Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 45 Hollur er heima hver? SIEMENS sem eiga heima hjá þér! BÆKUR IV á 11 ú r u f r æ ð i r i t LÍF í EYJAFIRÐI Ritstjóri Bragi Guðmundsson. 464 bls. Útgefandi er Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri. Akureyri 2000. BÓK sú, sem hér er til umfjöll- unar, er nokkurs konar handbók eða leiðbeiningarrit handa kennur- um um grenndarkennslu við Há- skólann á Akureyri. Tilgangur útgáfunnar er að „auka þekkingu, skilning og væntumþykju Eyfirðinga sem annarra lands- manna á þessu tiltekna héraði og lífríki þess“, eins og segir í inngangi ritstjóra. Meginhugsunin á bak við svo nefnda grenndarkennslu er að efla fræðslu ungmenna um þeirra heimabyggð til þess að stuðla að framtíð blómlegrar búsetu og mannlífs í firðinum. Ekki verður annað sagt en stefn- an sé góðra gjalda verð og það kann að reynast rétt, að jafnvægi í byggð landsins verði bezt tryggt með ráð- um heimamanna sjálfra fremur en opinberri aðstoð. An efa er það áreiðanlegt, að því betur sem fólk þekkir heimahaga sína þeim mun hugumkærara verður því að festa þar rætur. I bókinni eru 12 greinir eftir 18 höfunda, sem er ætlað með einum eða öðrum hætti að efla þá kennd í brjósti Eyfirðinga, að hollur sé heimafenginn baggi. Þá eru all- margar myndir í tengslum við meg- intexta bókar, en þar að auki er mikil saga sögð í þremur mynda- flokkum. Við upphaf hvers kafla er mynd af munum og minjum og tveir kaflai' bókar eru fleygaðir af mynd- um, annars vegar af húsakynnum á nítjándu og tuttugustu öld og hins vegar af eyfirzkum myndverkum í aldanna rás. Óneitanlega eru þessar myndir til prýði, en á hinn bóginn er þrengt um of að texta með þeim. Annaðhvort hefði átt að sleppa þessum hlutum alveg eða gera veg þeirra miklu myndarlegri í sérstök- um köflum. Langflestar, eða 8, eru greinir um náttúrufar, einkum í Eyjafirði, þá er ein grein um framvindu byggðar á svæðinu, önnur um bók- menntir, síðan er grein um, hvernig beita má grenndarfræði við kennslu ólíkra aldurshópa fólks og síðast skal telja fyrstu greinina í ritinu, en hún er um lærdóminn að baki fræði- greininni. í kaflanum um grenndarfræði eru skýrð undirstöðuhugtök fræði- greinarinnar, sögu-, grenndar- og umhverfisvitund, og síðan hvernig beita má kennslu í umhverfismennt og grenndarfræðum til þess að fólk öðlist skilning á umhverfí sínu. Við fyrstu sýn virðist ekki ýkja mikill munur á þessari svo nefndu grennd- arfræði og átthagafræði, sem löngum hefur verið kennd í skólum, nema nafnið eitt. Aherzlur á einstök atriði eru ef til vill svo lítið aðrar og meira hugað að lífinu í kringum okkur. Ekki er alls kostar rétt, að „ecological education“, eins og grenndarfræði nefnist á ensku, feli í sér, að umfjöllun um vistkerfi sé ætlað meira rúm en áður, enda hef- ur það hugtak verið á hröðu und- anhaldi hin síðari ár. Aðeins er átt við að auka hlut vistfræðinnar, en í þeirri grein er nú mun meiri áherzla lögð á stofna lífvera en áð- ur. Ýmiss konar konar fræðsluferðir í sambandi við allt nám eru hent- ugar til þess að skerpa athyglisgáfu nemenda og dýpka skilning þeirra á efninu. í bókinni er einmitt greint frá slíkum ferðum á áhugaverðan hátt, en nú er farið að kalla slíkai' ferðir vettvangsferðir; orð valið af fordild. Þó er við búið, að ferðirnar komi að litlu gagni, ef ekki hefur verið lagður góður grunnur að þekkingu nemenda áður, því að það er sjaldnast nóg að „benda“ aðeins á hitt og þetta, sem ber fyrir augu. Hvað sem nútíma kennsluháttum líður, hljóta vandaðar kennslubæk- ur í helztu námsgreinum að vera undirstaða traustrar menntunar. Það er dapurt að hugsa til þess, að almennar kennslubækur í náttúru- fræðum handa börnum og ungling- um eru fáséðar. í köflum bókar um náttúrufar Eyjafjarðar ber fyrst að geta