Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 18. OKTÓBER 2000 41 UMRÆÐAN Fræðslubæklingar Hj artaver ndar HÓPRANNSÓKN- IR Hjartavemdar frá síðustu árum hafa glögglega sýnt fram á hverjir séu sterkustu áhættuþættir íyrir kransæðasjúkdómum á Islandi. Einstaklingur með einn eða fleiri shka áhættuþætti hefur meiri líkur á því að fá kransæðasjúkdóm en einstaklingur með eng- an slíkan þátt nema bragðist sé við. Þessir þættii- era eftirfarandi: • Reykingar • Blóðfitutraflanir • Hár blóðþrýstingur • Sykursýíd • Offita • Ónóg líkamshreyfing • Erfðaþættir (flestir enn óþekktir) Hóprannsóknir Hjartavemdai’ sem enn era í fullum gangi stefna að því að leita að fleiri enn óþekktum áhættuþáttum og jafnframt að kort- leggja breytingar á tíðni kransæða- sjúkdóma á íslandi og fylgjast með breytingum á þekktum áhættuþátt- um. Hjartavernd hefur lagt á það áherslu að koma niðurstöðum rann- sókna sinna til almennings með mörg- um hætti, meðal annars með útgáfu fræðslubæklinga um alla helstu áhættuþættina fyrir sig. Á þessu ári hafa þannig komið út tveir veglegir bæklingar skiifaðir af séríróðu fólki á vegum Hjartaverndar. Fyrri bækl- ingurinn fjallar um Reykingar - dauðans alvara. I þeim bæklingi er undirstrikuð áhætta samfara reyk- ingum út frá íslenskri reynslu, þ.e.a.s. út frá þeim stóra hópi Islendinga, u.þ.b. 20 þúsund sem tekið hefur þátt í hóp- rannsókn Hjartavemd- ar. Þar kemur m.a. fram: • Reykingar marg- falda áhættuna á að fá kransæðasjúkdóm, þannig nær sjöfald- ast áhættan meðal kvenna sem reykja meira en einn pakka ádag. • Þriðja hvert dauðs- fall í aldurshópi 35-69 ára á íslandi má rekja tfl reykinga. • Fjöratíu ára ein- staklingur sem heldur áfram að reykja styttir ævflíkur sínar um nær átta ár en góðu fi’éttimar era þær að með því að hætta, jafnvel eftir margra ára reykingar, er unnt að koma í veg fyrir þetta að stærstum hluta. Seinni bæklingui’inn fjallar um kól- esteról - þekkir þú þitt kólesteról ... er ástæða til að lækka það? í þessum bæklingi er því lýst á myndrænan hátt hvernig kólesteról í blóði gegnir lykilhlutverki í myndun æðakölkunar. Kólesterólgildi hvers einstaklings ákvai’ðast að hálfu leyti af erfðaþátt- um sem stjóma fituefnaskiptunum og að hálfu leyti af mataræði. í bækl- ingnum er bent á hvernig unnt er að borða af hjartans lyst, aðeins með því að hugsa örlítið um mataræðið. Bent er á að meðalgildi kólesteróls í íslend- ingum sé enn þá veralega of hátt þrátt fyrir að það hafi lækkað um- talsvert á síðasta áratug með breyttu mataræði. í bæklingnum er einnig skýrt hvað séu æskileg gildi á kólesteróli í blóði einstaklinga og hvenær sé sérstak- Sjúkdómar Við viljum hvetja sem flesta, segir Gunnar Sigurðsson, að kynna sér bæklingana sem fást á skrifstofu Hjarta- verndar lega ástæða tfl að mæla það. Á síðustu áram hafa komið til góð lyf til að lækka kólesteról þegar mataræði eitt sér nægir ekki, t.d. vegna sterkra erfðaþátta. Við viljum hvetja sem flesta að kynna sér þessa bæklinga sem fást á skrifstofu Hjartavemdar í Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 535-1800. Einnig er bent á frekara fræðsluefni á heimasíðu Hjartavemdar, www.hjarta.is Þrátt fyrir að tíðni kransæðasjúk- dóma á íslandi hafi lækkað veralega á síðasta áratug era þessir sjúkdómai' enn þá algengasta dánarorsök á ís- landi og fjölmargir falla íyrir þeim í blóma lífsins. Því er forvamar- og rannsóknarstarf Hjartavemdar áfram mikilvægt í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma. Slíkt starf kostar vissulega mikið fé og Hjarta- vemd leitar því enn til landsmanna um stuðning við þetta starf með þátt- töku í happdrætti Hjartaverndar sem dregið verður úr laugardaginn 21. október næstkomandi. Höfundur er prófessor og formaður stjórnar Hjarúiverndar Gunnar Sigurðsson Sama halarófan w pi h birtist í sjónvarpinu VERKAMAÐUR. Launþegi. Getur