Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 60
?)0 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grettir Ferdinand Smáfólk Hvað hefur afi þinn verið að aöhafast upp á síðkastið? Hann segist hafa verið að reyna að ráða eina af ráðgátum lífsins... Hvers vegna er hann núna eldri en fólk sem honum fannst einu sinni vera gamalt? Ævitíminn eyðist Frá Auðuni Braga Sveinssyni: BJÖRN Halldórsson, lengi prestur í Sauðlauksdal (1724-1794), var kann- ske ekki talinn til okkar mestu skálda, en þó er eitt ljóð eftir hann, sem margir kunna að minnsta kosti eitthvert hrafl úr. Verður það að telj- ast býsna gott, því að hversu mikið munu menn kunna eftir rúm tvö hundruð ár eftir skáld þau, sem nú er mest hossað og komast á metsölu- lista bókaverslana fyrir jólin? Ljóð sr. Björns er á þessa leið: Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim líflð leiðist, sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Ég skai þarfúr þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur. Bið ég honum blessunar, þábústaðar minn nár í moldu nýtur. Manni verður hugsað til þessa Ijóðs sr. Björns, þegar við sjáum auglýstar stöður ýmissa þeirra emb- ættismanna, sem nú eru að íylla sjöunda áratuginn og eiga, lögum samkvæmt, að láta af störfum. Einn góðan veðurdag vakna menn upp við það, að hið opinbera hefur ekki leng- ur not fyrir starfskrafta þeirra, þeir eiga að hætta. Ég nefni hér engin nöfn, en hér er um margvísleg störf að ræða. Presturinn, sem þjónað hef- ur söfnuði í meira en fjóra áratugi, klæðist ekki lengur einkennisbún- ingi sínum. Hann fer á eftirlaun, sem eru allmikið lægri en laun þau, er hann fékk greidd fyrir skyldustörf í prestakallinu. Þá vann hann fjöl- mörg aukaverk, sem voru fyrir utan hinn fasta verkahring, og var auka- lega greitt fyrir. Að nokkru sér-ís- lenskt. Forstjórar og framkvæmda- stjórar ýmissa stofnana og fyrirtækja verða að axla sín skinn og segja skilið við gömlu skrifstofuna. Mörgum verður nokkuð um þessi umskipti. Allt í einu er ekki nein þörf fyrir starfskrafta manns, sem er að því er virðist á besta aldri og gæti vel starfað enn um skeið með mesta sóma. Ég var opinber starfsmaður í 35 ár, en kaus þá að hætta, og notfærði mér hina svonefndu 95-ára reglu. Þá gat ég tekið að sinna því, sem ég lengi hafði þráð, en það eru ritstörf. Ég fann því ekki mikið fyrir um- skiptunum. Ég var heppinn. Því mið- ur eiga ekki allir eitthvert áhugamál, þegar starfsskeiði sleppir. Þeim leið- ist. Þeir eiga ekki lengur leið til gamla vinnustaðarins. Þeir eiga ekki lengur kost þess að vakna til vinnu- dags með mörgum ágætum starfsfé- lögum, en félagsskapur er mörgum mikils virði, að minnsta kosti flestum andlega heilbrigðum. Þessu fólki vil ég benda á hinar mörgu félagsmiðstöðvar eldri borg- ara hér í borg og víðar um landið. Alls munu nú vera um fimmtíu félög eldri borgara á öllu landinu. Hér geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fátt er ömurlegra en að sitja með hendur í skauti og hafast ekkert að, meðan einhver andlegur og líkamlegur dugur er í fólki. Einhvern tíma sagði ég við mann einn, sem enn var í fullu starfi, en sem sá fram á, að innan skamms yrði að láta af störfum: Eflaust kemur að því, góði, að þú verðir Jyrrverandi". Eigðu þá í innri sjóði eitthvað, sem þig firrir grandi. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON. Staðsetning höfuðborgar íslands Frá Kristleifí Þorsteinssyni: ÞAÐ er ótrúlegt íyrirhyggjuleysi að byggja höfuðborg fyrir þjóðina á landsvæði sem nokkuð örugglega fer undir hraun, hún hrynur í jarð- skjálftum og fer undir sjó innan nokkurra alda. Við eigum sem fyrst að hefja flutn- ing höfuðborgarinnar á öruggari landshluta, t.d. að Egilsstöðum sem er líklegast einn besti staður lands- ins, hvað snertir litla hættu á nátt- úruhamförum, með góð hafnarskil- yrði bæði á Reyðarfirði og Seyðisfirði. A næstu áratugum skýrast mikið þarfir nýtísku höfuðborgar. Þá för- um við að geta teiknað fullkomna höfuðborg. Líklega væri mjög athug- andi að hafa umhverfis borgina fjölda smábýla, sem fjölskyldur ættu og hefðu þar matvælaframleiðslu fyrir sig. Þar hefðu allir eigendur þeirra svefnstað, þótt vinnan færi fram í borginni. Þetta mundi tengja fjölskyldur og þar viðhéldi fólkið vöðvunum á gagnlegan hátt, með hóflegri áreynslu við framleiðslu á hollum og náttúrlegum matvælum. Um leið og nauðsynlegum undir- búningi er lokið, verður hafist handa með byggingu borgarinnar. Byrjað væri á þinghúsi. Alþing væri flutt um leið og húsið yrði tillbúið. Fólk sem er að flosna upp úr dreifbýlinu fengi vinnu við þetta, með betri kjörum en annars staðar byðist og framtíðar búsetu. Að sjálfsögðu væru allir Islending- ar boðnir velkomnir til búsetu í hinni nýju höfuðborg og þá sérstaklega þeir sem búa við yfirvofandi hættu. Líklega breytist fljótlega viðhorf varðandi þessa miklu dreifingu borg- arinnar eins og hún er í Reykjavík Hin nýja höfuðborg yrði þá háreist- ari og jafn margir íbúar á miklu minna flatarmáli. Ferðir fólks færu þá í auknum mæli fram í lyftum og bandstigum. Gangbrautir úti væru með færiböndum með mismunandi hraðastigum. Olíuknúin farartæki heyra þá sögunni til. Austfirðingar þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir fara að selja á lágu verði raforku og land undir ál- ver. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, Húsafelli. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.