Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Samræmt átak gegn spilafíkn Á undaníomum þing- um hafa verið lögð fram ýmis þingmál sem tengjast spilafíkn og fjárhættuspilum. Má þar nefna framvarp til laga um að banna spila- kassa. Þessi þingmál hafa ekki hlotið af- greiðslu. Nú er leitað nýrra leiða til að stemma stigu við þessu alvarlega og vaxandi þjóðfélags- meini. Um þær leiðir verður að nást almenn og breið samstaða. Þess vegna hafa þingmenn úr öllum flokkum á Al- þingi ákveðið að leggja fram þings- ályktunartillögu um að nú þegar verði skipuð nefnd með fulltrúum allra þingflokka og henni falið annars veg- ar að afla greinargóðra upplýsinga um útbreiðslu spilafíknai- meðal Is- lendinga, kanna umfang þeirra eigna og fjármuna sem viðkomandi hafa fórnað og leita úrræða til leysa vanda þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem búa við þennan alvarlega sjúk- dóm og leiða til að stemma stigu við í'rekari útbreiðslu hans. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi standa að þingsályktunartillögu þessa efnis. Áhugamenn boða til fræðslufundar Því fer fjarri að baráttan gegn spilafíkninni sé einskorðuð við Ál- þingi. Fjöldi blaðagreina ber þess vott að margir era reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við spilafíkninni. Ánægjulegt er að áhugamenn gegn spilafíkn hyggjast standa fyrir fræðslu- fundi næstkomandi laugardag, 11. nóvem- ber, í Arsal Hótels Sögu kl. 14 og hafa þeir boðið bandarískum sérfræð- ingi til að halda þar fyr- irlestur. Fyrir fáeinum mánuðum buðu full- trúar margra þeirra að- ila sem reka spilakassa hér á landi til fúndar þar sem erlendur fyrir- lesari, einnig frá Banda- ríkjunum, ræddi spila- fíkn og rekstur spila- víta. Sá maður bar af þeim blak og gerði lítið úr skaðsemi spilafíknar. Mikilvægt er að umræða fari fram þar sem þessi mál eru skoð- uð frá öllum hliðum og er það því sér- stakt fagnaðarefni að hingað skuli fenginn aðili til að fræða okkur um spilafíknina frá sjónarhóli þeirra sem hún hefur leikið grátt. Spilafíkn fer ekki í manngreinarálit Ljóst er að um leið og spilasalir hafa verið opnaðir víðs vegar um landið og alls kyns getraunaleikir, sem gefa von um háar peningaupp- hæðir í vinning, hafa orðið algengari og spilakassar leyfðir til fjáröflunar fyrir ýmis samtök hefur komið í ljós að margir ánetjast þeirri spennu sem leikjum af þessu tagi fylgir og verða henni háðir. Þannig hafa margir hætt aleigu sinni, heimili og fjöl- skyldu í von um skjótfenginn gróða. Nú munu vera um 900 spilakassar á Ögmundur Jónasson Fjárhætttuspil Það er sérstakt fagnað- arefni, segir Ögmundur Jónasson, að hingað skuli fenginn aðili til að fræða okkur um spila- fíknina frá sjónarhóli þeirra sem hún hefur leikið grátt. liðlega 370 stöðum á landinu. Spilafíkn og ásókn í fjárhættuspil fer ekki í manngreinarálit og spyr ekki um stétt eða stöðu þótt ljóst sé að margir sækja í spilakassa og get- raunaleiki með þá hugmynd að leiðar- ljósi að reyna að bæta annars lélega fjárhagsstöðu sína. Auk þess er full- yrt að þeir sem hafa þörf fyrir að flýja raunveruleikann af einhverjum ástæðum sækja ekki síður í fjár- hættuspil en vímuefni og að misnotk- un áfengis og vímuefna - og ásókn í fjárhættuspil af ýmsum toga fer oft saman. Vandinn kemur okkur öllum við Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á