það verið að lífskjör okkar séu ekki lengur tengd kjarabaráttu verka- lýðshreyfingarinnar? Að allt aðrh’ þættir ráði nú okkar daglega lífi og lífskjörum en áður var? Getur það verið að þær baráttuaðferðir sem bættu lífskjör fólks og Kf fólks í upphafi tutt- ugustu aldarinnar og fram eftir öldinni verki ekki lengur? Þetta eru áleitnar spurningar í dag. Einmitt í „góðær- inu“. Þegar milljarðatugir bætast við þjóðartekjurnar árlega. Við skulum taka örlítið dæmi. Árin 1952 og 1955 vora allsherjarverkfoll sem stór hluti verkalýðshreyfingar- innar háði af allmikilli hörku. Við sem eram það gömul að muna þessa atburði og tókum þátt í þeim munum tvennt. Andrúmsloftið við fram- kvæmd verkfallanna en þá komu til dæmis vissir einstaklingar úr for- ystu verkalýðshreyfingnar sér upp „þjóðsögu" sem dugði þeim ævilangt á hverju sem gekk og svo viðbrögð launþegafjölskyldnanna. Á mörgum heimilum verkamanna, ef ekki öll- um, var sest niður við eldhúsborðið og sú staðreynd rædd að komið væri verkfall sem gæti staðið lengi og í verkfalli er ekkert kaup. Og flestir drógu saman neysluna. Þá var þetta hægt að vissu marki. Þá var fiskur ódýr og mjólkin og kartöflurnar og þá voru mörg dæmi um „samhjálp" vina og vandamanna. Fólk missti yf- h’leitt ekki eignir sínar í verkföllun- um en skuldaði kannski fyrir mat hjá kaupmanninum á hominu og margir áttu smávegis sparifé. Þó að þessar staðreyndir séu tíund- aðar hér er ekki verið aðdraga upp róman- tíska mynd. Það er engin rómantík í 5 eða 6 vikna verkfalli. Og þó að sú skoðun sé ekki studd sagnfræðilegum rannsóknummá halda því fram að í þessum verkföllum hafi tvennt gerst. Síðustu bita- stæðu „félagsmála- pakkarnir“ komu í vasa launþega - atvinnu- leysistryggingar og líf- eyrissjóðir en á þessum tíma voru verkfóll raunveraleg pressa á atvinnurek- endui’ og ríkisvaldið. Og þetta var í síðasta skiptið sem Launþegar Hvað þolir fjölskyldan langt verkfall? spyr Hrafn Sæmundsson. Ekki einn dag. verkafólk á íslandi hafði frelsi til að „svelta“ eftir eigin ákvörðun og gat komið óbugað og með reisn út úr að- gerðum verkalýðshreyfingarinnar. Hvað breyttist á seinni hluta tutt- ugustu aldarinnar sem gerði verk- föllin - nauðvörn verkafólks - kraft- laus og tilgangslaus? Tökum dæmi um hugsanlegt allsherjarverkfall í dag. Fjölskylda, hjón með þrjú börn, tvö í framhaldsskóla og eitt í grann- skóla tekur af eldúsborðinu og setur leirtauið í uppþvottavélina og sest svo niður og leggur spilin á borðið! Allir tæma vasa sína á borðið og það myndast hrúgur. Fimm farsímar, tíu greiðslukort, reikningar fyrir af- borgunum af tveim bílum, húsnæðis- lánin, farseðlar fyinr sólarlandaferð- ir, afborganir af snjósleðanum og fellihýsinu. Auk þess óborgaðir nýj- ustu reikningar fyrir rafmagn og síma. Þegar hér er komið er heimil- istölvan sótt og farið að reikna. Hvað þolir fjölskyldan langt verkfall. Það kemur í ljós að ekki er ein fyrirvinna á heimilinu - allir vinna og vinna mikið. Hjónin vinna meira en fulla vinnu. Eldri börnin vinna með skól- anum. Það yngsta ber út blöð. Þetta er ekki tilbúið dæmi en auðvitað er staða fólks misjöfn. Hvað þolir þessi fjölskylda langt verkfall? Ekki einn dag! Endar ná ekki saman með fullri keyrslu allra fjölskyldum- eðlima. Eftir „góðærin" setja stjórn- völd svo upp ráðgjafarstofnun til að glíma við „skuldir heimilanna". En verkalýðshreyfingin leggur enn í hann. Sama halarófan birtist í sónvarpinu fyrir hverja samninga- lotu á leið í Karphúsið, brosandi en berjandi þó lóminn! Alltaf eins. Allt- af sömu orðin. Alltaf sama niður- staða. Það er staðreynd að lífskjör flestra launþega era betri nú en fyrir hálfri öld. Fimm manna fjölskylda sem öll er að vinna hefur helmingi eða margfalt meiri tekjm’ nú en hlið- stæð fjölskylda árin 1952 og 1955. Hvað hefur þá gerst? Hefur orðið einhver þróun í