Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Sílogandi menningarviti Rýmisverkiö íslandsvit- inn eftir Claudio Parm- iggiani veröurvígtá Sandskeiði viö hátíðlega athöfn kl. 10 á opnunar- dag menningarársins. „HUGMYND Parmiggianis er í sem stystu máli sú að reistur verði viti inni í landi, á frekar eyðilegum stað, fjarri mannvirkjum, og á hann að lýsa dag og nótt,“ segir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd og uppsetningu vitans. Vitinn verður staðsettur í landi Kópavogsbæjar vestan Sandskeiðs og mun sjást víða að. Claudio Parmiggiani er fæddur 1943 á Ítalíu. Hann er einn af þekktustu listamönnum samtímans í Evrópu og hafa verk hans, sem einkum eru rýmisverk og skúlptúr- . ar af ýmsu tagi, hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Samhliða vígslu Is- landsvitans verður opnuð stór sýn- ing á verkum Parmiggianis í Lista- safni Islands. „Vitinn verður byggður úr fjór- um jámsívalningum, sem hver er 3 metrar á hæð, en misbreiðir, neðsti sívalningurinn verður 170 sm í þvermál, annar 150 sm, sá þriðji 130 sm og sá efsti 110 sm. Ofan á efsta sívalningnum kemur ljósein- ing, sem yrði um 1,65 sm á hæðina og 100 sm í þvermál; þar verður * komið fyrir lömpum sem lýstu allan hringinn.“ Að sögn Eiríks hefur Parmiggi- ani í gegnum tíðina unnið rýmis- verk á ólíkum stöðum þar sem hug- myndafræðin er ekki ólík þeim grunni sem hann leggur upp með í Islandsvitanum. „Hér má einkum vísa til verka sem hann hefur gert á Ítalíu 75, í Egyptalandi 83, Frakk- landi 89 og í Tékklandi 93, þar sem um er að ræða ólíkar einingar byggingaforma sem þó vísa hver með sínum hætti til höfuðáttanna og þá um leið hvert til annars. Þessi verk eru einfaldrar gerðar og eru nokkuð utan alfaraleiðar en hafa vakið verðuga athygli og hlotið mikla umfjöllun, bæði hvert fyrir sig og sameiginlega" segir Eiríkur. „Islandsvitinn er í mjög góðu samræmi við þessi verk listamanns- ins og líklegt að framkvæmdin veki verulega athygli í hinum alþjóðlega listheimi. I vitanum er að finna mjög skýra hugmyndafræði sem hefur mikla skírskotun til umhverf- isins, hann er gerður úr einingum sem Parmiggiani bendir á að geti táknað undirstöðuefni lífsins - land, vatn, loft og eld - og ljósið sé tákn eldsins. Einnig vísar vitinn til stöðu Islands, útvarðar evrópskrar menningar í Norður-Atlantshafi, og staðsetning hans úti í náttúrunni vísar loks til landsins í öllum sínum margbreytileika. Ég tel að fram- kvæmd þessa verkefnis sé í fullu samræmi við þær hugmyndir sem hafa verið að þróast hér á landi um listaverk í landinu og samspil þeirra og umhverfisins. I þeim listaverkum sem sett hafa verið upp utan byggðakjarna hér á landi síðustu ár og áratugi hefur mátt greina þróun í þá átt að listaverkin eigi ekki að vera afgirt eða með öðrum hætti gert sérstaklega hátt undir höfði, heldur eigi þau að standa í náttúrunni eða í umhverfi sínu sem hluti heildar, þau séu við- bót sem gefi heildarsvip umhverfis- ins aukið vægi.“ Hægan Elektra Frumsýnt 12. febrúar á Litla sviöi Þjóöleikhússins. ÞAÐ ER spennandi viðburður fram- undan á Litla sviði Þjóðteikhúss- ins. Nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín er að lita dagsins Ijós eftir að nær tíu ár eru liðin frá því fyrsta leikrit hennar, Ég er meistarinn, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Fyrir það hlaut hún Norrænu leik- skáldaverðlaunin er þau voru af- hent í fyrsta sinn árið 1992. Hrafn- hildur hefur gefið sér góðan tíma til skriftanna, enda erfitt að fylgja slíkum sigri eftir sem Meistarinn var. Óttast hún