Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 C 11 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 jVcl fMj LjíjW' m'’ w JHMfc U EJrláB L? 1 1 Bf i Hljómsveit danska ríkisútvarpsins á íslandi SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT danska ríkisútvarpsins leikur í fyrsta sinn á íslandi hinn 28. febrúar í Háskólabíói og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 Stjórnandi hljómsveitarinnar er hinn þekkti meistari Yuri Temirkanov. Hann er aðalstjórnandi hinnar frægu íílharmóníu St. Pétursborgar og sin- fóníuhljómsveitar Baltimore í Bandaríkjunum. Hann hefur verið gesta- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar danska ríkisútvarpsins síðan 1998. Yuri Temirakanov hefur aldrei heimsótt ísland áður og kveðst hann ætla að nota daginn fyrir tónleikana til að sjá sem mest af landinu, sem hann hefur heyrt mikið látið af. Á dagskrá tónleikanna 28. febrúar nk. er Concerto in Pieces eftir Poul Ruders og verður verkið kynnt af sjálfu tónskáldinu. Þá er 4. sinfónía Carls Nielsens, „Det Uudslukkelige", á dagskránni og einnig 2. sinfónía Jean Sibelius. Danska ríkið hefur óskað eftir að stuðla að kynningu á danskri menn- ingu á íslandi og liður í því er að 900 börnum og unglingum verður boðið á lokaæfingu sjálfan tónleikadaginn. Tónleikunum verður útvarpað beint á íslandi og í Danmörku. Sinfóníuhljómsveit íslands er gestgjafi dönsku sin- fóníuhljómsveitarinnar og mun annast miðasölu á tónleikana. Fjöltefli í Ráðhúsinur SKÁKSAMBAND íslands verður með fjöltefli og skákkennslu í Ráð- húsi Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 15.30 til 17.30. Áskell Örn Kárason, forseti Skáksambands íslands, hefur með fleirum skipulagt þessa uppákomu. „Stórmeistararnir Friðrik Ólafs- son, sem nýlega hefur verið valinn skákmaður aldarinnar á Islandi, og Jóhann Hjartarson, sem varð í öðru sæti í því vali, munu tefla fjöltefli á um það bil þrjátíu borð- um og gildir þá að koma snemma - fyrstir koma, fyrstir fá,“ sagði Áskell er hann var inntur eftir hverjir myndu tefla fjölteflið. Þarna gefst mönnum sem sagt tækifæri til að spreyta sig gegn okkar þekktustu stórmeisturum. En hvað með skákkennsluna - hvernig fer hún fram? „I Ráðhúskaffinu verður hægt að setjast niður og taka létta skák yfir kaffibolla, einnig að fá leið- beiningar og tilsögn hjá vönum skákkennurum. Þeir sem kenna eru bæði kennarar og nemendur í Skákskóla fslands'. Norrút í Lista- safni ASÍ „Á SÝNINGUNNI Norrút mætast fjórar norrænar listakonur, sem á grunni veflistarinnar, hafa hver á sinn hátt þróað persónulegt mynd- mál þar sem greina má norræna festu samtvinnaða eigindum úr deiglu hins alþjóðlega listheims,“ segir Kristín G. Guðnadóttir, for- stöðumaður Listasafns ASÍ, sem stýrt hefur uppsetningu sýningar- innar. „Listakonurnar fjórar eiga það sameiginlegt að finna sköpunar- krafti sínum nýjan farveg með því að nota óhefðbundin efni og vinna úr þeim á eigin forsendum. Þær leitast við að finna verkum sínum formgerð þrívíddar, virkja rými og tíma, en hafa samtímis sterka til- finningu fyrir efniskennd, áferð og yfírborði. Skírskotun til ólíkra þátta hinnar norrænu náttúru er auðsær í verkum þeirra ýmist í efni verkanna, formi eða inntaki þeirra.