Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 NÚ ER komið aö því að menningarborgin opni ailarsfnargáttir fyrirborgarbúum. Á laugardag springur dagskráin út svo um munar meö fjölda viðburða um alla borg og er þessi sérútgáfa Morgunblaðsins liður í samstarfi sem tekist hefur milli Morg- unblaðsins og menningarborgarinnar um kynningu dagskrár menningarársins. Morgunblaðið mun gefa út slík sérblöð um dagskrána á eins til tveggja mánaða fresti út árið auk þess sem viðburðum verða gerð skil frá degi til dags eftir því sem tök eru á. Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, stjórnanda menningarborgarinnar, er það lykilatriði fyrir verkefni sem þetta að gott samstarf sé við fjölmiðla. „Þáttur Morgunblaðsins við kynningu á dagskrá menningarborgarinnar og hinum ýmsu viðburðum ogverk- efnum ársins hefur verið mjög myndar- legur, en hjá okkur sem ogöðrum menningarborgum eru ákveðnirfjölmiðlar samstarfsaðilarog koma þannig sérstaklega að verkefninu. Við óskuðum eftir slíku samstarfi við Morgun- blaðiö þar sem við töldum að það væri sá fjölmiðill íslenskur sem hefði mesta burði til að taka að sér þetta stóra verkefni. Það er auðvitað ómetanlegt að vel sé staðið að kynningu á viðburðum ársins í fjölmiölum, þannig að fólk geti gert sér glögga grein fyrir hvað í boði er. Því ber sérstaklega að fagna því góða samstarfi sem tekist hefur um kynningu dagskrárinnar milli menningarborgarinnar og Morg- unblaðsins," segirÞórunn. Samstarf Morgunblaðs og menningarborgar „ Fjöl- breyttir viðburðir um alla borg“ Þórunn Sigurðardóttir stjórnandi menningarborgarinnar í samtali viö Hávar Sigurjónsson. ÞÓTT LAUGARDAGURINN 29. janúar sé hinn form- legi opnunardagur menningarársins, má segja að opnað hafi verið í hálfa gátt um áramótin, þegar tekið var form- lega við titlinum að viðstöddum kómum Raddir Evrópu sem er skipaður 90 ungmennum frá öllum borgunum 9 sem sameiginlega hafa hlotið titilinn „Menningarborg Evrópu árið 2000“. Borgimar em 9 vegna hinna miklu tímamóta og ber að hafa það í huga að þessar ólíku borgir endurspegla fjölbreytileika evrópskrar menningar á ár- þúsundamótum. Þómnn Sigurðardóttir stjórnandi menningarborgar- innar segir ákveðna hugsun liggja að baki því að hefja menningarárið í lok janúar. „Það var ákveðið að fara ekki strax af stað með dag- skrána eftir áramótin, heldur gefa borgarbúum tækifæri til að hvíla sig eftir jólin, en opna síðan með trakki 29. janúar með fjöldamörgum viðburðum um alla borg. Und- anfarið hafa borgirnar verið að opna hver á fætur ann- arri, og segja má að Reykjavík lendi svona í miðjunni, Prag, Kraká, Bologna og Helsinki em farnar af stað, Santiago er helgina á eftir okkur, Bergen um miðjan febrúar, þá Avignon og loks Brassel í lok febrúar." Endurspeglar lýðræðishefðina Mikil hátíðahöld vora í Prag og Kraká, þar sem Þór- unn var meðal viðstaddra gesta. „Þessar borgir era forn- frægar menningarborgir sem fljótt á litið eiga fátt sam- eiginlegt með Reykjavík. Öpnað var í gömlum glæsihöllum með mikilli viðhöfn og í báðum tilvikum voru beinar sjónvarpsútsendingar frá opnunarathöfninni. Hinar norrænu systur þeirra og þá einkum Helsinki og Reykjavík nálgast opnunina nokkuð á annan hátt í sam- ræmi við sterka lýðræðishefð þessara landa. Boðið er upp á fjölbreytta viðburði út um borg og bý, þar sem ekki er eingöngu byggt á listviðburðum, heldur ýmsum óvenjulegum uppátækjum í fyrirtækjum, úti á götu, í strætisvögnum og jafnvel sundlaugum. Þarna nálgumst við meira þá leið sem Kaupmannahöfn valdi, þegar hún Morgunblaðiö/Ámi Sœberg Þórunn Sigurdardóttir var fyrst norrænna borga valin menningarborg Evrópu árið 1996 og braut blað í þeirri hefð sem hafði mótast frá því að Aþena var fyrst allra borga menningarborg árið 1985. Borgirnar 9 hafa hver valið sína yfirskrift og spila úr henni með ýmsum hætti.