Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 C 9 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Morgunblaðið/Jim Smart. Eldsmiðurinn ísleifur Patrik Jónsson hamrar járnið, Ljósmynd/Sigrfður Zoéga. A myndinni eru taiið frá vinstri Aslaug Zoéga, Ingileif Hallgrímsdóttir og Hailgrímur Benediktsson. Myndin er tekin 1941. Ljósmyndir höfðu mikió félagslegt gildi Logandi list í STÁLSMIÐJUNNI verður heitt í kolunum á opnunardaginn. Þar hamra eldsmiðir heitt járnið og leirlistamenn móta í leir og úr á að verða stór kross úr járni og rakubrenndum leirflísum sem gefinn verður Barnaspítala Hringsins. Verk- inu á að Ijúka í lok dagsins og gestir og gangandi geta fylgst með smíðinni. Stálsmiðjan er eínn af stjörnustöðunum svo gleymið ekki kortinu góða. Það er Logandi list, sameiginlegur félagsskapur eldsmiða (Járnkarla) og Leirlistafé- lagsins sem stendur að þessu verkefni. Borg og náttúra Trausti Valsson les upp úr nýrri bóksinni um borg og náttúru á laugar- dagá Súfistanum, Laugavegi 18. Hefst kynningin klukkan 20.30 og stendurí klukkutíma. ÚT VAR að koma í tengslum við Reykjavík menningarborg 2000 bók- in Borg og náttúra... ekki andstæður heldur samverkandi eining. Höfund- ur bókarinnar er Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og arkitekt. Trausti Valsson les upp í Súfistanum. „Ég skrifaði þessa bók til að at- huga hvernig sambýli Reykjavíkur og náttúi-unnar hefur verið háttað í gegnum tíðina." -Hvernig hefur þessu sambýli verið háttað? „í upphafi var þetta nánast alger samfléttun milli manns og náttúru en þegar borgin fer að verða þjón- ustusamfélag um miðja 20. öld dreg- ur úr þessum tengslum. Sagan er þannig notuð til að sýna hve samspil strandar getur verið fallegt og dreg- in upp framtíðarsýn af nánum tengslum borgarinnar við ströndina og upplandið. Opnuð verður á laugar- dag klukkan 14 sýning á verkum Sigríðar Zoéga Ijósmyndara í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Þjóð- minjasafn íslands stendur að sýningunni í samvinnu við Hafnar- borg. EKKERT filmu- og plötusafn hefur borist Þjóðminjasafninu eins vel skráð og safn Sigríðar Zoéga. í því eru yfir 30.000 glerplötur. A sýning- unni á verkum hennar sem opnuð verður á laugardag í Hafnarborg er lögð áhersla á portrettmyndir, barnamyndir, fjölskyldumyndir, hóp- myndir af starfsstéttum og embætt- ismönnum og myndir af vinnustöðum og heimilum. „í sömu andrá og nafn Sigríðar má nefna Ólaf Magnússon sem byrjaði um 1914 og þá Loft Guð- mundsson og Jón Kaldal sem hófu störf litlu síðar, en þetta voru helstu portrettljósmyndarar íslendinga," segir Inga Lára Baldvinsdóttir hjá Myndadeild Þjóðminjasafns íslands. „Ljósmyndun hófst hér um 1860 að marki og það þótti mjög fínt að láta taka af sér myndir og það þótti raun- ar enn um 1920. Þetta var viðburður í lífi viðkomandi og menn tjölduðu öllu sem til var til að taka sig sem best út. Miklu meiri alúð var lögð við slíkt en oft er gert í dag. Ég tel að myndir hafi gegnt mun stærra félagslegu hlutverki í lífi fólks fyrir, um og eftir síðustu aldamót en þær gera nú. Fjarlægðir voru meiri og menn sendu skyldfólkinu myndir af sér og sínum. Algengt var líka að menn sem gistu á bæjum skildu eftir eða sendu mynd af sér þangað. Sumar voru merktar en megnið var þó ómerkt. Myndir voru líka meira stöðutákn en þær eru í dag,“ segir Inga Lára. En skyldi myndadeildin „ná yfir“ ákveðin tímabil í Islandssögunni? „Já, myndadeildin hér er mjög sterk fram yfir 1930 - en safnið gloppóttara eftir það. Myndadeildin var sett á fót hér 1908 og fljótlega eftir það byrjaði Matthías Þórðarson að safna myndum í safnið markvisst. I Kaupmannahöfn, við safnið þar, er enn svona markviss söfnun - en slíkt-V er ekki fyrir hendi hér nú. Við eigum hins vegar nánast allt lífshlaup sumra eldri manna eins og t.d. Hannesar Hafstein - við getum fylgt honum eftir í myndum nánast frá fæðingu og fram á efri ár. Með sýn- ingunni í Hafnarborg erum við að leggja áherslu á að myndir höfðu, auk heimildagildis, listrænt gildi og við reyndum að velja myndir sem gefa góða yfirsýn yfir verk Sigríðar Zoéga sem ljósmyndara.