Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Hlynur Björn fæddist á hestbaki Hallgrímur Helgason rithöfundur Margir eru forvitnir að sjá myndina 101 Reykja- vík sem verður frumsýnd ífebrúar. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði Guðrúnu Guð- laugsdóttur sitthvað um tilurð samnefndrar bókarsinnar. í SVÖRTUM fötum, bersköllóttur, sest hann við borðið hjá mér og brosir, Hallgrímur Helgason er mættur á svæðið. Ég horfi á höfuðið á honum - þaðan spratt samnefnd saga sem kvikmyndin 101 Reykja- vík er byggð á. Kvikmyndin sem er leikstýrt af Baltasar Kormáki verður senn frumsýnd í tengslum við Reykjavík menningarborg 2000. Ég spyr Hall- grím hvort hann telji að Hlynur Björn, aðalpersóna sögunnar, sé heppileg landkynning fyrir Island? „Já, það held ég. Hann er heims- borgari og ef myndin fer til útlanda þá sér fólk að hér er lifað vitsmuna- lífl í litlu borginni Reykjavík," svar- ar Hallgn'mur hæversklega. Hann kveðst hafa skrifað söguna í New York og þegar hann var að byggja hana upp fór hann út á götu og spurði nokkra vegfarendur hvemig þeim litist á plottið. Flestir sögðu að þetta væri „eool man“ og „þá var ég viss um að þetta væri saga sem gæti gengið hvar sem er,“ segir hann. Hvaðan skyldi þessi sögupersóna koma - byggir hún tilveru sína á fyrirmynd í einum manni eða fleir- um -eða kannski engum? „Hlynur Björn varð til kvöld eitt fyrir utan Akureyri þar sem ég var á hestbaki sumarið 1990. Þá fór ég allt í einu að tala eins og hann, þetta var yndislegt sumarkvöld og kannski þess vegna sem þetta „borgarógeð" kom alskapað útúr mér, með nafni og öllu. Nafnið mis- heyrði ég úr fótboltalýsingu sem barst út úr nálægri bifreið. Persónan var samansafn af því sem ég hafði kynnst í fari ákveð- innar tegundar af mönnum af minni kynslóð og þeirri næstu, svokölluð- um hasshausum sem einkenndust af því að vera bæði latir og slappir. Menn sem horfðu á heiminn og sögðu „vá...“ Hlynur Björn á sér því ekki beina fyrirmynd, heldur er fremur sprottinn úr tíðarandanum og á reyndar líka rætur í sjálfum mér - hvaða hugsanir geta svosem ekki leynst innra með manni, sem eru svo umsvifalaust bældar niður? Markmið mitt var að vera heiðarleg- ur og hreinskilinn gagnvart þessum karlmanni á fertugsaldri og birta allar hans hugsanir. Það verður að ýkja sögupersónur til þess að gera þær eftirminnilegar. Við sjáum það bara, allir þekkja Don Kíkóta Falstaff og Bjart í Sum- arhúsum, en það eru kannski ekki allir sem væru til í að leigja þeim herbergið inn af forstofunni,“ segir Hallgrímur og fær sér kaffisopa til að hressa sig eftir þessa ógeðfelldu hugsun. „Maður þarf að ganga ansi langt til að ná þeim áhrifum sem sóst er eftir. Stundum gengur mað- ur jafnvel fram af sér. Mér ofbauð t.d. þegar ég skrifaði kaflann þar sem Hlynur Björn sefur hjá ein- stæðri móður úti á Nesi og barn hennar kemur að þeim daginn eftir. Ég man að ég gekk út að því loknu og leið eins og ég hefði gert eitthvað hræðilegt, eins og ég hefði drepið mann. Þetta sýnir auðvitað vel hversu góð sál ég er.