Morgunblaðið - 11.11.2000, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 11.11.2000, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 75/ BRIDS Hinsjnn Uinlmundur Páil Aniarson í TVÍMENNINGI togast á tvær grundvallarhvatir mannsins - öryggisþörf og græðgi. Hér er spil frá | Sandgerðismótinu, sem | varpar ljósi á þessa tog- | streitu. Norður * K4 vDlO ♦ DG42 * K8763 Suður * Á972 VÁKG3 ♦ 865 m * Á5 Flest NS-pörin enduðu í ™ þremur gröndum án þess að mótherjarnir skiptu sér nokkuð af sögnum. Hvern- ig myndi lesandinn spila með smáum spaða út? Tvær leiðir koma til greina: Ef laufið er 3-3 fást tíu slagir með því að spila því strax þrisvar. Ef litur- | inn fellur ekki er samning- J urinn hins vegar kominn 'I niður. Líkur á 3-3 legu eru » tæplega 36%, svo þessi leið verður að teljast nokk- uð gráðug. Hin spilaleiðin, sem byggist á örygginu, gefur oftar níu slagi, en litla möguleika á þeim tíunda. Hún felst í því að spila tvívegis tígli að litlu hjónunum. Norður ♦ K4 v D10 ♦ DG42 * K8763 Vestur Austur A D10653 4> G8 v 9874 ♦ 652 ♦ Á10 ♦ K973 * 109 * DG42 Suður ♦ Á972 VÁKG3 Í* 865 + Á5 Vestur á tæplega DG10 í spaða, svo besta byrjunin er að rjúka upp með kóng blinds til að stífla litinn í 5-2 legunni. Taka svo hjartadrottningu og fara heim á hjarta. Spila þá tígli að DG. Austur fær slaginn og spilar spaða- Ígosa, en hann er dúkkað- ur. Þá stafar engin ógn lengur af spaðanum og hægt að sækja níunda slaginn með því að spila tígli aftur að blindum. Aðeins fjórum sagnhöf- um tókst að vinna þrjú grönd, en spilað var á 20 borðum. ÍMORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Árnað heilla, Morgunblaðinu, áKringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla "| /\/\ÁRA afmæli. JL V/\/Nk. mánudag 13. nóvember verður 100 ára Guðmundur Daðason, fyrrverandi bóndi á Ósi á Skógarströnd, Hraunbæ 152, Reykjavfk og Dvalar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Guðmundur tekur á móti gestum í Þórshöll, Brautarholti 20, á morgun, sunnudaginn 12. nóvember. Guðmundur biður þá sem vilja gleðja hann og heiðra í tilefni af- mælisins að gera það með því að styrkja hið nýstofn- aða Vinafélag Holtsbúðar. Ljósmynd/Rúnar Pór BRÚÐKAUP. Gefln voru saman 12. ágúst sl. í Akur- ejrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Guðmunda Elías- dóttir og Friðrik Friðriks- son. Heimili þeirra er að Akraseli 6, Reykjavík. Ljósmynd/N orðurmynd BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 19. ágúst sl. í Dalvík- urkirkju af sr. Magnúsi Gamalíel Gunnarssyni Hólmfríður Skúladóttir og Tryggvi Kristjánsson. Heimili þeirra er að Böggv- isbraut 19, Dalvík. SlvVk Umsjón llelgi Áss Grétarsson Islensk kvennaskák hefur liðið fyrir það á und- anförnum 16 árum að ekki skyldi vera sent íslenskt lið í kvennaflokk á Ólymp- íuskákmótum. Eftir tölu- vert stapp var í ár loksins ákveðið að senda lið og vakti það töluverða at- hygli. Einhvern tíma mun taka að byggja upp blóm- legt umhverfi fyrir ís- lenskar skákkonur en með þátttöku á Ólympíumóti er stórt skref stigið. Þó að árangurinn verði brösótt- ur til að byrja með býr það í haginn þegar til lengri tíma er litið. Staðan kom upp í við- ureign Islands og E1 Salvador í kvennaflokki á Ólympíu- skákmótinu í Istanbúl sem nú stendur yf- ir. Hvítt hafði Guðfríður Lilja Grétars- dóttir gegn Sonja Zepeda (2046). 23.Rf6! Bxf6 Bæði 23.. .gxf6 og 23...DÍ8 væri svarað með 24.Dh5! og hvítur vinnur. 24.exf6 g6 24.. .Rxf6 hefði ekki dug;að til að bjarga svörtum sök- um 25.Bxf6 gxf6 26.Dh5! og hvítur vinnur. 25.Hxe6! Rf8 25...fxe6 26.f7+ og svarta drottningin fellur. 26.Rxf7+! Dxf7 27.He7 h5 28.Df4 og svartur gafst upp saddur lífdaga. Drengja- og telpnameist- aramót íslands verður haldið um helgina á Akur- eyri og hefst taflið í dag, 11. nóvember. Því verður fram haldið á morgun. Hvítur á leik. LJOÐABROT TIL HINNA DAUÐU Til ykkar, sem genguð á undan mér þennan veg íeldskini hnígandi sólar, er ljóð mitt kveðið. Ég veit, að þið leituðuð sjálfir þess sama og ég, og sams konar miskunn og hamingju um var beðið. Nú vitið þið allir með vissu, hvað hefur gerzt, að það var ekki neitt, hvorki úthverfa lífsins né rétta. í blekkingum sjálfs sín maðurinn ferðast og ferst, og fyrst þegar menn eru dauðir - skilja þeir þetta. Það er kynleg speki og kannski of þung fyrir menn, og það kostar mikið að öðlast þekkingu slíka. En ég, sem er lifandi maður og ungur enn, er ekki svo grænn sem þið haldið: Eg veit það líka. Steinn Steinarr. STJÖRIVIJSPA eftir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert nokkuð viss um hvað þú vilt, en ákveðni þín getur reynst öðrum fullmikil stjórnsemi. Hrútur (21. mars -19. apríl) Nú reynir á þolinmæðina og þú skalt reyna að láta á engu bera, þótt þér líki ekki allt. Það er betra að gera fáa hluti vel en marga illa. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft ekki að réttlæta all- ar þínar gjörðir fyrir öllum. Þeir sem máli skipta munu sjá framlag þitt og skilja hvað þú leggm- mikið á þig. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AÁ Gerðu þér eitthvað til góða svo þú náir upp þreki og starfsorku. Það hefur lítið upp á sig að djöflast áfram út- keyrður og áhugalaus um hlutina. Krnbbi (21. júní - 22. júlí) *W!fc Taktu það ekki óstinnt upp, þótt vinir og vandamenn vilji sýna þér ást sína og um- hyggju í verki. Njóttu athygl- innar sem þú átt skilið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú kemst lengi’a á samstarfí en sérhyggju svo þú skalt sitja á strák þínum, þótt eitt- hvað komi í ljós sem þér er á móti skapi. Þolinmæði er lykilorðið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) &3(L Oft leitar maður svars langt yfir skammt, þegar ekki ligg- ur ljóst fyrir, hvers spurt er. Vertu hvergi hræddur við að leita aðstoðar, ef með þarf. Vog rrr (23.sept.-22.okt.) Örlæti er eitt, að spreða er annað. Gættu hófs í hverjum hlut, þvi óhóf er andstyggð, sem dregur ljóta dilka á eftir sér. Vertu sannúr umfram allt. Sporðdreki (23. okt. -21.nóv.) Nú er loksins komið að því að þú fáir tækifæri til þess að koma þínum málum á fram- færi. Vertu gagnorður og var- astu að tafsa á hlutunum. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. des.) ItSr Nú verður ekki lengur undan því vildst að ganga frá þeim leiðindamálum, sem þú hefur verið að humma fram af þér. Mikill léttir þegai’ þau eru fræ______________________ Steingeit (22. des. -19. janúar) 4mC Þú ert óvepju vel upplagður þessa dagana og ætth' þvi að nota tækifærið og láta gamm- inn geisa. Gættu þess bara að ganga hvergi of langt. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Það er óþarfi að láta sér leið- ast þau störf sem skyldan býður. Ef þér tekst ekki að nálgast þau úr nýrri átt skaltu leysa þau með viðtekn- um hætti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er margt leyndarmálið sem við nánari skoðun reyn- ist ósköp lítilfjörlegt og í raun hlægilegt að vera að leggja það á sig að þegja yfir þeim. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR HERRAKULDASKÓR Breiðir og góðir leðurskór Málþing um lofts- lagsbreytingar LANDVERND, Fiskifélag Is- lands og Umhverfisstofnun Há- skóla Islands hafa ákveðið að boða til málstofu mánudaginn 13. nóv- ember nk., kl. 16-18, á Grand Hót- el Reykjavík, sama dag og aðildar- ríkjaþing rammasamnings Sam- einuðu þjóðanna um loftslags- breytingar hefst í Haag. Á málstofunni mun Birna Hall- dórsdóttir frá Hollustuvernd ríkis- ins lýsa því hvernig losun gróður- húsaloftegunda hefur þróast sl. ár og gera grein fyrir spá stjórn- valda fyrh- næsta áratug. Guð- bergur Rúnarsson frá Fiskifélagi íslands mun fjalla um hvernig ís- lenski fiskiveiðiflotinn nýtir elds- neyti og um skynsamar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda við fiskveiðar. Þá mun Auður H. Ingólfsdóttir frá Um- hverfisstofnun Háskóla íslands lýsa því hvað hún telur að séu raunhæf markmið og aðgerðir fyr- ir sjávarútveg og leitast við að svara þeirri spurningu hvort stjórnvöld séu á réttri leið í þá átt að takmarka losun gróðurhúsaloft- tegunda við fiskveiðar. Að lokum mun Guðrún Péturs- dóttir, Sjávarútvegsstofnun Há- skóla íslands, fjalla um nokkur dæmi um tækninýjungar sem gætu dregið úr notkun eldsneytis í fiskiskipaflotanum og við haf- rannsóknir. Að loknum framsöguerindum sitja frummælendur við pallborð og svara fyrirspurnum. Málstofan er öllum opin og aðgangur ókeyp- is. •í i Póstsendum Stærðir 40-46 Ekta ullarfóður Verð aðeins kr. 4.990 Ath. breyttur opnunartími á laugardögum kl. 10-16 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754 Þjónusta í 35 ár Helgartilboð 15% afsláttur af okkar geysivinsælu BODYSLIMMERS aðhaldslínu Gelbrjóstahaldarnir frá komnir póstse' ndum undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.