Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 C MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 f REYKJAVÍK- MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Fyrsta, annað >og þriðja...! Þjóðleikhúsió fækkar fötum meö uppboði á laugardag kl. 14 á Stóra sviðinu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Enginn aögangseyrir. - í TILEFNI af hálfrar aldar afmæli Þjóðleikhússins opnar leikhúsið nú búningageymslur sínar og heldur uppboð á fimmtíu völdum búningum. Uppboðshaldari er enginn annar en Örn Árnason leikari og mega gestir því eiga von á góðri skemmtun því ásamt honum bregða ýmsir leikarar Þjóðleikhússins á leik, fara í búning- ana og sýna þá og verður uppboðið ski-eytt tónlist, lestri og leik. „Hér gefst einstakt tækifæri til þess að eignast minjagrip úr leikhús- sögunni. Sumir hverjir þeirra hafa leikhússögulegt gildi og eru hrein- ustu listaverk sem sóma sér í hverri stofu, aðrir geta nýst sem grímubún- ingar, glæsilegur kvöldklæðnaður eða bara til þess að spóka sig í á góð- um degi,“ segir Guðrún Bachmann leikhúsritari. Bergur Þór Ingólfsson leikari hef- ur umsjón með uppboðinu og dag- skránni og Elín Edda Árnadóttir leikmynda- og búningahöfundur hef- ur yfirumsjón með vali búninga og umgjörð uppboðsins. „Meðal búninga sem boðnir verða upp er búningur Kristján Jóhanns- sonar úr Valdi örlaganna, búningur Róberts Arnfinnssonar í hlutverki Bastíans bæjarfógeta í Kardem- ommubænum, skrautbúningur Diddúar úr óperunni Ævintýri Hoffmans, hattar úr My Fair Lady, prinsessukjóll úr barnaleikritinu Snædrottningunni, búningar Ingv- ars E. Sigurðssonar og Sigurðar Sig- urjónssonar sem Ormur og Ranúr í Gauragangi, búningai’ Baltasars Koi-máks og Halldóru Björnsdóttur í hlutverkum sínum í Rómeó og Júlíu, gellubúningur Selmu Björnsdóttur úr Meiri gauragangi, ýmsir búningar úr Lé konungi, Dansleik, Háskaleg- um kynnum, Söngvaseiði og margt fleira," segir Guðrún. Morgunbíaöiö/Ámi Sæberg Leikarar Þjóðleikhússins sýna bún- inga á uppboðinu. AIls verða boðnir upp fimmtíu gripir, frá ýmsum tímabilum í fimm- tíu ára sögu Þjóðleikhússins. Uppboðið er framlag Þjóðleik- hússins til opnunar Menningarborg- ar 2000. Beethoven og Chopin Á vegum íslandsdeildar EPTA verða píanótónleikar í íslensku óperunni 5. febrúar kl. 14.30. Martino Tir- imo leikur sónötur op. 7 og op. 109 eftir Ludwig van Beethoven og prelúdíur op. 28 eftir Chopin. JKHONUM hefur verið lýst sem einum af fremstu píanóleikurum samtímans. Undrabarn sem hélt sína fyi’stu opin- beru tónleika sex ára og stjómaði tólf ára gamall flutningi á La Traviata með söngvurum La Scala-ópemnnai’. Martino Tirimo hefur hljóðritað gríðarlegt magn af píanóverkum eftir alla helstu meistarana, þar á meðal allar sónötur Schuberts og píanósón- ötur Beethovens, en hann mun flytja þær allar á tónleikum á þessu ári auk allra píanókonserta Mozarts og stjóma jafnframt flutningi þeirra frá hljóðfærinu eins og Mozart sjálfur gerði.. Tirimo er fæddur á Kýpur inn í mikla tónlistarfjölskyldu og hlaut jnngöngu í Royal Academy of Music í ' London aðeins 13 ára gamall, útskiif- aðist þaðan með hæstu einkunn og sigi’aði síðan ömgglega í alþjóðlegu píanókeppninni í Munchen og ári síð- Martino Tirimo píanóleikari. ar í Genf. Hann hefur komið fram með flestum þekktustu hljómsveitum heims., Efnisskrá tónleikanna í Islensku ópemnni er glæsileg, tvær