Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/ Halldór Sveinbjömsson Þau eru í aðalhlutverkum: Tinna Gunnarsdóttir (Oddi ígulker), Þröstur Ólafsson (Loki kræklingur), Finnur Magnússon (E.K.), Gísli Samúelsson (Már) og Júiíanna Emisdóttir (Krossafrænka). Fuglinn í fjörunni á Hnífsdal LITLI leikklúbburinn á ísafirði fmmsýnir barnaleikritið Fuglinn í fjörinni eftir David Wood í félags- heimilinu í Hnífsdal, á morgun, föstudag, kl. 19. Leikritið er í þýð- ingu Guðjóns Ólafssonar og fjallar á skoplegan hátt um þá vá sem rusl og mengun er fyrir lífríkið allt á jörðinni. Sagan gerist á einum sól- arhring og lýsir li'fl E.K. (Einbúakr- abbi) og Loka kræklingi. Þeir búa í fjörupolli við Isafjarðardjúp. Þenn- an sólarhring er gestkvæmt hjá þeim félögum, E.K. til mikillar mæðu því honum er illa við ókunn- uga. Meðal gestanna em Oddi íg- ulker og frænka hans Krossa krossfiskur. Einnig lítur Már við. Fleiri gestir koma við sögu því Brákin mikla og hennar hyski kem- ur á vetvang. Hún kemur úr stóm skipi sem rakst á annað skip úti á Djúpinu. Olían þekur brátt sjóinn og ætlar að drepa allt lífrflti í fjöm söguhefjanna. Að sýningunni koma allt að 30 manns á öllum aldri. Leikstjóri er Elfar Logi Hannes- son. Þorbjörg Sigurðardóttir, ásamt leikstjóramum, hannar sviðsmyndina og búningana. Tónl- istin er samin af Kristni Níelssyni. Næstu sýningar verða sunnudag- inn og miðvikudaginn 12. aprfl, báðar kl. 19. Miðasalan er opin alla sýningar- daga í Edinborgarhúsinu á ísafirði frákl.16-18. Listasafn Árnesinga 434 andlit sólar „SÓL sól skín á mig“ heitir sýning á verkum nemenda Sólvallaskóla á Selfossi, sem ætla að leggja undir sig Listasafn Arnesinga í vikunni næstu á undan Dymbilviku og verður form- leg opnun í dag, föstudag, kl. 15. Sól- in með andlitunum 434 er stærsta verkið, það er samsett úr litlum ein- ingum. Hver nemandi fékk 8 x8 cm tréflögu, skreytti hana að eigin vild, og setti mynd af sér á. I öðrum hóp- verkefnum, einkum frá yngri deild- unum, er unnið út frá náttúrunni á fjölbreytilegan máta. Að auki er að flnna á sýningunni fjölda einstaklingsverka úr margvís- legum verkum svo sem pappír, tré, gleri, textílum og málmi. Undirbúningur hefur staðið frá áramótum og öllum nemendum skól- ans verið gefinn kostur á að taka þátt í verkinu. List- og verkgreinakenn- arar skólans, þau Hilmar Björgyins- son, Guðný Ingvarsdóttir, Ásdís Guðjónsdóttir, Ragna Bjömsdóttir, Jónella Sigurjónsdóttir og Kristín Stefánsdóttir eru umsjónarmenn sýningarinnar. Við opnunina syngur skólakór Sól- vallaskóla undir stjórn Elínar Gunn- laugsdóttur og veitingar verða fram bomar af heimilisfræðinemum. Sýningin verður opin tvær helgar 8. og 9. og 15. ogl6. apríl frá 13-18. Vikan þar á milli er nýtt fyrir skóla- hópa eftir samkomulagi við safn- stjóra og fimmtudag og föstudag er opið frá 14-17. Ein af smámyndunum sem Viveka Sjögren hefúr mál- að innblásin af Tímanum og vatninu. Ljósmyrid/Ulf Borin Viveka Sjögren, Bergsteinn Ásbjömsson og tveir synir þeirra, Týr Óskar og Lo Ásbjöm. f forgrunni em nokkur verka Bergsteins á sýningunni í Galleri Nácken. Lagt út TIMINN og vatnið er yfirskrift sam- sýningar hjónanna Bergsteins Ás- bjömssonar og Viveku Sjögren sem nýlokið er í Galleri Nácken í Hudiks- vall í Svíþjóð, en þar sýndi hún mál- verk og hann bronsstyttur. Bergsteinn hefur verið búsettur í Svíþjóð í 23 ár. „Á sínum tíma var þetta nú bara ævintýri - að komast út og skoða heiminn. Framan af hugsaði ég mér alltaf að flytja heim „á næsta ári“ en svo kynntist ég sænskri konu, Viveku, og nú eigum við saman þijú börn, svo þetta hefur dregist,“ segir hann. Honum hefur af Tímanum og vatninu líkað vel vistin í Svíaríki, þar sem þau hjónin em nú bæði í þjónustu listagyðjunnar. Hún málar akrýl- og vatnslitamyndir, skrifar og mynd- skreytir bamabækur og hann leggur aðallega stund á skúlptúr. Með stóra vinnu- stofu heima „Myndlistin var lengi vel aðeins áhugamál hjá mér,“ segir Berg- steinn, „það var ekki íyrr en um 1986 sem ég sneri mér óskiptur að henni. Ég byijaði í teikningu og málun en fór svo fljótlega að kynna mér betur grafík, skúlptúr og keramik og komst að því að skúlptúrinn hentaði mér best.“ Heima hjá sér, í bænum Delsbo í miðri Svíþjóð, em þau með stóra vinnustofu og vinna þar náið saman. ,Að undanfömu höfum við oftast verið með tvær til þrjár sýningar á ári, við tvö saman eða með fleiri lista- mönnum,“ segir hann. En hvernig skyldi tilvísunin í Stein Steinarr vera til komin? „Steinn Steinarr hefur verið með mér allan tímann, frá því ég var krakki á íslandi. Hann var án efa það íslenskra ljóðskálda sem mér þótti skemmtilegast að lesa,“ segir Berg- steinn. Hann segir ljóð Steins vera sér ótæmandi uppsprettu og Tíminn og vatnið séu í alveg sérstöku upp- áhaldi. „Litirnir og dýptin í því sem hann skrifar em svo ótrúleg. Það er svo skrautlegt og svo mikið sem hægt er að vinna út frá því.“ AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í hátíðarsal Verkmenntaskólans á Akureyri laugardaginn 15. apríl n.k. og hefst kl 10.00. DAGSKRÁ 1. Fundarsetning 2. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins 3. Skýrsla stjórnar 4. Skýrsla kaupfélagsstjóra Reikningar félagsins Umsögn endurskoðenda Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva ofl. 5. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar Lögð fram tillaga stjórnar um frestun fundar vegna stefnumótunarvinnu fyrir samvinnufélagið KEA 6. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA 7. Erindi deilda 8. Þóknun stjórnar og endurskoðenda 9. Kosningar 10. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félags- samþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.