samanburð við sjálfa sig?. „Nei, þetta er svo gjörólíkt verk. Ég tók mér hlé í nokkur í ár frá skriftum og fór í nám. Þegar ég hóf Morgunblaðiö/Jón Svavarsson. islandsvitinn rís við Sandskeið að baki Claudio Parmiggiani. Morgunblaöiö/Sverrir Listnemar verða á ferðinni í strætó. Listnemar í strætó ÞAÐ verður óvenju gaman að ferð- ast með strætó á opnunardegin- um, en auk þess að vera frír ferðamáti þennan dag, mun fjör- ugur fjöllistahópur nemenda úr listaskólum landsins lífga upp á daginn með alls kyns sprelli og uppákomum. Morgunblaöiö/Ámi Sæberg Þær leika mæðgurnar Steinunn Ól- ína og Edda Heiðrún. Höfundurinn Hrafnhildur Hagalín hefur sleppt af þeim hendinni. skriftirnar að nýju var ég ákveðin í að gera eitthvað allt öðruvísi. Meistarinn er hefðbundinn í formi en í þessu verki reyndi ég að búa til eitthvað nýtt, láta formið verða til út frá efninu en ekki öfugt. Þetta hefur verið jafnmikil glíma en á allt annan hátt en nú er þessu lokið hvað mig varðar. Verkið er komið í annarra hendur. Ég hef þá fullkomnunaráráttu að ég kýs að fullklára verkið áður en ég læt það í hendur annarra," segir Hrafnhild- ur. Það mun koma út hjá Máli og menningu á frumsýningardaginn. Efni verksins er spennandi, þar sem tvær mæðgur eru staddar á ór- æðum stað og rifja upp leiksýningu sem þær léku eitt sinn, sýningu sem reyndist þeim örlagarík. Hér tekst höfundurinn á við leikhúsið sjálft og tengsl lífsins og listarinn- ar. Mæðgurnar leika Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir. Atli Rafn Sigurðarson leikur þriðja hlutverkið. í uppfærslunni er blandað saman tjáningarformi leikhússins og kvik- myndarinnar, því verkið gerist bæði á sviðinu og á hvíta tjaldinu, á ýmsum tímum og á ólíkum stöð- um. Samhliða eða hvort í sínu lagi.Listrænir stjórnendur sýning- arinnar eru Björn Bergsteinn Guð- mundsson Ijósahönnuður, Valgeir Sigurðsson gerir tónlist. Leikmynd og búninga hannar Snorri Freyr Hilmarsson og leikstjóri er Viðar Eggertsson. Tilfinningar, tækni og náttúra Morgunblaöiö/Golli Anna Líndal mundar myndbandstökuvélina. Jörö, vatn, loft ogeldur MUNIR Guðnýjar Hafsteinsdóttur og Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur verða kynntir í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. janúar. Guðnýju Hafsteinsdóttur og Krist- ínu Sigfríði Garðarsdóttur var falið af Þórunni Sigurðardóttur, stjórn- anda verkefnisins Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000, að hanna minjagripi með merki menningarborganna. Hönnuðu þær form út frá höfuðskepnunum fjórum, jörð, vatni, lofti og eldi, sem er þema R-2000. Var þessari hugmynd vel tekið. í september hófust þær handa við hönnunarvinnuna og ákváðu fljótlega að hvor um sig ynni með tvær höfuðskepnur. Við hönnunina kváðust þær hafa lagt til grundvallar að formin þurfi að hljóma vel saman án þess aö skyggja hvert á annað. Merki M-2000 er sandblásið á hlutina. Báðar hafa þær hannað bolla, staup ogtvö skálarform. Annar bollinn er veltibolli (loft) með gripi ffyrir fingur og fer vei í hendi. Hinn bollinn (eld- ur) er mokkabolli með hanka. Að formi til eru staupln skyld bollunum, annað er hátt og teygir sig upp, en hitt er lágt. Skálarnar hafa hver sitt form. 1 Ætlunin er að selja þessa hluti víða. Til að byrja með verða munirnir ein- göngu til sölu í Meistara Jakobi, Skólavörðustíg 5. Meistari Jakob er listhús rekið af 12 myndlistarmönn- um úr ýmsum geirum myndlistar og eru Guðný og Kristín þar á meðal. Hinn 29. janúar verða munirnir kynntir í Meistara Jakobi og Ráð- ' húsi Reykjavíkur. Umbúðir