verkalýðshreyfing- unni? Það eru margar áleitnar spumingar. Og kannski era síðustu forvöð að verkalýðshreyfingin reyni að stilla kompásinn? Og ofan á allt annað er hluti verkalýðshreyfingar- innar að springa innbyrðis og berst á banaspjót. Höfundur er fv. atvinnumálnfulltníi. Hrafn Sæmundsson Einkavinavæð- ing og valda- * brölt stjórnar- flokkanna ÁFORM ríkisstjórn- arinnar um sölu á Landsbanka og Búnað- arbanka bera öll merki einkavinavæðingar og valdabrölts stjórnar- flokkanna. Sameining bankanna í einn risa- banka stuðlar að enn frekari fákeppni á fjár- málamarkaði og eykur á valda- og eignasam- þjöppun í bankakerf- inu. Hagræðingin í bankakerfinu frá 1990 hefur ekki leitt til minni vaxtamunar eða lækkunar á þjónustu- gjöldum. Hagræðingin hefur fyrst og fremst komið fram í fækkun á starfsfólki, en frá 1990 hef- ur fækkað um nálægt 700 manns í hefðbundnum bankastörfum. Ná- Ríkisbankar Hagræðingin í banka- kerfinu sl. 10 ár, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, hefur ekki leitt til minni vaxtamunar eða lækkunar á þjónustu- gjöldum. lægt 80% þessara starfsmanna era konur. Hagsmunir fjármagnseigenda Þeirri spurningu þarf að svara hvað fækkun viðskiptabankanna úr sjö í þrjá á sl. 10 árum hefur skilað neytendum. Vaxtamunur inn- og út- lána hefur aukist og þjónustugjöld hækkað, ekki síst til fólks sem er í greiðsluvanda í bankakerfinu. Með einkavinavæðingunni í bankakerfinu hefur markmiðið fyrst og fremst verið sett á arð til eigenda, en ekki lægri vexti eða þjónustugjöld til neytenda. Uppnám á fjármálamarkaði Engin stefnumótun hefur verið gerð af hálfu ríkisstjórnarinnar um æskilega þróun á fjármálamarkaði. Ekkert mat hefur heldur verið lagt á samkeppnisaðstæður á fjármála- markaði fyrir innláns- stofnanir og hvaða þró- un er æskilegust til að sporna gegn valdasanK- j þjöppun og fákeppni. Hvað þá að ríkisstjóm- in hafi áhyggjur af því hvaða áhrif áform hennar hafa á starfsör- yggi bankastarfs- manna. Enda eru áform ríkisstjórnarinn- ar nú handahófskennd og fálmkennd. Þau hafa bæði sett fjár- málamarkaðinn í upp- nám og skapað örygg- isleysi og ótta hjá starfsfólki bankakerf- isins. Ekkert liggur heldur fyrir um áhrifin af fyrirhugaðri sölu á þenslu, sem geta verið afar óæskileg ef fjár- ,. festar fjármagna kaupin með lán- töku. Framsóknarflokkurinn Ástæða er til að ætla að viðskipta- ráðherra vilji í þessu máli setja al- mannahagsmuni í fyrirrúm. Ihald- inu hafi aftur á móti tekist eina ferðina enn að knýja samstarfsflokk- inn til þjónkunar við kolkrabbann og örfáa sterka fjármagnseigendur og valdablokkir sem sölsað hafa undir sig í skjóli fákeppni og einokunar hverja starfsgreinina á fætur ann- airi. Dæmi: Olíu- og tryggingafélög- in, flutningafyrirtæki, stórverslun- arkeðjur, fjölmiðlar og nú síðast banka- og fjármálamarkaðurinn. Það eru sérhagsmunir þessara aðila sem era í fyrirrúmi hjá ríkisstjórn- inni en ekki almannahagsmunir. Full ástæða er til að huga að því hvort ekki væri eðlilegra að fara var- lega í sakirnar og meta áhrif sölunn- ar út frá ígrundaðri stefnumótun um framtíðarþróun á fjármálamarkaði, sem tryggði að spornað væri gegn valdasamþjöppun og fákeppni. E.t.v. yrði niðurstaðan þá að halda a.m.k. öðram bankanum í meirihlutaeign þjóðarinnar. Höfundur er þingmaður. www.mbl.is Lynghagi — sérhæð Vorum að fá í sölu fallega sérhæð með stórum bílskúr á þess- um eftirsótta stað í vesturborginni. íbúðin er 3 svefnherb., gott | hol og rúmgóðar stofur. Parket á öllu. Tvennar svalir. íbúð og húsið nýstandsett. Laus fljótlega. Kópavogur — 3ja herb. Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýli v/Kársnesbraut. Sérinng. Leiksvæði við baklóð. Hagstæð byggsjóðslán. Æskileg skipti á | íbúð á jarðhæð. Eignahöllin, Hverfisgötu 76, Reykjavík, sími 552 4111, fax 552 3111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.