að segja að kynni mín af diskinum hafa verið hin ánægjulegustu. Og ekki spillir verðið fyrir. 690 kr. er enginn pen- ingur fyi-ir tæpar 70 mínútur af tón- íistj Onnur sinfónían (1902) er senni- lega sú rómantískasta af sinfóníum hins finnska meistara. Upphaf þessa fallega verks er ógleyman- legt öllum sem heyrt hafa. Streng- ir, tréblásarar og horn nánast „læð- ast“ inn í hljóðmyndina og hjá okk- ar mönnum er þetta upphaf bráð- fallegt og alveg eins og það á að vera. Þegar leikurinn æsist í fyrsta kafla skortir ekkert á snerpu og dramatík. Petri Sakari hefur full- komið vald á tónlistinni og hljóð- færi sínu, S.I. Til dæmis má taka þá dýnamísku spennu sem honum tekst að byggja upp frá hljóðlátu miðbiki kaflans fyrst með ofurlétt- um pákuslögum, klarínettu og síðan strengjum og fullskipaðri hljóm- sveit. Þetta þriggja mínútna crescendó (4,44-7,52) er sérlega vel leikið af öllum hljóðfærahópum, en að öðrum ólöstuðum má sérstak- lega taka ofan fyrir málmblásurum, t.d. rétt áður en upphafsstefið gægist fram á ný (7,14-7,52). Þetta verður ekki gert betur! Annar kafli sinfóníunnar, þunglyndislegur og hádramatískur, nær eldglóandi hæðum í meðförum Sakaris. Hér sem annars staðar í verkinu má aft- ur hrósa málmblásurum hljóm- sveitarinnar fyrir stórglæsilegan leik. I þriðja kafla reynir verulega á leikni strengjasveitarinnar og fer hún létt með leifturhratt lagferlið. Hið sérstaka „Síbelíusarsound“ tré- Sinfóman á Naxos Frábært fyrirtæki tinstaklega snyrtilegt innrömmunarfyrirtæki fyrir einn til tvo starfsmenn. Eitt best vélvædda innrömmunarfyrirtæki landsins. Mikið úrval af fallegu listaefni og öðru sem til þarf. Næg verkefni langt fram í tímann. Góðar tekjur og vinna eins og þú kærir þig um. Vertu sjálfstæður og njóttu þinna eigin tekna sjálfur. Ert þú ekki búinn að vinna nógu lengi fyrir aðra? Nú er tækifærið að eignast lítið, gjöfult eigið fyrirtæki, snyrtilegan vinnustað þar sem þú ert þinn eigin herra. Engin sérkunnátta. Hafðu samband strax því þetta fyrirtæki selst fljótlega. Staðsett á góðum stað í borginni. að ef fleiri eru sama sinnis og ég þá vita þeir hvað hægt er að gera þeg- ar að honum kemur. Flutningur Sinfóníuhljómsveitar- innar er eins og í fyrra verkinu með miklum ágætum. Má þar nefna listi- legt klarínettuspil í Humoresque, afar glæsilegan hljómsveitarleik (og ekki hvað sjst strengjanna) í Söng Kalíbans. í Uppskerumönnunum tekst strengjunum að laða fram al- vöru „spillemands“-hljóm og þar fá tréblásararnir einnig sín tækifæri sem þeir nýta með alkunnum glæsi- brag. Svona má halda áfram, varla er hægt að benda á misfellu. Hér sem í sinfóníunni er það spilagleði, áhugi og einbeiting allra hlutaðeig- andi sem gerir þetta allt svo ánægjulegt. Og trúið mér: Síbelíus má hæglega eyðileggja ef menn trúa ekki á tónlistina hans eða nenna ekki að setja sig inn í hugar- heim hans. Upptaka þeirra Bjama Rúnars Bjarnasonar og Þóris Steingríms- sonar er skýr og ákaflega dýnamísk og í henni ríkir mjög eðlilegt jafn- vægi með góðum enduróm. Það er annars skemmtilegt að lesa í er- lendum tímaritum hvað Háskólabíói er hrósað fyrir góðan hljóm. Menn vita greinilega ekki að allt er þetta verk okkar snjöllu tæknimanna sem virðast geta unnið kraftaverk með tilliti til hljómburðar. Erlendir gagnrýnendur ættu að prófa að fara á tónleika í þessu ömurlegasta tón- leikahúsi á jarðarkringlunni! Eg hlakka til að hlusta á næsta disk S.I. í Síbelíusarröðinni. Valdemar Pálsson Getur eldrafólk notið góðs afþessum bekkjum? Já, þcssi lcið við að hreyfa líkamann er þægilcg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. „Ég er með slitgigt og beinþynningu. Ég tel að æfingabekkirnir hafi haft rnjög góð áhrif á þessa sjúkdóma. Ráðlegg ég öllum sem eru með gigt að reyna þá.“ Guðrún Þorsteinsdóttir „Fyrir 8 árum var ég svo slæm í baki að ég varð að vera í bakbelti og gat ekki verið í leikfimi. Æfingabekkirnir hafa hjálpað mér mikið.“ Vigdís Guðmundsdóttir CffFrír kynningarthni~~f) Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? Van tar þig aukið bj streymi og þol? Þá hentar æfim okkar þér vel. Reynslan hefiur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur Ö stundað einhverja líkams- n í langan tíma. Sjö :ja xfingakerfið liðkar, •lur og eykur blóð- eymi til vöðvanna. Hver endar á góðri slökun. erum etnnig öngubratit, 'tiga og tvo nuddbekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.