Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 53^ MINNINGAR esar Markússonar mína dýpstu sam- úð. Guðl. Helgason. Jóhannes Markússon flugstjóri andaðist á föstudagskvöldi, 29. sept- ember síðastliðinn, og hafði veikst viku áður, en komst ekki til meðvit- undar eftir það. Andlát hans kom sem reiðarslag. Jóhannes hafði, sam- kvæmt því sem við best vissum, notið góðrar heilsu alla sína ævi. Hann hafði stundað hlaup og sund frá því við kynntumst, verið reglusamur í hvívetna, grannur og léttur á sér, svo andlát hans kom svo sannarlega á óvart. Við kynntumst Jóhannesi og eig- inkonu hans, Viktoríu Kolbeinsdótt- ur, þegar þau hófu byggingu húss síns í Skerjafirði í lok sjötta áratug- arins. Þá voru fá hús í Skerjafirði og fjölgaði þeim ekki fyrr en nýtt skipu- lag hafði verið samþykkt hjá Reykja- víkurborg. Um sama leyti hófum við að reisa okkur parhús þar í nágrenn- inu, ásamt Svölu Thorarensen og Reyni Sigurðssyni, systur, mági og svila. Hófst strax kunningsskapur og vinátta milli okkar allra og þeirra hjóna, sem hélst alla tíð. Ymis mál varðandi byggingar okkar þurftum við að leysa í sameiningu, eins og td. vegalagningu, vatnslögn og holræsi. Allt gekk það að óskum og styrkti fljót og góð kynni. í febrúarmánuði árið 1984 urðu þau Jóhannes og fjölskylda hans fyr- ir því mikla áfalli að Dedda (Viktor- ía) andaðist skyndilega, þegar þau hjónin voru á ferðalagi í útlöndum. Þetta var gríðarlegt áfall. Dætumar þrjár voru þá enn á skólaaldri, en sonur þeima, Kolbeinn, starfaði hjá Flugleiðum. Dedda var heimavinn- andi húsmóðir og hafði ásamt Jó- hannesi búið fjölskyldunnni afar fal- legt og notalegt heimili og kom það að mestu í hennar hlut að ala bömin upp og annast þau, þar sem eigin- maðurinn var oft langdvölum í út- löndum vegna starfs síns. Fórst henni það ákaflega vel úr hendi og eru öll þeirra böm góður vitnisburð- ur þess. Við áttum margar góðar stundir saman, nágrannarnir og frumbyggj- amir í Skerjafirði, og vænt þótti okk- ur um það þegar Jóhannes hringdi og spurði hvort hann mætti ekki bjóða okkur í haugdrykk. Þeir hefðu gjarnan mátt verða fleiri og alltaf var hófsemin í fyrirrúmi. Jóhannes var meðal fyrstu at- vinnuflugmanna Islendinga og hóf fljótlega að starfa hjá Loftleiðum, sem þá voru að hasla sér völl í milli- landaflugi íslendinga. Hann tók þátt í þeirri uppbyggingu og þróun, nokk- urn veginn frá upphafi. Hann lagði sig allan fram, eins og aðrir starfs- menn fyrirtækisins þurftu að gera, til að skapa það stórveldi í íslenskum rekstri, sem Loftleiðir síðan urðu. Hann var alla tíð flugmaður og síðan flugstjóri og stjómaði öllum gerðum flugvéla hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum. Hann naut mikils álits meðal flugstjóra. Hann var gætinn og nákvæmur og bar hag félagsins fyrir brjósti. Einnig gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir það, sat m.a. í stjóm þess í mörg ár. Þegar við þurftum að ferðast flugleiðis til út- landa, reyndum við ævinlega að haga því þannig, að Jóhannes sæti við stjórnvölinn - þá var ekkert að ótt- ast. Jóhannes var vel lesinn maður í bókmenntum. Hann hafði gaman af ljóðalestri og fór oft með heilu kvæð- in utanbókar ef því var að skipta. Tómstundir átti hann ekki margar, en naut þess, eftir að hann hætti flugi, að ferðast til fjarlægra landa, bæði til að heimsækja kunningja og sjá eitthvað nýtt. Með þessum orðum kveðjum við Jóhannes Markússon og minnumst eiginkonu hans og þökkum þeim góða og trygga samfylgd. Alma og Bjami. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurveig Guð- mundsdóttir fæddist í Þómnnar- seli í Kelduhverfí í N- Þing. 3. maí 1909. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 3. október. Hún Veiga fi-ænka, afasystir mín, er dáin. Síðust af þeirri kynslóð ættmenna minna í frændgarði föður míns. Veiga var um margt merkileg kona og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hún giftist aldrei og varð engra barna auðið, en lífsglöð var hún ætíð og ger til orðs og æðis. Sigurveig var mikil hamhleypa til verka og dugn- aðarforkur og fór snemma að vinna fyrir sér að lokinni skólagöngu, sem að skaðlausu hefði mátt Ijúka með stúdentsprófi, ef ekki meira! En þá voru aðrir tímar og þó svo að eldri bræður hennar; Arni læknir, afi minn og Jón, úr fyrsta útskriftarár- gangi MA, gengju menntaveginn var Veiga enginn eftirbátur þeirra í and- legu atgervi, nema síður væri! Veiga vann mestallan hluta starfs- ævi sinnar við hlið Jóns bróður síns á sameiginlegri umboðsskrifstofu hans fyrir Happdrætti Háskóla ís- lands og þá tryggingarstarfsemi sem hann var í forsvari fyrir. Var hún honum allt í senn; hægri hönd, stoð og stytta og betri en nokkur bróðir, og svei mér þá ef hana vant- aði frá vinnu einn einasta dag! Ég kynntist Veigu er hún bjó í föð- urhúsum á Bjarmastíg ásamt Guð- mundi Birni, langafa mínum og ráð- skonu hans; Fanneyju. Langamma mín; Þórunn, móðir Veigu, hverri ég heiti eftir að millinafni af sérstökum ástæðum, var þá gengin á braut. Til er ljósmynd frá þessari heimsókn minni norður sem átti eingöngu að vera af fjórum ættliðum feðga á Bjarmastíg; þeim Guðmundi, Ama, Hauki og Sigurði, en ef grannt er skoðað má sjá þar glitta í vanga Sigurveigar, sem ekki hefur getað stillt sig um að gægjast fyrir húshornið um leið og smellt var af og Ijær það mynd þessari ákveðið skemmtigildi. Svo að ég tali um ljósmyndir þá átti Veiga hangandi uppi á vegg mjög merkilega Ijósmynd sem hún hafði tekið sjálf af fossinum Glanna í Norðurá í Borgarfirði. Á henni sést lax í miðju stökki, í hæstu stöðu og allur á lofti, á leið upp fossinn. Flest- ir sem séð hafa myndina neita að trúa því að hún hafi tekið hana, svo glæsileg er hún og myndi hver at- vinnuljósmyndari fullsæmdur af vera. Er hún því merkilegri ef tekið er tillit til þess tíma ljósmyndavéla og framköllunartækni. En þetta var nú útúrdúr. Líkam- legt atgervi Veigu var mikið, hún var sundmanneskja hin mesta svo lengi limir leyfðu, byrjaði daginn alltaf á því að fara í sund. Hún var KA-mað- ur fram í fingurgóma og hún og stall- systur hennar unnu sér það og félag- inu til frægðarað verða fyrstu Islandsmeistarar þess í flokkaíþrótt- um með kvennaliði þess í hand- knattleik. Mig brestur samt minni og vitneskju um árið og reyndist erf- itt og alls endis ómögulegt að nálgast hana á þessari, að okkur er sagt, raf- rænu upplýsingaöld! Verst þótti mér að þetta skyldi ekki vera rafrænt bókfært hjá félaginu sjálfu og reynd- ar var þar svo að sjá sem þar væri eingöngu leikinn handknattleikur karla. Ja, svei! Þetta segi ég þar sem Veiga færði handknattleiksdeild félagsins að gjöf MATTHÍAS JOCHUMSSON + Matthías Jochumsson fæddist f Reykjavík 12. október 1905. Hann lést 26. sept- ember siðastliðinn og fér útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 29. septem- ber. Látinn er föðurbróð- ir minn Matthías Jochumsson 94 ára að aldri, hann var elstur sinna sjö systkina og lifði þau öll. Það þarf því engan að undra þó komið væri að endalokum. Matti lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum og stundaði sjómennsku lengi framan af, þ. á m. öll striðsárin. Það má því ætla að ömmu minni Diljá hafi ekki alltaf verið rótt á þeim árum með eiginmanninn og tvo syni til sjós. Seinni starfsárin