síðasta ári má ætla að um 12 þúsund Islendingar eigi nú við sjúk- lega spilafíkn að stríða. I þeim hópi má ætla að séu um 4-5 þúsund ung- menni á aldrinum 16-20 ára. Einnig liggja fyrh- upplýsingar um að sífellt fleiri sjúklingar sem koma til með- ferðar vegna áfengissýki eigi einnig við spilafíkn að stríða. Spilafíkn er þannig óumdeilanlega orðin þjóðfé- lagsmein sem kemur allrí þjóðinni við og sameinuð á þjóðin að bregðast við þessum vanda. Höfundur er alþingismaður. Opið hús laugardag 16 SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA Iiugmyndiiinnbiástur 25% verðlsekkun Eidhúsinnréttingar kirsuber rammi no. 09,- (kirsuberjalilað birki), meðan birgðir endast. Þín bíSa margir möguleikar - og allir fáanlegir fyrir jól. HAMRABORG 1.200 KÓPAVOGI. SÍMI554 4011. NETFANG: lnnval@innval.is Listin að kenna Guðlaug Anna María Guðmundsdóttir Gunnarsdóttir ALLIR þekkja lík- inguna um toppinn á ísjakanum. Isjakar mara að mestum hluta í kafí þannig að toppur- inn stendur upp úr en undir yfírborðinu er megnið af honum. Ym- is störf eru lík ísjakan- um. Sem dæmi má nefna leikarann sem stendur á sviði á með- an á leiksýningu stend- ur. Engum dettur í hug að hann hafi farið þangað án undirbún- ings. Konsertpíanist- inn virðist koma tón- verkinu áreynslulaust frá sér. Engum dettur í hug að hann geri það æfingalaust. Þingmaðurinn situr í þingsal á meðan mál eru tekin til umfjöllunar og afgreiðslu. Hvað gerir hann utan þingsala? Skyldi slökkviliðsmaðurinn einungis starfa meðan eldur brennur? Fréttamað- urinn í sjónvarpinu er ekki bara að vinna á meðan á útsendingu stendur. Hið sama gildir um kennara og störf þeirra. Kennslustundin er einungis toppurinn á ísjakanum. Störf kennara í framhaldsskólum eru fjölbreytileg og flókin og vinnu- tíminn ekki sýnilegur nema að hluta. Hann felst í gr'ófum dráttum í því að undirbúa kennslustundir, lesa sér til, taka saman gögn sem þegar eru til, búa til ný námsgögn og ákveða hvernig best sé að haga sjálfri kennslunni. Ætlar kennarinn að halda fyrirlestur eða láta nemendur vinna verkefnavinnu í hópum? Á að nota kennslutæki, s.s. myndvarpa eða tölvur? Á að sýna myndband eða nota geislaspilara? Raungreina- kennarar þurfa t.d að hafa til tæki, tól og ýmis efni til nota í kennslu. Þeim kennurum fjölgar sífellt sem nota tölvur, forrit eða Netið við kennsluna en það gerir enginn án mikils undirbúnings. Kennslan sjálf er ekki ólík því þegar píanistinn, leikarinn og frétta- maðurinn koma fram. Kennarinn er að „performera“. Þegar kennslu- stundin er hafin reynir á margt sem kennarinn er sérfræðingur í. Hann má búast við óvæntum uppákomum. Hann þarf að kunna þá kúnst að vekja áhuga nemenda sinna og miðla efninu á heppilegan hátt. Hann þarf að koma til móts við kröfur nemenda sinna og væntingar og halda þeim viðpfnið. Urvinnsla úr kennslustundum er ólík eftir greinum líkt og undirbún- ingurinn en allir kennai'ar þurfa að leggja mat á það hvort þeir séu á réttri leið eða hvort þeir þurfi að breyta vinnulagi sínu. Auk þess þurfa þeir að meta námsárangur og vinnu nemendanna. Samstarf og samvinna Onnur vinna kennara er af marg- víslegum toga; þar má nefna sam- starf við aðra kennara, námsráð- gjafa og stjórnendur. Algengt er að litlir og stórir hópar kennai'a kjósi að vinna sameiginlega að verkefnum sem þeir hafa frumkvæði að sjálfir eða