píanósón- ötur Beethovens, op. 7 og op. 109, og síðan flytur hann allar 24 prelúdíur Chopins op. 28. Tónleikar Tirimos eru opnunartón- leikar Pianóhátíðar Islandsdeildar EPTA, sem era Evrópusamtök pí- anókennara. Unnur Fadila Vilhelms- dóttir, formaður Islandsdeildarinnar, segir að það sé geysilega mikill feng- ur að því að fá svo góðan og þekktan píanóleikara hingað. „Efnisski’áin er mjög spennandi, Beethovensónöt- urnar em afskaplega fallegar, en ólíkar, enda langt á milli þeima í höf- undarverki Beethovens. Þá er ein- stakt að fá tækifæri til að heyra allar prelúdíur Chopins á sömu tónleikum. Allir sem hafa heyrt Tirimo spila em á einu máli um hversu frábær hann sé. Þá er hann þeim óvenjulegu hæfi- leikum gæddm- að vera einnig í fremstu röð fræðimanna í tónlist og hefur m.a. gefið út sónötur Schuberts á vegum hins virta útgáfufyrirtækis Wiener Urtext." Tirimo mun leiðbeina píanóleikur- um og lengra komnum nemendum á námskeiði (masterclass) í sal Tónlist- arskólans í Reykjavík daginn efth- tónleikana, sunnudaginn 6. febrúar. Morgunblaðiö/Þorkell Heimsreisa Höllu > Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum. Halla kerlingfetar fíjótt framan eftirgöngum. HEIMSREISA Höllu er stutt dagskrá sem byggir á einu íslensku þjóðlagi um ljósið langa og mjóa og kerlinguna Höllu. Dagskráin er flutt . og unnin af fjóram landskunnum fcónlistarmönnum. Þeir Björn Thor- oddsen, gítar, Egill Ólafsson, söng- ur, Ásgeir Óskarsson, trommur og Gunnar Hrafnsson, kontrabassi, standa að þessu „tónlistarleikhúsi í ferðatösku" sem gengur út frá því að ávallt sé hægt að finna hliðstæður eins og sama lagsins í ólíkum löndum og þannig tengi tónlistin mannkynið saman. Þeir félagar ferðast bæði í tíma og rúmi á milli ólíkra menning- arheima og undirstrika tíma og stað með leikhúsgervum. Lagið er í granninn alltaf það sama en tekur á sig margar ólíkar myndir, s.s. barokkstíl, rokk, tangó, afrískt söngl, rapp o.fl. Halla kerling verður víðföral á menningarárinu og skýtur tvisvar upp kollinum í Iðnó kl. 13 og 15 á opnunardaginn 29. janúar. Dagskráin tn 29. febrúar 1.1.-20.12. Listamenn í skólum Rúmlega 30 samvinnuverkefni listamanna og nemenda verða unnin í grunnskólum borgarinnará árinu 2000. Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar í samvinnu við menningarborg. www.reykjavik.is/ fmr 1.1.- 31.12. 50 ára afmælishátíð Húsavíkur Listviðburðir og sérstök dagskrá í hverjum mánuði allt áriö um kring. www.husavik.is 29.1. Opnunarhátíd menningarborg- arinnar Á annað hundraö viðburðir, opnanir, stjörnuieikurogopin hús. 29.1.-5.2. íslensk heimildamyndahátíð í Háskólabíói - frumsýningar Kl. 17.00 í gegnum linsuna - heimildarmynd um Ijósmyndarann Sigríði Zoéga. Örsögur í Reykjavík - stuttmynd- ir byggðar á þremur frumsömdum dansverkum. Kl. 23.00 Rokk í Reykjavík - nýtt og endurbætt eintak (einnig sýnd 5.2.). 4.2. Kl. 19.00 Fínbjalla - 8 stuttmyndir ungra kvikmyndagerð- armanna frumsýndar. Miðasala fer fram í Háskólabíói. Myndirnar verða sýndar saman í röð 29.1-4.2 frá kl. 17.00. 29.1.-6.2. Fánar heims Flnattrænt verkefni með við- komu í Norræna húsinu þar sem risafánar verða dregnir daglega að húni. 29.1.-31.12. Veitingahús mánaðarins Klúbbur matreiöslumeistara, veitingahúsagestir og VISA-ÍS- LAND standa að vali besta staðar- ins í hverjum mánuði menningar- ársins. Atkvæði greidd á www.icelandic- chefs.is. 29.1.