“ En hvernig fannst Hallgrími persónan verða í kvikmyndinni? „Ég var svolítið lengi að átta mig á að slíkur „sjarmör" sem Hilmir Snær er gæti leikið þennan mann, fannst hann einfaldlega of sætur til þess. Mér kom á óvart hvað honum tókst það vel. En þetta geta leikar- ar, þeir geta leikið. Það litla sem ég sá af tökunum sýndist mér Hlynur vera þarna - þessi hálfdauði maður með allan heiminn ólgandi innra með sér.“ Fjölskylduharmleikir eru vinsælir Móðirin í bókinni er lesbísk, hvernig kom sú leikflétta til? „Ég fékk þessa hugmynd úr franskri mynd sem Victoría Abril lék í, skemmtileg tilviljun þar sem hún leikur líka í 101 Reykjavík. Ég hélt að ég hefði kannski gengið þarna of langt, að konan væri orðin of roskin til þess að koma þarna „út úr skápnum", en einmitt í þann mund sem ég var að klára söguna kom mynd í DV af tveimur rosknum og nýgiftum hamingjusömum lesb- íum. Lífið er oft eins og spýtt út úr þætti hjá Jerry Springer, allir grísku harmleikirnir gætu raunar verið beint út úr þeim þáttum, og Shakespeare líka. Fjölskylduharmleikir eru mjög vinsælir - kannski vegna þess að innst inni óttast fólk það mest að eitthvað óskaplegt gerist innan fjöl- skyldunnar. Enginn vill að fjöskyld- an verði að helvíti." Hallgrímur lýk- ur úr kaffibollanum og stendur upp. Samtalinu er lokið - eftir sitja áhrif sem auka spennuna - það verður óneitanlega gaman að sjá kvik- myndina eftir hinni bráðskemmti- legu bók Hallgríms -101 Reykjavík. List í laug- unum Morgunblaðið/Golli Hljómsveitin Múm verður í Vesturbæjarlauginni. SUNDMANNA og -kvenna bíður sér- deilis skemmtilegur sprettur því tónlistarmenn munu troða upp í sundlaugum borgarinnar frá klukk- an 11-17. á opnunardaginn. Um er að ræða fríðan flokk tónlistar- manna: poppara, rokkara, jasstón- listarmenn harmonikkuleikarar, strengjasveit o.fl. Tvö tónlistarat- riði veröa í hverri laug og meðal þeirra sem koma fram er rafræna hljóöfimleikabandið Múm í Vestur- bæjarlaug um kl. 11 og í Laugar- dalslaug um 15:30 og Jóel Páls- son saxófónleikari ásamt Edda Lár., gítarleikara í Sundhöll Reykja- vfkur og Ráöhúsinu. Einnig munu Hilmar Jensson og Tena Palmer koma fram, Harmónikkusveitin Stormurinn, Þóróur Högnason kontrabassaleikari og Guðmundur Pétursson gítarleikari, Pétur Jón- assson gftarleikari og blásarar frá Tónlistarskóla Reykjavfkur, svo ein- hverjir séu nefndir. Á milli sundspretta er einnig hægt aö njóta upplestrar, leiks, dans, sundfatauppboös og sýninga á allt frá flugum til myndlistar. Nánari upplýsingar er að finna á hverjum sundstað. ÍTR býður öllum frítt í sund og stjörnustimplar fást í afgreiðslu sundstaöanna. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ^ Hiti, snjor og sandur Guðný Magnúsdóttir opnar sýningu í Listasafni ASÍ. Hún hóf nám í myndlist og keramik í Reykjavík 1970 og síðarí Helsinki, þarsem hún bjó og starf- aði um nokkurra ára skeið. Hún hefur sýnt verk sín víða um lönd og á verk í eigu opinberra aðila og safna hér á landi og erlendis. Morgunblaðið/Golli Guðný Magnúsdóttir leirlistakona. „ÞESSI verk eru unnin í steinleir og í beinu framhaldi af því sem ég hef verið að gera á undanfömum árum,“ segir Guðný Magnúsdóttir um sýningu sína í Listasafni ASÍ. „Verk mín hafa að stórum hluta fjallað um hringrás lífsins, frá jörðu til jarðar, þess efnis sem ég nota í verkum mínum. Hin tví- þætta hugsun gagnvart