vinna að ósk stjórnenda sinna. Námsráðgjafar starfa nú við alla framhaldsskóla og vægi starfa þeirra þyngist sífellt. Óhjákvæmi- lega þurfa þeir að ráða ráðum sínum í samvinnu við kennara. Oft eru afar viðkvæm mál þar á döfinni sem brýnt er að leysa af fagmennsku. Líf eða sálarheill nemenda getur verið að veði. Algengt er að nemendur leiti til kennara sinna utan kennslustunda. Fyrir kemur að þeir missi af kennslustundum og óski þá eftir upplýsingum og aðstoð. Algengt er að foreldrar hafi samband við kenn- ara barna sinna. Þá er gjarna hringt heim til kennaraað kvöldlagi. Símtöl af því taginu eru vinna sem hvergi er nefnd í kjarasamningum. Kröfur eru gerðar til kennara um endurmenntun og þeim er vissulega nauðsynlegt að fylgjast með nýjung- um eins og öðrum stéttum. Tölur sýna að íslenskir kennarar eiga met í því að sækja endurmenntunarnám- skeið. Það skilar sér í því að íslenskir framhaldsskólai' eru framarlega í flokki þegar kemur að tækninýjung- um og hér á landi hefur verið unnið mikilvægt frumkvöðlastarf í fjar- kennslu. Dylgjur um staðnað skóla- starf eru með öðrum orðum ekki á Kennarar Framhaldsskólakennar- _ ar eru ennþá til á Is- landi, segja Anna Marfa Gunnarsdóttir og Guð- laug Guðmundsdóttir, því kennsla og vinna með námfúsu fólki er gefandi og skemmtileg. rökum reistar. Endurmenntun kennara er að miklu leyti undir þeim sjálfum komin og dæmi eru um það að þeir þurfí sjálfir að greiða þann kostnað sem endurmenntunin út- heimtir. Afleit vinnuaðstaða Vinnuaðstaða kennara er víða fyr- ir neðan allar hellur. Fáir skólar á íslandi eru byggðir utan um þá starfsemi sem þar á að fara fram. Það sést á því að víða er lítil sem eng- in vinnuaðstaða fyrir kennara og fundaherbergi fá ef nokkur. Kennslustofurnar eru gernýttar í kennslu allan daginn og jafnvel á kvöldin. Tölvukostur fyrir kennara er í flestum skólum algerlega ófull- nægjandi. Sem dæmi má nefna að kennarahópur sem telur á annað hundrað manns hefur fjórar tölvur til afnota. Algengt er að fímm til tíu manns deili einni tölvu og sá kennari sem getur gengið að skrifborði til að vinna við má teljast heppinn. Af þessu leiðir að kennarar neyðast til að vinna heima hjá sér. Kennarar kosta þá vinnuaðstöðu sjálfir og vinnutíminn þar er ekki sýnilegur. Ástæðan fyrir því að ennþá eru til framhaldsskólakennarar á Islandi er sú að kennsla og vinna með námfúsu fólki er gefandi og skemmtileg. Mik- ilvægi starfsins er þar að auki óum- deilanlegt og það gefur starfinu mik- ið gildi en þetta er ekki nóg. Nú má það ekki dragast deginum lengur að viðurkenna störfin sem eru að baki hverrar kennslustundar og meta þau til verðugra launa. Sá vandi blasir nú við öllum þeim sem skólinn varðar að þrettán hundruð framhaldsskólakennarar og þar af leiðandi 20 þúsund framhalds- skólanemendur hafa lagt niður störf. Á fimmtán ára tímabili er þetta í fimmta skipti sem þessi staða kemur upp. Enn og aftur heyra kennarar sömu tugguna um prósentutölur og meðaltal hámarkslauna. Samnings- vilji stjórnvalda er ekki sýnilegur á þessari stundu og kennarar geta ekki slegið af kröfum sínum. Starf þeirra er einfaldlega flóknara og erf- iðara en svo að það sé vinnandi fyrir lægri laun en þeir gera kröfu um. Anna María kennir við Fjölbrauta- skólann íBreiðholti, Guðlaug kennir við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.