vann Matti í Landakoti, fyrst sem byggingar- verkamaður, seinna sem almennur starfsmaður hjá systrunum í Landa- koti við góðan orðstír. Matti bjó lengi vel heima hjá ömmu og afa að Öldugötu 17, þar sem honum auðnaðist ekki að festa ráð sitt og stofna eigið heimili. En við fráfall ömmu keypti Matti sér íbúð að Hringbraut 39 og bjó þar til skamms tíma er hann flutti í Selja- hlíð. Matti var því mjög nákominn okk- ur systkinabörnum sínum ekki síður en eigin dætrum, þeim Erlu og Þór- unni. Á Öldugötu 17 var jafnan mjög gestkvæmt, segja má að heimilið hafi verið hálfgerð miðstöð fyrir vini og frændfólk, en frænd- garðurinn var stór og amma Diljá með endemum frændrækin, gestrisin og ættfróð. Það er óhætt að segja að Matti hafi allt- af verið maður gleði og gáska, það sást best þegar hann hélt upp á 90 ára afmælið sitt fyr- ir fimm árum síðan, þá bauð hann öllum vinum og vandamönnum til veglegrar veislu og mættu hvorki meira né minna en um 100 manns og var hófið einstaklega eftir- minnilegt og skemmtilegt fyrir alla sem komu. Þangað komu dætur hans tvær frá Bandaríkjunum og fleiri frænkur komu um hálfan hnöttinn til að heim- sækja frænda sinn. Frændi hafði haft hug á að halda upp á 95 árin með áþekkum hætti hinn 12. október, en það fór á annan veg, sjálfsagt hefur honum verið ætl- að að halda upp á þá veislu annars staðar. Matti hafði náið og gott samband við dætur sínar tvær sem búsettar eru í Bandaríkjunum, þangað heim- sótti hann þær árlega allt fram á síð- ustu ár. Hér heima naut hann einstakrar umhyggju systrabarna sinna Karítasar, sem reyndust honum jafn umhyggjusöm og bestu börn, fyrir það ber að þakka. Að leiðarlokum þakka ég frænda samfylgdina, við fjölskyldan sendum dætrum hans og fjölskyldum samúð- arkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans. Unnur Tómasdóttir. andvirði íbúðar sinnar sem hún bjó í seinni ár ævi sinnar ásamt Fann- eyju, við bakka Glerárinnar, innan búðar, erki- og eilífðar-, innanbæjar- rígs andstæðinganna, Þórsara! Veiga var mikill náttúruunnandi og stofnfélagi Skógræktarfélags Ak- ureyrar. Einnig var hún mikill bridgemaður og bauð reglulega til spilamennsku heima hjá sér. Hún bjó á Akureyri alla tíð, allt frá því að hún flutti þangað úr Kelduhverfi, og vildi hvergi annars staðar búa. Gott var að sækja hana heim og Fann- eyju, meðan hennar naut við, blessuð sé minning hennar. Aldrei var þar á auman að sækja, það var frekar hitt að maður þyrfti að halda í við sig! Sigurveig var skarpleit, grann- holda og léttstíg kona enda gekk hún flestallra sinna ferða. Ásjóna hennar bar ætt hennar sterkt vitni og ætt- fræðin var einmitt ein af ástríðum hennar og það voru og eru margir sem bæði geta og vilja teljast til frændgarðs hennar og höfðu kynni af henni og þá langtum fleiri en við nánustu frændurnir úr mínum legg. Þessu fólki kunni hún öllu skil á og hélt því til haga og kynnum við það. Ég hef ekki hingað til lagt í vana minn að skrifa minningargreinar og les þær sjaldnast, nema ef sérstakar ástæður liggja til. Þessi grein er í raun samnefnari fyrir allar þær greinar sem ég hefði getað ritað um burtgengna áa mína og frændur úr báðum ættum; afa mína og ömmur og aðra nána þeim samtíða og yngra skyldfólk einnig. Allt hið besta og gjörvasta fólk. Þetta er einnig til minningar um ykkur. Þeir sem __ þekkja mig og þetta lesa vita hverra manna! Einmitt þá bók gafstu mér, Veiga mín, þá vetrarmánuði er ég dvaldi hjá þér. Ritaða af frænda okkar Árna Óla. Þar var að fínna fróðleik um ættföður mína af Kjarnaætt og aðrar ættir keldhverfskar og mun ég ætíð geyma þessa bók í fórum mín- um. Ég veit að föður mínum hefur þótt gott að hafa verið staddur á æsku- slóðum er þú skildir við og þá að geta kvatt þig. Það stóran sess hefur þú skipað í lífi hans. Alið á velvild og virðingu í þinn garð sem hann miðl- aði áfram til okkar barnanna sinna og við áttum kost á að sannreyna sjálf hvert sinn er við heimsóttum þig og nutum gestrisni þinnar eða þáðum þær prjónaflíkur að gjöf sem þú hafðir sjálf lagt vinnu þína í og ég á enn sumar hveij ar! Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Ég tala fyrir munn allra fjölskyldmeð- lima, fyrrverandi sem annarra, að við munum alltaf minnast þín með lotningu og hlýju í hjarta, Veiga frænka. Hvíl í friði. Þinn frændi, Sigurður Þórir Hauksson. JÓNÞÓR JÓNSSON + Jón Þór Jónsson fæddist á Rauf- arhöfn 11. ágúst 1960. Hann Iést á heimili sfnu í Svíþjóð 7. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 21. sept- ember. Enn í dag, þrem vik- um frá andláti þínu, á ég bágt með að trúa að við munum ekki eiga fleiri stundir saman í þessu lífi. Efst í huga mér er það lán sem ég hef átt að alast upp með þig sem stóra frænda, ég sem er tveim árum yngri en þú, við vorum yngstu börn tveggja systra af sex sem koma frá Harðbak á Mel- rakkasléttu. Þú varst mér góð fyrir- mynd, alltaf þolinmóður við litla frænda þinn, hvað sem honum gekk til. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að koma inn á Rauðalæk og leika við þig. Þar var aldrei setið auðum hönd- um, fótbolti, glíma, kabboy-indíána- leik eða að stríða Jakó tvíburasystur þinni. En það var uppáhaldsleikur- inn okkar! I öllum okkar kappleikj- um hagaðir þú úrslitum ætíð þannig að litli frændi færi með sigur af hólmi. Þegar við urðum eldri vorum við báðir í skátunum, en í sitt hvoru skátafélaginu. Eitt sinn fékk ég að fara með þér í útilegu, þótti mér það mikill heiður að vera með stóra frænda og félögum hans. Þú varst alltaf meiri skáti en ég og stundaðir þann félagsskap af krafti í fleiri ár. Síðar höguðu örlögin því þannig til að við eyddum þrem sumrum saman í vinnu hjá RARIK og eru það án efa betri sumur ævi minnar. Þar stund- uðum við okkar uppáhaldsiðju, að ferðast um ísland. Sérstaklega eru mér minnisstæðar tvær vikurnar sem við héldum til á Harðbak, bæ afa okkar og ömmu. Vorum við þar ásamt Gretti og Jónasi, félög- um okkar þessi sumur hjá RARIK. Gengum fram og til baka yfir Melrakkasléttu, veidd- um silung í matinn og nutum útiverunnar. Skömmu síðar hélst þú til Svíþjóðar í nám. Við vorum reglulega í sambandi fyrstu árin en síðan urðu samveru- stundir færri, þegar fjölskyldur okk- ar stækkuðu. Ég náði þó að heim- sækja þig þrisvar sinnum fyrstu árin, tvisvar ásamt Sæunni eigin- konu minni og Gísla Rafni, fyrsta barni okkar. Ekki var að spyija að því, þú tókst á móti okkur eins og þér einum var lagið. Alla tíð var stutt L spaug og góða skapið alltaf til staðar. Sérstaklega er mér minnisstætt hvað þú hafðir gott lag á Gísla og kenndir honum meðal annars að hjóla. Með þessum orðum og góðum minningum kveð ég þig, Jónki frændi. Þar sem ég var fjarverandi þegar minningarathöfn fór fram vil ég senda mínar innilegustu samúðar- kveðjur til móður þinnar Borghildar, systkinanna Hildar, Margrétar, Árna og Jakobínu, eiginkonu þinnar Maríu og sonanna tveggja, Davíðs Alexanders og Jakobs Arna. Guðmundur Ásgeir Bjömsson. Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kðpavogl SÓLSTEINAR Simi 564 4566 Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur aftnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Ki'inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar aftnælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.