Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ari Edwald segir aukinn kostnað vegna aukins fæðingar- orlofs óháðan skuldbindingum Atvinnuleysistryggingasjóðs > . Anesrur Kostnaour um 2,5 milljarðar króna HÆKKA þyrfti tryggingagjald, sem fyrirtæld greiða, um 0,85% ef laun- þegum yrðu greidd 80% af launum í fæðingarorlofi eins og lagafrumvarp ríkisstjómarflokkanna um aukin réttindi tií fæðingarorlofs gerir ráð fyrir. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að árlegur kostnaður vegna aukinna réttinda í fæðingarorlofi sé kringum 2,5 milljarðar króna sem dreifist á alla launagreiðendur, einkafyrir- tæki, sveitarfélög og hið opinbera. Tekin var saman skýrsla á vegum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Islands um mat á kostnaði við aukinn rétt foreldra til foreldra- og fæðingarorlofs. Þar kemur m.a. fram að kostnaður við nýjan mánuð í fæðingarorlofí karla sé helmingi hærri en við fæðingarorlof kvenna. Myndi nýr mánuður í fæðingarorlofi feðra hækka tryggingagjald um tæp 0,2% af stofni en fæðingarorlofsmán- uður mæðra kostar 0,11%. Ari Edwald segir að með nýjum reglum sé ekki verið að létta skuld- bindingum af atvinnuh'finu á sviði at- vínnuleysisstrygginga. „Kostnaður fellur alltaf til þegar fólki er lofað nýjum réttindum sém kosta peninga 0g í því sambandi skiptir ekki máli úr Morgunblaðið/Jim Smart Sól í Sóltúni hvaða vasa þeir fjármunir koma,“ sagði Ari en lagði jafnframt áherslu á að ekki mætti skilja orð hans svo að atvinnurekendur legðust gegn öllum breytingum á fæðingarorlofi. Það rétta væri að atvihnurekendur hefðu ásamt ASÍ átt frumkvæði að umræð- um um bætta stöðu barnafólks á vinnumarkaðnum, sem meðal annars hafi að markmiði að jafna rétt starfs- manna á einkamarkaði og hjá hinu opinbera. Á aðalfundi VSI í maí 1998 hefði því verið lýst yfir að atvinnu- rekendur myndu verða tilbúnir til að standa að breytingum í tengslum við þá kjarasamninga sem nú standa yf- ir, með fyrirvara um að samkomulag næðist um fjármögnun og fyrir- komulag. Að sjálfsögðu væri hér um að ræða gríðarlegt átak í fjölskyldu- og jafnréttismálum en það væri al- gjört lykilatriði að ræða þegsar breytingar á grundvelli þess kostn- aðar sem af þeim hlytist. Þrengir svignim atvinnulífsihs „Það er líka niikilyægt að menn geri sér grein fyrir' því að þetta þrengir svigrúrn atvinnulífsins til ”að taka á sig aðrar kostnaðarhækkanir. Kostnaðurinn samsvarar 0,85% launahækkun og það er sú hækkun sem breytingin felur í sér fyi'ir fyrir- tækin þegar upp er staðið." Ari sagði það skoðun SÁ að rétt væri að safnað yrði fjármunum í Atvinnuleysis- tryggingasjóð þegar atvinnuleysi væri lítið og samtökin því lagst gegn því á undanförmum misserum að lækka framlag til sjóðsins. Þannig myndi hann hafa sveiflujöfnunar- áhrif ef atvinnleysi eykst. „Ef menn snúa baki við þeirri hugsun getur komið til þess að hækka þurfi álögur þegar atvinnuleysi vex með þreng- ingum í efnahagslífinu og það yrði væntanlega til þess að auka enn á kreppuna á þeim tíma.“ Þá benti Ari á að kostnaður félli einnig á fyrirtækin vegna þeirrar hugmyndar frumvarpsins að foreldr- ar fái 13 vikna launalaust orlof sem taka má áður en bam nær 8 ára aldri. „Lengri fjarvera starfsfólks, hvort sem er í fæðingarorlofi eða launalausu foreldraorlofi skapar þrýsting á vinnumarkaðinn og leiðir til aukins kostnaðar. Ekki síst þegar umframeftirspum er eftir vinnuafli eins og nú er. Atvinnulífíð finnur fyr- ir því að foreldrar fá hvort um sig leyfi til ólaunaðra fjarvista af vinnu- markaðnum í 13 vikur hvort.