-31.12. Getur þú leikið? Farandsýning á nýju dans- og tónverki fyrir börn eftir Láru Stef- ánsdóttur og John Speight. 29.1.-20.12. Ljósbrot Fleilsársdagskrá í Grafarvogi þar sem menning og mannlíf leggja grunninn að fjölbreyttri úttekt á sögu hverfisins, þjóðsögum og þjóðháttum, kirkju og trúarlífi, íþróttum o.fl. 20.1.-9.12. Mannlíf í Heiðmörk Allt menningarárið verður dag- skrá í Fleiömörk til að kynna lífríki, umhverfi og útivist. 27. febrúar verður skíðagöngumót á göngu- stígum. www.heidmork.is Vígslutónleikar tónlistarhúss Karlakórs Reykjavíkur. 30.1. Jóhannes S. Kjarval f Listasafni Reykjavíkur. Opnun á yfirlitssýn- ingu sem spannar allan feril Kjar- vals og mun eiga sér fastan sess í safninu til frambúðar. www.rvk.is/ listasafn 2.2. FIND - finnsk hönnun 2000 Flönnunarsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. End opnar samtímis í öllum menningarborgunum 9. www.2000.hel.fi/find 5.2.-28.2. Roni Horn Bandaríska listakonan Roni Horn heldursýningu í Listasafni ts- lands. www.listasafn.is 5.2. Píanósniliingurinn Martino Tir- imo.Tónleikar í ísiensku óperunni. 5.2 -6.2. íslenska einsöngslagið Tvennir Ijóðatónleikar í Gerðu- bergi. Jónas Ingimundarson, Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson flytja lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. www.rvk.is/ gerduberg 8.2.-12.2. Útvarp 2000 19.00 Upphaf alþjóðlegrar út- varpsþáttahátíðar í Háskólabíói. Miðasala í Háskólabíói. www.strik.is 10.2./12.2. Aida eftir Verdi Sungin átónleikum í Laugar- dalshöll Sinfónfuhljómsveit ís- lands og Kristján Jóhannsson. Kór íslensku óperunnar. Stjórn- andi Rico Saccani. Miöasala hjá Sinfóníuhljómsveitinni s: 562 2255 .www.sinfonia.is Diaghilev: Goðsagnirnar Danshöfundur Jochen Ulrich Heimsfrumsýning hjá íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu. Miðasala í Borgarleikhúsinu s.: 568 8000. www.id.is 12.2. Hægan Elektra Frumsýning í Þjóðleikhúsinu á nýju íslensku verki eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. www.leikhusid.is 12.2.-19.4. Sjónþing Önnu Líndal í Gerðu- bergi. www.rvk.is/gerduberg Óvæntir bólfélagar Tilraunaeldhúsið stendurfyrir mánaðarlegum uppákomum þar sem listamenn ólíkra listgreina og mismunandi kynslóða mætast og sameina krafta sfna á sviðinu. 19.2.-12.3. Norrút Veflist og þrívíddarskúlptúrar. Sýning á verkum fjögurra nor- rænna listakvenna í Listasafni ASÍ. Guðrún Gunnarsdóttir (Reykjavík), Inger-Johanne Brautaset (Bergen), Agneta Hob- ins (Helsinki) og Ullu-Maiju Vik- man (Helsinki). 20.2. Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju. Leikin veröa verk eftir Henryk Gór- eski að tónskáldinu viðstöddu. Miðasala hjá Máli og menningu, Laugavegi 18. 27.2.-29.2. Job - þjáning mannsins Einleikur Arnars Jónssonar í Neskirkju á Seltjarnarnesi í leik- stjórn Sveins Einarssonar. Sýningin hefst kl. 20.30. 28.2. Danska útvarpssinfóníuhljóm- sveitin. Tónleikar f Háskólabíói. Miðasala hjá Sinfóníuhljómsveit- inni s: 562 2255. www.sinfonia- .is 29.2.-20.12. Fögnuður Margmiölunarvefur, Ijósmynda- og kvikmyndasýningar og útvarps- þættir veröa fluttir á Rás 1 um fögnuð. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Ríkisútvarpið og Kvik- myndasafn íslands hafa tekið höndum saman um þetta óvenju- lega verkefni. www.ruv.is www.reykjavik2000.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.