“ Stýrum stærsta verkefninu Af dagskránni má sjá að lögð er áhersla á samspil menningar og náttúra og þannig fæst bein skírskotun við þá ímynd sem lögð er áhersla á við almenna kynningu á Islandi og Reykjavík erlendis, að sögn Þórannar. „Reykjavík nýtur sérstöðu sinnar við hlið systurborg- anna 8 sem höfuðborg í fámennu eylandi þar sem menn- ingarlíf er kröftugt og náttúruöflin skipa mikilvægan sess í atvinnulífi landsmanna. í samvinnu borganna leggjum við áherslu á að kynna Island og íslenskt hugvit og þekkingu sem allra best og við tökum þátt í öllum stærstu samstarfsverkefnunum og stýram því allra stærsta, kómum sem getið var um hér að framan, en það verkefni nýtur sérstakrar velvildar og áhuga Evrópu- sambandsins, þótt Island sé ekki Evrópusambandsland. Enginn vafi er á því að það var mikil gæfa fyrir Reykja- vík að vera í samfloti með þessum miklu menningarborg- um því hætt er við því að erfitt hefði verið að fjármagna verkefnið sem skyldi, værum við ein á báti.“ Skýrar vinnureglur Þórann segir að strax í upphafi hafi verið settar mjög skýrar vinnureglur um hvernig skyldi staðið að skipulagi menningarársins. „Verklag okkar hefur vakið athygli þótt ég segi sjálf frá og það skiptir höfuðmáli að þótt hér sé fámennt þá er starfsfólkið afar öflugt. Við vinnum al- gerlega eftir þeim áætlunum sem gerðar vora i upphafi. Við semjum um alla hluti fyrirfram og höfum einsett okk- ur að skila verkefninu á sléttu í lokin, en ég veit reyndar ekki til þess að nokkurri menningarborg hafi tekist það til þessa,“ segir Þórann og horfir glaðbeitt fram til þeirra menningar- og listviðburða sem reka munu hver annan viðstöðulaust árið á enda. Nykur við Hallgrímstorg Vatnspósturinn Nykurer útilistaverk eftirÞórð Hall sem vígt veröur á opnunardaginn á Hall- grímstorgi kl. 13.00. „NYKUR er upphaflega dulnefni með tiMsun í þjóðsögulega vatna- vætti sem ég gaf verkefninu þegar ég lagði það inn í samkeppni Vatns- veitunnar. Nafnið hefur svo fest á verkinu,“ segir Þórður Hall. „Sam- keppnin gerði ráð fyrir að útbúinn yrði vatnspóstur sem hentaði jafnt fullorðnum sem bömum og fólki í hjólastólum. Allir hafa semsagt greiðan aðgang að drykkjarvatni án tillits til stærðar. Verkið er höggvið út í granít og mér til aðstoðar var ungur steinhöggvari, Þór Sigmundsson. Það þarf sérþekkingu til að höggva grjót og er alls ekki á allra færi þótt þetta verk sé mjög einfalt í forminu. Af minni hálfu kom til greina að hafa verkið úr steinsteypu eða eðalgrýti og endanleg ákvörðun um efnið var tekin í samráði við landslagsarki- tektinn Ragnhildi Skarphéðinsdótt- ur og var álitið að eðalgrýti myndi falla best inn í umhverfið," segir Þórður Hall myndlistarmaður. Alfreð Þorsteinsson, formaður veitustofnana Reykjavíkur, afhjúpar Nykur og herra Karl Sigurbjörnsson biskup mun flytja blessunarorð. Caput-hópurinn flytur nýtt tónverk eftir Guðna Fi-anzson við vígslu Nykurs. „Ég er í miðjum klíðum að semja verkið,“ sagði Guðni Franzson í byrj- un vikunnar. „Hugmyndin sem ég vinn út frá er að tónverkið sé hægt að flytja við hvaða hitastig sem er. Hljóðfæraskipan tekur mið af því að það verði flutt úti. Það er samið fyrir hljóðfæri sem þola frost. Frost- og rakaþolið verk til heiðurs vatnspóst- inum Nykri,“ sagði Guðni Franzson. Morgunblaðið/Jim Smart. rntmsMm Þórður Hall við vatnspóstinn Nykur. Taktu þátt frá byrjun REYKJAVÍK verður að einu stóru leiksviði þegar menningarborgin opnar upp á gátt laugardaginn 29. janúar. Rúmlega 80 staöir um alla