hlutanna Staup eftir Guðnýju Hafsteinsdóttur. eru vandaðar og þeim fylgja greinar- góðar upplýsingar. Kristín Sigfríður Garðarsdóttir er fædd í Hafnarfirði 1959. Hún lauk námi frá leirlistardeild MHÍ1997. Hún var gestanemandi við Konst- fackskolan í Stokkhólmi 1995. Árið 1996 var hún við nám á al- þjóðlegum lelrlistarvinnustofum í Ungverjalandi. Hún var við fram- haldsnám við Danmarks Design- skólann í Kaupmannahöfn 1998- 1999. Guðný Hafsteinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1956. Hún lauk kennaraprófi frá KHÍ1981 og námi frá leirlistardeild MHÍ1995. Hún var við nám f Danmörku 1990/1991 og gestanemandi við Listiðnaðar- háskólann í Helsinki 1993. Árið 1994 var hún við nám á al- þjóðlegum leirlistarvinnustofum í Ungverjalandi. Guðný og Kristín hafa báðar hald- ið einkasýningu og tekið þátt í sam- sýningumbæði hér heima og eriend- is. Opið er í Meistara Jakobi kl. 11-18 virka daga og kl. 11-14 laugardaga. Anna Líndal opnarsýn- ingu í Gallerí Sævars Karls . Hún hefur haldiö fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýn- ingin Jaðar verður sýnd síðar á þessu ári í Kan- ada og Kóreu. „MYNDLISTARSÝNINGIN „Jað- ar“ er myndbanda-innsetning sem fjallar um þá orku sem myndast þegar jaðrar tveggja flata mætast. í þessu tilfelli náttúran og daglegt líf okkar,“ segir Anna Líndal. „Ég er búin að vera að vinna að þessu verki síðan 1997 en þá fór ég í fyrsta skipti með Jöklarannsóknafé- laginu í rannsóknarleiðangur á Vatnajökul. Þá kviknaði sú hug- mynd að gera myndverk um rann- sóknir, þörfinni fyrir að skrá og mæla og tengja þetta við samfélagið. I þessari ferð fór ég að safna mynd- efni og velta fyrir mér sannleiksþrá mannsins, þörfinni til að skilja nátt- úruöflin sem í raun eru ofvaxin mannlegum skilningi. Það er spenn- andi að tefla þessu saman við okkar flókna daglega veruleika," segir Anna. „í verkinu stefni ég saman mörg- um sjónvarpsskjám sem hver segir sína sögu, verkið er þannig fjölfrá- sagnarlegs eðlis. Á sjónvarpsskján- um renna margvísleg myndskeið sem sýna náttúruöflin bæði ógnandi og gefandi, landslag og beinharðar staðreyndir um hefðbundnar rann- sóknir en með því að tefla þeim sam- an við heimilið og okkar daglega líf verða þær á einhvem hátt afstæðar, jafnvel undarlega tvíræðar. Ég held að hver einstaklingur geymi náttúr- una og tímann í sér, heldur jafnvel að hann eigi náttúruna, meðan það er náttúran sem á hann,“ segir Anna. „Það er búið að vera óskaplega gaman að vinna að þessu verki. Ég er búin að taka þátt í fjórum rann- sóknarleiðöngrum á Vatnajökul, fengið að fylgjast með Grímsvatna- gosinu, farið inn á miðhálendi Is- lands þegar var verið að mæla hvernig er umhorfs undir yfirborð- inu. Það munaði öllu fyrir mig að verkið var valið inná dagskrá M2000, með þeirri samvinnu var hægt að breyta hugmyndinni í veru- leika. I þessum ferðum hef ég alltaf haft myndbandstökuvélina með mér, en öll úrvinnsla er mjög tækni- leg og þar af leiðandi kostnaðarsöm. Síðasta ár hefur tíminn hjá mér að- allega farið í að tileinka mér nýja tækni, forma hugmyndina betur og klippa saman myndefnið, þessi staf- ræna tækni gefur mikla möguleika en ég hef líka oft setið rangeygð fyr- ir framan þessa tölvu og horft á hvert ljónið á fætur öðru hoppa inn á skjáinn. En með góðra manna hjálp nær maður einu hænuskrefi í einu. En mín listræna glíma felst að- allega í því að finna þessari óbeisl- uðu orku sem falin er á milli tilfinn- inga og tækni, viðeigandi sjónrænt tjáningarform," segir Anna Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.