“ LÓAN hefur Iöngum verið kölluð vorboði og þótt standa sig vel í því hlutverki sínu. Annar vorboði, sem orðið hefur öllu færri skáldum yrkisefni, er biðröðin í bflaþvottastöðina. Svona var umhorfs í Sóltúni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Fæðingnrorlofsréttindi í dag: Verður samkvæmt væntanlegu lagafrumvarpi: 1 mánuöur fyrir konur 2 vikur fyrír karia 5 mánuöir skiptanlegirmHli foreldra 3 mánuður fyrir konur 3 mánuöur fyrir karla (í áföngum) 3 mánuðir sameiginlegir Oriof tekiö á 6 mánuöi fyrir starfsmenn á almennum vinnumarköi, en 12 mánuði fyriropjnbera starfsmenn Oriof tekið á 18 mánuöum Heimavinnandi konur og kartar fá 33.157kr. i fæðingastyrk 80% heildariauna (meðaltal síöustu 12 mán.) greidd Fólk 125-49% starfi fær aldrei lægri greiðslu en 54.021 kr. Fólk í 50-100% starfi fær aldrei lægri greiðslu en 74.867 kr. Engar greiöslur fyrir heimavinnandi karta V Greiddar 33.157 kr. fyrir heimavinnandi konur og þá som em í minna en 25% starfi Greiddar 54.021 kr. fyrir þá sem eru í 25-49% starfi Greiddar 74.867 kr. fyrir þá sem eru í 50-100% starfi Greitt f lífeyrissjóð af fæðingaroriofsgreiöslum Starfstengd róttindi ávinnast áfram i oriofi Opinberir starfsmenn fá laun og lifeyrisgreiðslur 13 vikna launalaust foreldraorlof þat til bam verður 8 ára Komi I meðgöngu tryggð greiðsla í leyfi ef ekki verður komið við breytingum á vmnuskilyrðum eða vinnutima. Frumvarpi um fæðingarorlof hugs- anlega dreift á Alþingi á morgun Meiri sveigjan- leiki með aukn- um réttindum AUKINN réttur karla til fæð- ingarorlofs, sem lagafmmvarp ríkisstjómarflokanna gerir ráð fyrir, kemur til framkvæmda í þremur áföngum. í dag njóta karlar tveggja vikna fæðingaror- lofs en í ársbyrjun 2003 verða þeir komnir með þriggja mánaða rétt auk hinna sameiginlegu þriggja mánaða sem skipta má milli foreldra. Verið er að leggja lokahönd á frágang frumvarpsins og er hugsanlegt að því verði dreift á Alþingi á morgun. Verði framvarpið samþykkt á þessu þingi koma ákvæði þess til framkvæmda í byrjun næsta árs. Þá munu karlar öðlast rétt til eins mánaðar fæðingarorlofs. I ársbyrjun 2002 verða mánuðirnir orðnir tveir og síðan þrír frá 1. janúar 2003. Frá þeim tíma hafa foreldrar hvort um sig þar með þriggja mánaða fæðingarorlof. Um leið og lögin taka gildi um næstu áramót geta foreldrar hins vegar skipt á milli sín þremur mánuðum og karlar geta þar með lengt orlof sitt meira frá því sem verið hefur ef foreldrum sýnist svo. Gæti þá faðir til dæmis tekið alls fjóra mánuði og konan þrjá. Orlof lengist um þrjá mánuði fyr- ir hvert barn sem fæðist umfram eitt og geta foreldrar skipt því að vild en í dag hefur sú framleng- ing eingöngu verið fyrir móður- ina. Heimavinnandi karlar fá með nýju lögunum einnig rétt á fæð- ingarstyrk. Nemur hann 33.157 orlofi miðað við fullt nám. Greiðslur fyrir námsmenn og heimavinnandi koma úr rílris- sjóði en aðrar greiðslur vegna fæðingarorlofs úr nýjum sjóði, Fæðingarorlofssjóði sem stofn- aður verður þegar lögin hafa ver- ið samþykkt. Er ætlunin að hefja á þessu ári söfnun í þann sjóð með hlutdeild í tryggingagjald- inu. Fæðingarorlof skipulagt fyrir fæðingu barns Gert er ráð fyrir að foreldrar skipuleggi fyrir fæðingu hvemig þeir muni haga töku íæðingar- orlofs og hafi um það samráð við atvinnuveitanda. Nýja kerfíð gerir ráð fyrir talsverðum sveigj- anleika en það ber að taka á 18 mánaða tímabili í stað sex mán- aða áður á almennum markaði og 12 mánaða hjá hinu opinbera. Er þannig