leirnum er mér hugleikin, annars vegar sem efni í nytjahluti og hins vegar sem efni í myndverk. I verkum mínum leitast ég gjaman við að brúa bil skálar og skúlpt- úrs eða skúlptúrs og vasa. Spumingin um það, hversu sterk bönd hefðarinnar eru í frjálsri hugsun mynd- listarinnar þykir mér áleitin. Rætur verk- anna standa í hefð leirkerasmiðsins, en það freistar mín jafnan að reyna á þanþol þessara tengsla við hefðina, leita spenn- unnar sem verður til þegar mörkin óskýr- ast, að gera skál að skúlptúr. Þetta hefur alltaf leitað á mig frá því ég byrjaði að vinna í leir fyrir 25 áram,“ segir Guðný. „Ég hef töluvert unnið með stór leir- form og rýmisheildir. A sýningunni í Listasafni ASÍ er íjöldi veggforma, hugsuð sem heildstæð eining, og stór- ar skálar sem í era önnur form sem taka upp innrými skálarinnar. Einnig vasar, form, sem tæplega hæfa af- skomum blómum. Eftir sem áður er hugsunin um „hlutverk" formsins til staðar, þess að nota eða pj óta. Þessi verk fjalla einnig um andstæður. Litir verkanna era svartur, hvítur og rauður. Hvítur snjór, svartur sandur og rauður litur eldsins, tákn kraftsins í iðram jarð- ar.“ Frímerkja- skápar og textaportrett Birgir Andrésson opnar sýningu í Gallerý i8. Hann stundaði nám viö MHÍ1973-77 ogJan van Eyck Akademie 1978-79. Hann hefur haldiö fjölda einka- sýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um bæöi hér heima og erlendis. „ÞETTA er tvíþætt sýning hjá mér. Annars vegar sýni ég skápa sem ég hef látið smíða eftir ákveðinni hug- mynd og hins vegar sýni ég texta- portrett sem byggð eru á mannlýs- ingum í íslenskum bókmenntum," segir Birgir Andrésson. „Hugmyndin að baki skápunum er fengin úr þremur íslenskum frí- merkjum, Geysisfrímerkinu, Þor- finni Karlsefni og Heklufrímerkinu. Þetta era frímerki frá miðri öldinni sem margir kannast eflaust við. Litir skápanna eru íslensku litirnir sem ég hef pælt mikið í og birtast í list- sköpun okkar íslendinga en ekki í náttúranni. Þeir hafa svo haft áhrif á skynjun okkar á náttúrunni. Skáp- arnir era myndverkin og lokast með hurð og fela þannig í sér sjálfan sig,“ segir Birgir. Meðhöndlun Birgis á íslensku frímerkjunum varð Gunnari J. Árna- syni listfræðingi tilefni til þessarar hugleiðingar. „Þannig að ef ímynd þjóðarinnar er að finna í þessum málverkum er henni speglað í gegn- um marga milliliði; málverk af eftir- prentun af frímerki af ímynd þjóðar- innar.“ „Birgir passar sig á að halda hæfilegri fjarlægð á nálægðina, til að hann geti skoðað það sem tilheyrir henni, greint það og lýst. En það er einmitt þessi tvíræða afstaða hans til Morgunblaöið/Þorkell Birgir Andrésson sýnir í Gallerí i8 „nálægðarinnar“ sem gerir list hans spennandi og margbrotna." Um textaportrettin segir Birgir að hann hafi fengist við slík um nokkurt skeið. „Þetta eru mannlýs- ingar eins og þær birtast í ýmsum textum frá ýmsum tímum. Myndin sem þannig er dregin upp bfrtist í hugskoti lesandans og ég vinn útfrá því,“ segir Birgir sem á undanförn- um árum hefur vakið mikla athygli fyrir myndlist sína hér heima og er- lendis, einkum í Sviss og Þýskalandi og hann hefur verið fulltrúi Islands á Feneyjatvíæringnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.