“ Hvað er á döfinni hjá húsinu? HITT HÚSIÐ menningar- og upplýsingamið- stöð ungs fólks, Aðalstræti 2, er með opið hjá sér á laugardag frá klukkan 14.00 til 18.00. Þá verða þar margar uppá- komur. Asa Hauksdóttir er verkefnisstjóri menningarsveitar Hins hússins, hún var spurð um hvað helst væri að sjá og heyra hjá Hinu húsinu á laugar- daginn? „Hver gullmolinn á fætur öðrum verður borinn á borð. DJ Kári og DJ Götuleikhúsið sýnir listir sínar á opnunardaginn Nú er hægt aö skoöa Korpúlfsstaöi Korpúlfsstaðir Steinar þeyta skifur á Geysi Kakó- bar, hljómsveitin Mínus gefur tón- inn. í Galleríi Geysi mun Orlando Gordon, ungur maður frá Bandaríkj- unum, opna myndlistarsýningu. Frá klukkan 15.00 til 15.30 sprellar Götu- leikhúsið og skemmtir sér og öðrum jafnt inni sem úti í nágrenni við Hitt húsið. Klukkan 16.00 munu myndar- piltarnir í Brooklyn Five taka lagið í anddyri Hins hússins. Upplýsinga- miðstöð Hins hússins um upplýsa gesti og gangandi um allt milli him- ins og jarðar meðan á uppákomum stendur. Ungt fólk í Evrópu afhjúp- ar leyndarmálin að baki góðum verk- efnum. Á efri hæðinni mun Félag fram- haldsskólanema dreifa blaðinu sínu og óvæntir gestir koma í heimsókn. Samfés - samtök félagsmiðstöðva á íslandi, verður á svæðinu og nýbak- aður sigurvegari sögnvakeppni Sam- fés mun taka lagið, en söngvarinn hefur aðeins borið titilinn hálfan sól- arhring. MR-ingar kynna hvað þarf til að gera gott skólablað enn betra og hirðljósmyndarinn verður auðvit- að á svæðinu. Jafningjafræðslan verður með kynningu og flakkferðir í fjöri - kynna heitustu ferðirnar. Pallas, Aþena, Þór er kynning á verkefni án landamæra þar sem vímulaus æska er allsráðandi. Á milli klukkan 5 og 6 síðdegis spilar svo Quarashi á Geysi Kakóbar. KORPÚLFSSTAÐIR verða opnir al- menningi næsta laugardag milli klukkan 13.00 og 17.00. Þá má fólk arka á eigin vegum eða í skoð- unarferð með leiðsögumanni um allt húsið - nema hvað aðstaða listamanna verður lokuð. Thor Jen- sen - athafnamaðurinn frægi - byggði þetta hús og rak þar stórbú um nokkurra ára skeið. Korpúlfs- staðir hafa lengi sett mikinn svip á umhverfi sitt og eflaust langar marga að sjá hvernig þar er um- horfs núna. Auk þess að geta skoðað bygginguna sjálfa verður fólki m.a. boðið upp áfyrirlestra um sögu hússins og nágrennis. „Við ætlum að fræða fólk um húsið, umhverfið og örnefni á Graf- arvogssvæði," sagðl Susanne Torpe, sem er menningarfulltrúi Miðgarðs í Grafarvogi og fram- kvæmdastjóri menningarhópsins Grafarvogsráðs. Hópurinn stendur fyrir þessari uppákomu sem er at- riði í verkefnl hans, Ljósbroti. „Það er Guðlaugur R. Guðmundsson cand. mag. sem heldur fræðslufyr- irlesturinn. Hann hefur búið til ör- nefnakort yfir Reykjavík og rann- sakað þessi mál mjög mikið.“ - Er fólk yfirleitt ófrótt um ör- nefni á þessu svæði? „Já, en ég held að það hafi hins vegar mikinn áhuga á að fræðast um þessi mál. Mér finnst íslend- ingar hafa mikinn áhuga á örnefn- um. Eldra fólk þekkir mörg örnefni, en hætt er við að þessi þekking gleymist ef henni er ekki haldið að yngra fólki." - Er eitthvað merkilegt að sjá á Korpúlfsstöðum? „Já, það er mjög spennandi að koma inn og skoða t.d. Korpu- skóla. Við innréttingu á skólanum hefur ekki verið breytt miklu, t.d. hafa verið notaðar gamlar innrétt- ingar og stigi, þótt hann sé orðinn mjög slitinn, það slit segir mikla sögu. í kjallaranum er gamalt eld- hús með gamalli eldavél, þar má sjá gamla tímann, allt frá dögum Thors Jensen og hans heimilis- fólks.“ - Er fleira á dagskrá opna húss- ins á Korpúlfsstöðum? „Já, við vinnum eftir tveimur þemum á opnunarhátíðinni, annars vegar: Nýi og gamli tíminn mætast og hins vegar: Myndlist og hand- verk. í tengslum við fyrra verkefnið i má nefna að fram koma þjóðdans- arar og hagyrðingar og einnig verða afhent verðiaun í Ijóðasam- keppni á milli skóla hverfisins um gamla og nýja tímann. í tengslum við myndllst og handverk er hand- verkssýning í Golfskálanum og þar eru til sýnis verk tólf hand- verksmanna úr Grafarvoginum. -V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.