gert ráð fyrir að fólk sem gegnt hefur fullu starfi geti ef til vill samið um að vinna hálft starf og hluti orlofs eða það allt tekið á þann hátt. Einstæðar mæður fá með nýja kerfiniksex mánaða fæðingaror- lof ein^. og þær njóta í dag en þær fá ekki hlutdeild í þremur sameiginlegu mánuðunum með föður barnsins. Hægt verður að taka þrettán mánaða launalaust foreldraorlof sem lögin gera ráð fyrir að hvort foreldri um sig fái. Er þá gert rýð fyrir að samið sé um það við ’ yinnuveitanda en þetta orlof má krónum á mánuði og er saæi " ' taka þar til barn verður 8 ára styrkur og heimavihnandi’ klihuf, ^gamalt. Gildir það vegna barna fá í dag. Þessi réttindi karlahpa,. -» sem fæðst hafa frá 1. janúar 1998 aukast einnig í prepum. og geta foreldrar samið um slíkt Námsmenn fá eins' og. áður orlof þegar eftir samþykkt laga- greiddar 74.867 kr. í fæðingar- frumvarpsins. fermingargjof Lögbann sett á ekringla.is SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hefur lagt lögbann við því að Gagn- virk miðlun hf. noti lénið ekringla.is fyrir verslunarmiðstöð á veraldar- vefnum. Húsfélagið Kringlan, Kringl- unni 8-12, lagði fram lögbanns- kröfuna og lagði fram 20 milljóna króna tryggingu vegna lögbannsins. Auk þess að mega ekki skrá lénið er Gagnvirkri miðlun gert að afskrá hjá Intís öll lén sem tengjast ekringla.is. I lögbannsúrskurði vísar sýslu- maðúr til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/ 1990 um kyrrsetningu, lögbann ofl., en þar segir meðal annars: „Lögbann má leggja við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrirsvars- manns félags eða stofnunar ef gerð- arbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin bijóti eða muni bijóta gegn lögvörðum rétti hans...“ Undrandi á úrskurðinum Ágúst Ólafsson framkvæmda- stjóri Gagnvirkrar miðlunar segist undrandi á úrskurðinum. „Við mun- um að sjálfsögðu hlíta honum og höf- um hætt notkun á ekringla.is. Þar af leiðandi getum við ekkert gert í markaðssetningu á meðan mála- reksturinn stendur yfir. Húsfélagið Kringlan þarf að höfða mál til stað- festingar lögbanninu og lögmenn okkar hafa óskað eftii' flýtimeðferð á því.“segirÁgúst. 'VG Ágúst segist þess, fúllviss atl úr- skurðinum verði hnekkt. „Það er fjarri því að netverslunarmiðstöð ógni á nokkurn hátt starfsemi Hús- félagsins Kringlunnar. Starfsemi fyrirtækjanna er alls óskyld,“ segir hann. Hann segir líklegt að lögbann- ið byggi á mistökum, sem verði leið- rétt fyrir héraðsdómi. Ágúst segir að orðið kringla sé orðið viðurkennt og notað í íslensku máli sem heiti á verslunarmiðstöð. „Þess vegna getur enginn átt einka- rétt á því orði. Nokkur skráð vöra- merki hafa endinguna „kringlan“, svo sem Sjónvarpskringlan, Borgar- kringlan, Netkringlan og Heims- kringlan. Ekki er vitað til þess að Húsfélagið Kringlan hafi gert at- hugasemd við þau fyrirtækjaheiti. Svo er auðvitað spuming hvort íbúar og fyrirtæki við Rringluna í Reykja- vík þurfi ekki að fá sér nýtt heimilis- fáng,“ segir Ágúst. Fjárhagslegt tjón Að sögn Ágústs verður Gagnvirk miðlun að öllum líkindum fyrir fjár- hagslegu tjóni vegna lögbannsins. „Við höfum lagt mikla peninga í markaðssetningu og auglýsingar, en hugsanlega getum við ekkert aðhafst frekar fram að næstu mánaðamót- um, þótt vinna við vefhönnun og samskipti við fyrirtæki haldi áfram,“ segir hann, „þess vegna getur farið svo, ef við vinnum málið, að við eig- um fjárhagslega kröfu á Húsfélagið Kringluna vegna þessa tjóns.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.