Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 28
YDDA/S(A 28 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ -mátuleg máltíð hvenær sem er! vETŒfmtft? NEYTENDUR Lyfja og heilsu apótekin orðin 14 talsins Morgunblaðið/Jim Smart Á morgun, föstudag, mun Lyf og heilsa opna þrjú ný apótek á höfuðborgarsvæðinu. Sama verð um land allt A morgun munu þrjú ný apótek bætast í keðjuna Lyf og heilsa en apótekin verða þá 14 talsins ásamt einu útibúi með lyfsöluheimild. Stefna keðjunnar er að bjóða sama verð um land allt. „Um áramótin keypti Lyf og heilsa Háaleitisapótek, Fjarðarkaups- apótek og Iðunnarapótek í Domus Medica,“ segir Karl Wernersson, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu. „Þessi apótek verða opnuð á morg- un, 7. apríl, í nýrri mynd og fá þá ný heiti. Háaleitisapótek verður Lyf og heilsa, Austurveri, Fjarðar- kaupsapótek verður Lyf og heilsa, Fjarðarkaupum, og Iðunnarapótek verður Lyf og heilsa, Domus Medica. Apótekin fá breytt útlit og verða í anda Lyfja og heilsu þar sem fyrst og fremst verður lögð áhersla á meira vöruúrval, aðgengilegar og þægilegar verslanir og góða þjón- ustu. Það er stefna keðjunnar að bjóða, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar, upp á sama verð- ið. Höfuðborgarsvæðið er ekki að niðurgreiða verðið heldur erum við með hagstæða samninga við flutn- ingsaðila og birgja," segir Karl. Opnunartími lengdur „Við ætlum að halda áfram að veita þá þjónustu í Austurveri að hafa opið allan sólarhringinn. Hins vegar höfum við líka ákveðið að bjóða aukna þjónustu í Domus Medica. Þar verður opið til kl. 22 á kvöldin alla virka daga og milli kl. 11 og 13 á laugardögum og sunnu- dögum. Þetta er gert í samvinnu við Bamalæknaþjónustuna, sem einnig er í húsinu, þannig að opnunartimi okkar verður samræmdur þeirra. Nú erum við komin í þá stærð sem keðja að geta gert hagkvæmari innkaup og stefnum að því að bjóða enn lægra verð en áður bæði á lyfj- um og annarri vöru. Við munum byrja á því að lækka verð á ákveðnum vörum eins og bleium og hreinlætisvörum. Við höfum verið að vinna að því að lækka lyfjaverð hægt og og bítandi og höldum því áfram,“ segir Karl. Vöruúrval þrefaldað „Vöruúrval verður þrefaldað úr 88 hillumetrum í 215 hillumetra í Lyfjum og heilsu, Austurveri, og Lyfjum og heilsu, Domus Medica. Verslanir okkar eru misstórar og þeim skipt upp í burðareiningar, meðalstórar einingar og litlar ein- ingar. Þetta fer eftir húsnæði og viðskiptum á hverjum stað. Lyf og heilsa, Austurveri, og Lyf og heilsa, Domus Medica, eru dæmi um þess- ar burðareiningar og þar verður vöruúrvalið meira. Við erum að stórauka vöruúrvalið og munum einnig setja vörur fram sem voru bakvið áður til þess að gera viðskiptavinum kleift að nálg- ast vöruna og skoða hana í róleg- heitum. Meðal annars verður lögð meiri áhersla á snyrtivörur og út- litstengdar vörur. Ég hef trú á því að sala og þjónusta á snyrtivörum sé að færast í ríkara mæli inn í apótekin. Lyf og heilsa er stærsta verslun- arkeðja landsins á lyfja- og heilsu- markaði. Áætluð markaðshlutdeild hennar á lyfja- og heilsumarkaði er um 30%. Lyf og heilsa var stofnað 1. mars í fyrra og við fórum á mark- aðinn í september með nýtt nafn. Þá rákum við 11 apótek, tvö á Suð- urlandi, tvö á Akureyri og sjö í Reykjavík og nú eru sem sagt að bætast þrjú í safnið, tvö í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Að auki er eitt útibú með lyfsöluheimild í Þorláks- höfn. Hluthafahópurinn eru fyrri eigendur þessara apóteka sem komu fyrst inn í keðjuna. Keðjan stefnir að því að vera al- menningshlutafélag og fara á mark- að innan tveggja ára,“ segir Karl. Brauð frá Nýbrauði verða komin í allar verslanir Baugs Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Einar Viðarsson bakari við brauðin sem munu fást í verslunum Hag- kaups, Nýkaups, Bónuss og 10-11. Boða 11- 15% lækkun á brauðum Frá og með næsta mánudegi verða til sölu brauð frá fyrirtækinu Nýbrauði í verslunum Nýkaups, Hagkaups, Bónuss og 10-11 en einkasölusamningur við Mylluna rann út þann 1. aprílsíðastl iðinn. Að sögn Lárusar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Aðfanga, náð- ust hagstæðir samningar við for- svarsmenn hjá Nýbrauði sem skil- ar sér í 11-15% verðlækkun á brauði til viðskiptavina strax á mánudag. Hann segist fagna því að nýr að- ili sé kominn inn á þennan markað sem hafi verið orðinn einsleitur eftir að Myllan keypti Samsölu- bakaríið. Til að byrja með verða til sölu þijár til fjórar brauðtegundir frá Nýbrauði sem eru sambærilegar því brauði sem neytendur þekkja. Bónusbrauð verður einnig á boð- stólum og brauð í Góð kaup-vöru- línunni. Lárus segir að það velti síðan á viðbrögðum neytenda hver þróun- in verður. „Ef þessum brauðum verður vel tekið munu efiaust fleiri tegundir brauða bætast við með timanum. Ég er þess fullviss að aukin samkeppni á þessum markaði mun skila sér í betra verði, auknu framboði og ferskari vöru til neytenda. Á næstu vikum mun til dæmis Hagkaup auka úrvalið enn frekar og bjóða brauð og kökur frá litlum bakaríum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.