“ Um verk Inger Johanne Brauta- set segir Kristín: „Efniskennd er ríkur þáttur í pappírsverkum henn- ar. Hún býr til pappírinn, mótar hann, litar og vinnur úr honum tví- víð eða þrívíð verk, þar sem mynd- flöturinn einkennist af lifandi sam- spili ljóss og efnis. Á hafbláan eða túrkisgrænan myndflötinn rissar hún línuteikningu, oft með vísan í form eða fyrirbæri náttúrunnar, bylgjur hafsins, steingervinga eða snigilhús. Verk hennar eru oft sam- sett úr fjölda jafnstórra eininga sem hver um sig hefur sjálfstæða tilvist, en saman mynda þær sterkt heilstætt form. Þráðarskúlptúrar Guðrúnar Gunnarsdóttur taka ýmist á sig mynd grafískrar teikningar eða líf- rænnar formgerðar þannig að úr verður þrívíð teikning. Verkin eru fínlegt víravirki, en endurspegla ríka tilfinningu fyrir efni og áferð. Rýmið milli þráðanna, það sem ekki er sýnilegt, er ekki síður mikilvægt en hið sýnilega efni. Skúlptúrana má skoða sem þrívíð náttúruljóð sem þó hafa breiða skírskotun, því þau virðast samtímis eiga rætur í hinni villtu náttúru íslands og end- urspegla ástand sem minnir á aust- urlenska hugarkyrrð. I þrívíddarverkum sínum tvinnar Agneta Hobin saman náttúrulegum og manngerðum efnum í sterka formræna heild. Með því að byggja Inger Johanne Brautaset. Spirall 2000. Guðrún Gunnarsdóttir. Náttúruteikning IV1999. 250xl66xl0sm. Vfr. verk sín upp með flög- um af steintegundinni muskovit/ljósu glimmer og vírneti, skapar hún lifandi og kvikt yfir- borð með heillandi ljós- virkni. Þessi verk eiga rætur sínar í hinu nor- ræna vetrarríki og laða fram endurminningar um ljósbrot í vetrarís og snæbreiður í kaldri birtu vetrarins. Verk Ullu-Maiju Vikman hafa verið köll- uð málverk úr þráðum. Á óefniskenndu yfir- borði fínlegra viskósa- þráða flæða litatónar hennar í abstrakt mynstri djúpra lita. Verk Ullu-Maiju eru eins konar þrívíddar- málverk. Þau bærast við minnstu hreyfingu, fljóta niður veggina eins og straumhörð á, í djúpum litatónum, sterkum og heitum eða Ijósum og köldum.“ Olöf Ingólfsdóttir. Vatnamey á tjörninni. Osnertanleg og yfirnáttúruleg Vatnameyjan Kela-2000 birtist á yfirborði Laugar- dalslaugar á opnunar- daginn kl.12-12.30. VATNAMEYJAN Kela-2000 er hugverk finnska danshöfundarins Rejio Kela, sem þekktur er fyrir um- hverfistengd verk sín. Hann hannaði verkið fyrir menningarborgir Norð- urlanda árið 2000, Helsinld, Bergen og Reykjavík. Allar borgirnar þijár hafa vatn innan sinna borgarmarka. Á þessum vötnum birtist vatnameyj- an af og til yfir sumartímann, oftar en ekki öllum að óvörum. Hvítklædd og ósnertanleg svífur hún á yfirborði vatnsins. Þegar hún birtist í sínum ókunna einfaldleika breytir hún hversdagslegu umhverfinu. Vatnið er hennar heimur. Þar sem hún svíf- ur um á mörkum hins mögulega, upphefur hún raunveruleikann og gefur áhorfendum nýja sýn á al- þekkt umhverfi. Flytjandi verksins í Reykjavík er Ólöf Ingólfsdóttir dansari. Sýningar ' dreifast á tímabilið maí-september. Vatnameyjan mun m.a. birtast á Tjörninni í Iteykjavík, á Rauðavatni og á sundlauginni í Laugardal. Ein sýning verður samsýning þar sem verkið er flutt samtímis í Reykjavík, Helsinki og Bergen. Einnig munu dansarar frá Helsinki og Bergen taka þátt í sýningu í Reykjavík í lok júní. Verkið er unnið í samvinnu við Norræna húsið í Reykjavík. Reijo Kela er þekktur beggja vegna Atlantshafsins fyrir umhverf- istengd verk sín, bæði úti í náttúr- . unni og í borgarumhverfi. Meðal ' þekktustu verka hans er Cityman (borgarbúinn) þar sem hann dvaldi eina viku í útstillingarglugga. Kela hefur sýnt víða og kom með sýningu til íslands 1986. I nóvember verður sýning á verkum hans í boði Nor- ræna hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.