Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 1

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hagur Gore varaforseta vænkast í kosningadeilunum í Flórída Hæstiréttur frestar birtingu lokaúrslita Tallahassee, Washington. Reuters, AP. Alríkisdómstóll í Atlanta neitar að stöðva handtalninguna HÆSTIRETTUR Flórída tilkynnti í gærkvöld að hann hefði bannað Katherine Harris, innanríkisráð- herra ríkisins, að birta lokaúrslit for- setakosninganna í dag eins og hún hafði ráðgert. Ákvörðun dómstólsins eykur líkurnar á því að demókrötum takist að knýja Harris til að viður- kenna niðurstöður handtalningar sem hefur verið hafin í þremur sýsl- um. Demókratar vona að handtaln- ingin verði til þess að frambjóðandi þeirra, A1 Gore varaforseti, vinni upp naumt forskot George W. Bush, forsetaefnis repúblikana, í Flórída og hreppi þar með forsetaembættið. Bush varð fyrir öðru áfalli síðar í gærkvöld þegar alríkisdómstóll í Atlanta hafnaði kröfu repúblikana um að handtalningin yrði stöðvuð á þeirri forsendu að hún bryti í bága við bandarísku stjórnarskrána. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að það væri fyrst og fremst á valdsviði einstakra ríkja að ákveða hvemig leysa ætti deilur um kosn- ingu kjörmanna þeirra. Fyrr um daginn hafði dómari und- irréttar í Flórída, Terry P. Lewis, úrskurðað að innanríkisráðherrann hefði haft rétt til að hafna niður- stöðum handtalningar í sýslunum og gæti því tilkynnt lokaúrslitin áður en þær lægju fyrir. Búist hafði verið við að Bush yrði þá lýstur sigurvegari kosninganna í Flórída og þar með næsti forseti Bandaríkjanna. Áfrýjunin tekin fyrir á mánudagskvöld Demókratar áfrýjuðu úrskurðin- um og hæstiréttur ákvað þá strax að banna Harris að tilkynna úrslitin þar til hann gæfi frekari fyrirmæli. Mál- flutningur lögmanna repúblikana og demókrata íyrir réttinum á að hefj- ast klukkan 19 á mánudagskvöld að íslenskum tíma. Hvor aðilanna fær eina klukkustund til að færa rök fyr- ir kröfum sínum en þeir fá einnig að leggja fram stuttar greinargerðir í dag og á morgun. A1 Gore fagnaði ákvörðun dóm- stólsins. „Bandaríska þjóðin vUl að tryggt verði að öll atkvæðin gildi og að sérhvert atkvæði verið talið með sanngjömum og nákvæmum hætti,“ sagði hann. Hæstiréttur Flórída stöðvaði ekki handtalninguna og henni var haldið áfram í tveimur sýslum, Broward og Palm Beach, þar sem um milljón at- kvæði vom greidd í forsetakosning- unum 7. nóvember. AUs neyttu sex milljónir manna kosningaréttar síns í ríkinu. Kjörstjóm fjölmennustu sýslunnar, Miami-Dade, með tæp- lega 700.000 atkvæði, ákvað einnig í gærkvöld að hefja handtalningu. Bush var með 300 atkvæða for- ystu í ríkinu þegar eftir var að telja tæplega 3.000 utankjörstaðarat- kvæði. Þau þurftu að berast fyrir klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma, á miðnætti að staðartíma, til að verða talin. Flestir stjórnmálaskýr- endur búast við því að Bush fái ívið fleiri utankjörstaðaratkvæði en Gore. Harris, sem er repúblikani, hafði gefið til kynna að hún hygðist til- kynna lokaúrslit kosninganna á há- degi að staðartíma í dag, klukkan fimm að íslenskum tíma, þegar taln- ingu utankjörstaðaratkvæðanna átti að vera lokið. Flórída ræður úrslitum í kosning- unum því sá frambjóðendanna sem fær flest atkvæði í ríkinu hefur þar með tryggt sér nógu marga kjör- menn í sambandsríkjunum til að hreppa forsetaembættið. Kínverjar verði stærri en Japanir Hong Kong. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Kína gera nú gangskör að því að fá kínversk böm til að drekka mjólk fyrir föðurlandið til að þau verði stærri og sterkari en erkifjend- umir, Japanir. Þótt Kínveijar séu hrifnir af ýmsu hnossgæti, sem mai-gai- aðrar þjóðir fúlsa við, svo sem snákablóði og bökuðum svíns- hausum, hefur þá hryllt við mjólk og hvers konar mjólkur- mat. Kínverjar hafa kallað Japani „dvergá* í margar aldir en nú er svo komið að kommúnista- stjórnin í Peking stendur frammi fyrir þeirri hneisu að ungir Japanir em orðnir stærri og þyngri en jafnaldrar þeirra í Kína. „Eina lausnin á vanda- málinu er að drekka meiri mjólk,“ sagði Zhang Baowen, aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína. Stjórnin hefur því ákveðið að sjá skólum í stærstu borgunum fyrir niðurgreiddri mjólk og jógúrt og stefnt er að því að herferðin nái sem fyrst til allra borga landsins og jafnvel smá- bæja. Tími til kominn að sættast“ BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær í Hanoi f Ví- etnam að hafinn væri nýr tími í samskiptum ríkjanna. Kvaðst hann vona að í friðsælli og farsælli fram- tíð tækist að græða þau sár sem „harmleikur" Víetnamstríðsins hefði skilið eftir sig. Þótti það tíð- indum sæta að ávarpi hans var sjónvarpað beint. Var því mjög vel tekið hjá víetnömskum almenningi og hrósuðu margir honum fyrir þá þekkingu sem hann virtist hafa á víetnamskri sögu. „Það var uppörvandi fyrir unga fólkið og tími til kominn að sætt- ast,“ sagði búðareigandinn Tran Dinh Tung. Clinton og konu hans, Hillary, hefur verið fagnað ákaflega livar sem þau hafa komið en hér á mynd- inni er Clinton að koma frá því að skoða Bókmenntahofið í Hanoi, 930 ára gamalt minnismerki, sem helg- að er kenningum Konfúsíusar. MORGUNBLAÐIÐ 18. NÓVEMBER 2000 690900 090000 Arafat reynir að draga úr ofbeldinu Jerúsalem. Reuters, AP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, skipaði í gær palestínskum byssumönnum að hætta að skjóta á ísraelska hermenn af svæðum sem era undir fullri stjórn Palestínu- manna. Er þetta í fyrsta sinn sem Arafat gefur slík fyrirmæli opinber- lega til að reyna að binda enda á átökin á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu sem hafa kostað a.m.k. 236 manns lífið á tæpum tveimur mánuð- um. ísraelskir hermenn skutu fjóra Palestínumenn til bana í hörðum átökum eftir bænasamkomur mús- líma í gær. Arafat sagði að hann gerði nú allt sem á valdi hans stæði til að binda enda á skotárásir af svæðum sem eru undir fullum yfirráðum Palest- ínumanna. „Palestínska þjóðarör- yggisráðið hefur gefið fyrirmæli um að árásunum verði hætt,“ sagði hann í ávarpi sem var útvarpað og sjón- varpað á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, sagði að yfirlýsing Arafats stæðist ekki skoðun og sagði að ísra- elar mættu búast við langri baráttu við Palestínumenn. „Israelar bíða eftir aðgerðum og orðin tóm duga ekki,“ bætti hann við. Leiðtogi Hamas, róttækrar hreyf- ingar Palestínumanna, sagði í gær að hún hygðist hefja nýja hrinu sprengjutilræða í Israel. Reynt að ráða Castro af dögum? Panamaborg. AP. FIDEL Castro, forseti Kúbu, sagði í gær að hreyfing kúbverskra útlaga í Bandaríkjunum hygðist ráða hann af dögum í Pan- ama-borg þar sem hann er nú staddur vegna fundar leiðtoga ríkja Rómönsku Ameríku, auk Spánar og Portúgals. Fidel Castro Castro sagði á blaðamanna- fundi í hóteli sínu að Kúbverska- bandaríska stofnunin, sem er með höfuðstöðvar í Miami, hefði sent menn til Panama til að myrða hann. „Þeir eru þegar komnir til Panama og hafa flutt þangað vopn og sprengiefni," sagði hann. Castro sagði að hreyfingin væri undir stjórn „hins illræmda Luis Posada Carriles, bleyðu sem er al- gjörlega samviskulaus". Kúbu- menn hafa kennt Carriles um sprengjutilræði í kúbverskri þotu árið 1976. Castro bætti við að yfirvöldum í Panama bæri skylda til að „finna leiðtoga hermdarverkahreyfingar- innar og samverkamenn hans, handtaka þá og draga fyrir rétt“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.