fróð- legrar og greinargóðrar svæðislýs- ingar. Þar er fjallað um eyfirzka jörð, land og veður á ljósan hátt. Þá vekur kaflinn um sjó og sjávarlíf forvitni og víst er, að þættirnir um ferskvatnslíf og fuglalíf geta komið áhugasömum náttúruskoðurum að miklu gagni. Sama má reyndar segja um aðra kafla bókarinnar, því að margvíslegur fróðleikur er þar saman kominn og víða leitað fanga eins og í kaflanum um dýralíf á landi. Bókalíf er ágætlega skrifaður kafli, en mikill er missir að því, að fræðiritum eru engin skil gerð. Það er undarlegt, að undanskilja jafnan þátt fræðiritahöfunda í bóklífi þjóð- arinnar, því að framlag þeirra til menningar er sízt minna en ann- arra. Þar geta Eyfirðingar líka stát- að af mörgum afreksmönnum eins og Stefáni Stefánssyni og Ólafi Dav- íðssyni, þótt hvorugur sé fæddur í héraðinu. Flestir bera þættirnir merki þess að vera fyrirlestrar og sýnast vera birtir lítið sem ekkert breyttir. Hér hefði ritstjóri mátt taka til hendinni, samhæfa efni þeirra, en umfram allt gera þá miklu mun aðgöngubetri með því að stytta þá verulega. Jafn- vel hefði ritstjóri mátt ganga svo langt að gera bókina að einni sam- felldri heild, en við það hefði hún orðið mun læsilegri en ella. Ætla má, að það væri meira í ætt við þá stefnu, sem boðuð er í bókinni, að samþætta hinar ýmsu greinir fræða, heldur en að afmarka hvern kafla svo rækilega sem gert er. Bókin sjálf er því að sumu leyti í andstöðu við eigin kennisetningu. Vafalaust geta þeir, sem á þurfa að halda, sótt góðan efnivið í bókina. Hins vegar má ætla, að það tæki drjúgan tíma fyrir flesta að nýta sér efnið til að miðla öðrum. Ekkert hefur verið gert til þess að draga saman efnið eða vinna úr því á nokkurn hátt og ekkert er sagt um hvaða áhöld eru nauðsynleg við náttúruskoðun og hvernig standa ber að verki. Þá kann sumt að valda ruglingi því miður, eins og það til dæmis, að lífverur eru ekki flokk- aðar á sama hátt í köflunum Jarð- vegslíf og Örverulíf. Einnig er vand- séð hvaða erindi síðarnefndi þátturinn á í bók sem þessa. Margar myndir, kort og teikn- ingar eru í bókinni, einnig eru mjög ítai'legar heimilda- og nafnaskrár. Er það til fyrirmyndar. Því er verr, að litgreiningar mynda eru ekki eins og bezt getur orðið. Málfar er jafn misjafnt og höfundarnir eru margir. Sem dæmi má nefna, að í nokkrum köflum er ýmist talað um „á hinum“ eða „á öðrum Norður- löndum", þar sem eðlilegra er að segja „annars staðar á Norðurlönd- um“. Ekki fer vel á að segja, að nemendur feti sig „um refilstigu skólans", og heldur er leiðigjarnt að veirur, örverur, hjóldýr, sveppir, fiskar og blómjurtir „sé að finna“ eða „finnist" hér og þar, þegar völ er á fjölmörgum orðum öðrum, eins og lifa, búa, vaxa, dafna, svo að fá- ein dæmi séu nefnd. Þá skortir tals- vert á að prófarkalestur sé nægi- lega góður. Rannsóknastofnun sem kennir sig til háskóla hlýtur að gera strangar kröfur um vandaðar út- gáfur. SMITH & NORLAND 49L9ÖÖlörstgí)J Uppþvottavél SE 34230 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. J59.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V20 198 I kælir, 105 I frystir. Hxbxd = 170x60x64sm. *■ 55.900 kr. stgr.) Bakstursofn HB 28054 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð á fínu verði. (59.900 kr. stgr. Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín. 55.900 kr. stgr.) (69.900 kr stgr. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. 12.900 kr. stgE) Þráðlaus sími Gigaset 3010 Classic DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. (8.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51A22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. Umboðsmenn um land allt. Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Ágúst H. Bjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.