borg verða opnir og aögangur ókeypis en hátt á ann- að hundrað viðburðir hafa veriö skipulagðir í til- efni af upphafi menningarborgarársins. Víða verður heitt á könnunni en alls staðarer hægt að lofa hlýjum móttökum ogöll fjölskyldan getur fræðst, skemmt sérogtekiö þáttí þeirri fjöl- breyttu dagskrá sem í boði er. Hér á eftir verður getiö um brot af þeim viðburðum sem hægt er að velja úr- en heildarlisti viöburða birtist á síð- unni á móti. Dagurinn hefst með morgunverði f Lands- bókasafni íslands - Háskólabókasafni þar sem opnaður verður kassi með gögnum úrfórum Er- lendaríUnuhúsi. Síöan rekur hver viðburðurinn annan fram á kvöld erblásið verðurtil þríþættrartónlistar- hátíðarTónskáldafélags íslands erstanda mun allt árið. Menningarborgurum verður boðið að feröast milli staða, gæða sér á gómsætum listakrásum ogtaka þátt í skemmtilegum stjörnuleik sem jafnvel geturfært óvæntan glaöning. Kort og upplýsingar um alla viðburði dagsins fylgir með Morgunblaðinu í dag. Erlend- ir listamenn frá hinum menningarborgunum munu komafram oggefa deginum alþjóðlegtyf- irbragð. Kringlan, sem er upplýsinga- og við- burðamiöstöó Menningarborgarinnar, verður einnig iðandi af lífi á opnunardaginn. Meðal at- riða í dagskrá sem stendur á milli 13.00-17.00 má nefna lifanditónlistarflutningafýmsu tagi og kynningu á risaskjá á nýjum, íslenskum heimildamyndum f tengslum við hátíð í Há- skólabíói sem hefst síðar sama dag með mynd um frumkvööulinn og Ijósmyndarann Sigríði Zoéga. í Kringlunni verðurjafnframt sett upp tfskusýning 21. aldarinnar þegar Eskimo Models kynna Futurice-verkefniö. Ekki verður minna um að vera fyrir þá sem leggja leið sína í miöbæ Reykjavíkur. Listasafn Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum hefur opið hús, Listahátíö í Reykjavík og ýmis félög listamanna kynna starfsemi sína og verkefni menningarárs- ins. Dagskrá hefst í Ráðhúsinu klukkan 13.00 með fimleikasýningu og síðan taka við leiksýn- ingar, sígaunasveitin Janosi Ensamble frá Ung- verjalandi, fjöltefli, skákkennsla og margtfleira. í lönó verður einnig brugöið á leik með þjóðlagið um Höllu keriingu, leikbrúðursegja sögurfrá menningarborgunum níu, semjafnframtverða fluttar á sjúkrahúsum borgarinnarogfagotta- sveitin Sabottröörit frá Finnlandi lætureinnigtil sín taka með eftirminnilegum hætti. Annars konartónlistarflutnings er hægt að njóta f Hinu húsinu við Aðalstræti, en þar á bæ stíga á stokk skífuþeytar og eðalsveitin Mínus ogfleiri auk þess sem fjölbreytt verkefni ársins verða kynnt. Þeir sem dvelja fram á kvöld í mið- bænum geta einnig brugöiö sér á litskyggnusýn- ingu nemenda á skólalóð Austurbæjarskóla við Vitastíg en margir grunnskólar borgarinnar taka þáttíopnuninni með metnaðarfullum hætti. í Árbæjarsafni verður hellt upp á könnuna á gamla mátann, bakaöargrautarlummur, gest- um leiðbeint um svæðið og þeir kynntir fyrir tímamótasýningu um sögu Reykjavíkur, sem opnuð verður í vor. t Breiðholtinu heldur Gerðu- berg að venju úti skemmtilegri dagskrá sem helguö er að hluta verkefnum ársins, en dagur- inn verður einnig notaðurtil að hvetja íslensk tónskáld til dáða með nýstárlegum hætti. Þar eð yfirskrift menningarársins er „menn- ing og náttúra" er á opnunardeginum sitthvaö að finna fyrir þá sem hafa áhuga á útivist og um- hverfismálum. Landsvirkjun, sem jafnframter einn af máttarstólpum Menningarborgarinnar, býðurí opið hús í stjórnstöðinni við Bústaðaveg sem að öllu jöfnu er ekki opin almenningi. Allar nánari upplýsingar um dagskrána er aö finna á menningarborgarvefnum www.reykja- vlk2000.ls sem einnig er hægt að komast inn á afmbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.