Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 17

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 17 AKUREYRI Formaður Kaupmannafélags Akureyrar gagnrýnir stefnuleysi varðandi nýja verslunarmiðstöð Miðstöð á Gleráreyrum stórskemmir miðbæinn RAGNAR Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sagði minnisleysi hafa heltekið Vilborgu Gunnarsdóttur, bæjai’fulltrúa og formann skipulagsnefndar Akureyr- ar, þegar hún tali úm að ekki hafi fengist stuðningur við þær hug- myndir að slíta ekki nýja verslunar- miðstöð úr tengslum við miðbæinn. I samtali við Morgunblaðið í gær ságði Vilborg að staðsetning versl- unarmiðstöðvar á Gleráreyrum væri ekki sá óskastaður sem hún hafi kosið. Hins vegar hefði ekki fengist stuðningur, hvorki í bæjarkerfínu né utan þess, við að taka Akureyrar- völlinn eða svæði neðan Samkomu- hússins undir slíka starfsemi. Ragnar bendir á að stjóm Kaup- mannafélags Akureyrar hafi sam- þykkt samhljóða ályktun á fundi sínum í byrjun þessa árs, eða eftir að KEA og Rúmfatalagerinn sótt- ust eftir Akureyrarvellinum undir verslunarmiðstöð og að hún hafi verið send sérstaklega til Vilborgar Gunnarsdóttur, formanns skipu- lagsnefndar. í ályktuninni; kemur fram að stjóm Kaupmannafélagsins telur miklu skipta að framkomnum hugmyndum um víkkun miðbæjar- ins til norðurs sé gefinn fullur gaumur og að um þær fari fram málefnaleg umræða meðal bæjar- búa og bæjaryfirvalda. Ennfremur segir að stjórn félags- ins hafi fullan skilning á þeim til- finningum sem tengjast íþróttaleik- vangi bæjarins en hvetur jafnframt til þess að umræðan verði ekki ein- göngu ó þeim nótum, heldur verði ekki síður hugað að þeim sóknar- möguleikum fyrir bæjarfélagið sem felast í styrkingu miðbæjarins. Nú sé lag að taka djarfar ákvarðanir sem geti skotið styrkum stoðum undir stóreflingu Akureyrar sem helsta mótvægis við hina gríðarlegu uppbyggingu sem fram fari á Reykjavíkursvæðinu. Stefnuleysið versti óvinurinn „Það er ekki vafi í mínum huga að með því að staðsetja nýja verslunar- miðstöð á Gleráreyrum verði búinn til nýr miðbær. I kjölfarið mun verslunum fjölga enn frekar á svæð- inu, í nálægu iðnaðarhúsnæði. Þetta mun því hafa gríðarleg áhrif og stórskemma miðbæinn." Ragnar sagði að umræðan meðal almennings um Akureyrarvöllinn sem kom upp í kringum síðustu ára- mót hafi öll verið á tilfinningalegum nótum og að aldrei hafi verið tekið á málinu af neinni skynsemi. „Þar tel ég að bæjarstjóri, sem verkstjóri bæjarins, hafi brugðist, enda fór málið aldrei í neina vitræna um- ræðu. Og því miður virðist sem Is- firðingar hafi dregið vígtennumar úr bæjarstjóranum okkar.“ Ragnar gagnrýnir jafnfr'amt stefnuleysi hjá kjömum fulltrúum í stjóm bæjarfélagsins og hann kann- ast ekld við að nokkur þeirra hafí af sjálfsdáðum lýst stefnu sinni opinber- lega í málinu. „Það er eins og þeirra hlutverk sé ekki annað en að hlusta eftir mismunandi röddum og nýta þær síðan til eigin aðgerðarleysis og til þess að benda á að ekki sé einhug- ur í bænum um málið og því geti þeir ekki mótað sína stefnu. Mér finnst þetta því heldur snautleg forysta, svo ekld sé nú meira sagt og það er einmitt stefnuleysið í þessu eins og svo mörgu öðru í þessu ágæta bæjar- félagi sem er okkar versti óvinur." Margir kaupmenn fyrir sunnan vilja norður Ragnar á jafnframt sæti í stjóm Kaupmannasamtaka fslands og er þar af leiðandi í miklum samskipt- um við kollega sína á höfuðborgar- svæðinu. Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga meðal kaup- manna fyrir sunnan að koma norður og setja upp verslanir í nýju versl- unarmiðstöðinni á Gleráreyrum. „Þetta era kaupmenn með alvöra verslanir og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að þeir komi norður en að þessir aðilar taki þátt í að búa til nýjan miðbæ á Gleráreyr- um, í stað þess að efla núverandi miðbæ, finnst mér vera alvarlegt mál. Eg vona því að bæjarfulltrúar hugleiði af alvöra ályktun okkar frá í janúar, því það að tvístra miðbæn- um stuðlar ekki að eflingu bæjarins. Og allar ákvarðanir sem nú verða teknar verða mjög afdrifaríkar." Morgunblaðið/Benjamín Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit Lesið úr lióðum Jónasar BÖRNIN í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit héldu Dag ís- lenskrar t.ungu hátiðlegan í gær. Viðamikil dagskrá var í íþrótta- húsi skólans þar sem börnin sungu nokkur lög, sýndu leikrit og lásu upp auk þess sem sýndar voru litskyggnur, m.a. frá Nonnahúsi, Möðruvöllum, Skipa- lóni og fleiri sögustöðum við Eyjafjörð. Eingöngu voru lesin Ijóð eftir Jónas Hallgrímsson og sögur eftir Jón Sveinsson, Nonna. Aðalfundur Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra verður haldinn í Hvalamiðstöðinni á Húsavík fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Opnaðu þína eigin ferðaskrifstofu: ICELANDAIR SMEli TU HÉR Tll AD SKOOA PUKKTAStÖOU EssssEati Frá“: |KEF liT: f NctaAtkcrtðea skrilaAj* naftn borgarimar ec* skammst ( Hvers konir f«rð Q AAa teö^: BáÉBr te& Brottfön í -1 rJ 100: Hpimkoma: J -1 -1 ( 00: Hvernig fargjaUiöskar þú eflt? f Lægsta almennt ® 19S9 lceUndair. All rights res«rvtd. )ll réttindi áskiltn figbm ^ iyfo r..»? Skcmmtiferftir Upplýsingar fyrir pé scm skipuleggja fríiö Yilskiptaferöir Upplýsingar fyrir fólk í vilskiptaerindum Netklébbor Upplýsingar um nýjustu nettilboöin Ferlabákanir Hér kaupir þú flugferöir, hótelgistingu og pantar bílaleigubíl Um féiagil Upplýsingar um sogu félagsins, fréttatilkyningar, fjármálaupplýsinga starfsemi Flugleiöa . Önnur biónusta ^ WWW. icelandair.is A nýja Flugleiðavefnum, www.icelandair.is, býðst þér alhliða ferðaþjónusta inni á þínu eigin heimili eða á vinnustað. ✓ ■ A www.icelandair.is færðu allar nauðsynlegar upplýsingar um áfangastaði og flugáætlun Ferðatilboð á Flugleiðavefnum: Netklúbburinn Á Flugleiðavefnum eru birt reglulega freistandi ferðatilboð vikunnar. Með því að gerast félagi í Netklúbbi Flugleiða - á vefnum - gefst þér svo kostur á enn fleiri hagstæðum ferðatilboðum. / ■ A www.icelandair.is geturðu pantað flugfar, hótelgistingu og bílaleigubíl. / ■ A www.icelandair.is geturðu bókað á Saga Buisness Class - meiri hagkvæmni og minni kostnaður. Velkomin um borð - á vef Flugleiða ICELANDAIR www.icelandair.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.