Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 67

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ (JMRÆÐAN Skaðsemi nagladekkja HINN 29. nóvember ritaði Sverrir Hjalta- son, rafveitustjóri á Hvammstanga, grein í Morgunblaðið sem bar yfirskriftina „Umferð- aróhöpp, hálka og mengun“. í byrjun greinarinnar hnýtir hann í gatnamálastjór- ann í Reykjavík vegna þeirra viðleitni hans að spoma við notkun nagladekkja. Sverrir var óhress með að gatnamálastjóri skyldi ekki minnast á þann skaða sem salt hefur á malbik og segir í grein sinni: „Ekki ræddi hann um samspil saltaustursins og naglanna sem hefiir þá væntanlega mest áhrif til skemmda á malbiksslitlagi. Það skýr- ist af því að saltið leysir upp bindiefn- Hjólbarðar Sú staðreynd, segir Fríðrík Helgi Vigfússon, að stjórn- völd skuli ekki gefa málinu meiri gaum, vekur furðu. ið í malbikinu þannig að naglamir eiga auðveldara með að tæta það upp“! í þessum orðum Sverris krist- allast hin almenna vanþekldng á mál- inu. Staðreyndin er sú, að salt leysir ekki upp bindiefnið í malbiki frekar en tjöm eða olíu. Saltið hækkar hins vegar yfirborðshita malbiksins og býr þannig í haginn fyrir eyðingarmátt naglanna. Samkvæmt rannsóknum þýskrar stofnunar (Bundes Anstalt fur Wegwesen) eykst malbikseyðing um 10% íyrir hverja gráðu sem hitinn hækkar (Schlemmer, F.J.: Versc- hleiss von Strassendeckschichten durch Spikereifen - Zusammenfas- sung der Untersuchungen im Innentrommelprufstand - Research reports of the Federal Highway Research Institute, no. 249,1992). Kjami málsins er að nagladekkin era skaðvaldurinn, enda bönnuð víða um lönd, til að mynda í flestum ríkj- um sambandsríkisins Þýskalands sem og mörgum ríkjum Bandaríkj- anna og Kanada. Saltið er hér í auka- hlutverki - á sama hátt myndi upp- hitun gatna valda svipuðum áhrifum. Þá finnur Sverrir að því, að gatna- málastjóri vilji að við íslendingar, rétt eins og fleiri þjóðir, líti til Noregs og skattleggi notkun nagladekkja í þétt- býli. Það sem einkum fer fyrir bijóstið á Sverri er að skatturinn yrði fyrst og fremst skattur á þá sem þurfa að sinna öryggismálum, ásamt íbúum dreifbýlis- ins. Hér er enn.höggvið í sama vanþekkingark- nérunn. í Noregi era allir sem sinna örygg- imálum undanþegnir skattinum sem og dreif- býlisbúar. Það er aðeins í hinum stærri borgum sem skattlagningin er viðhöfð. Kerfið virkar þannig, að ökumenn geta keypt mislöng „naglaleyfi". Þannig getur utanbæj- armaður, sem kemur til Oslóar á bif- reið sinni, keypt naglaleyfi á næstu bensínstöð fyrir einn dag. Á sama hátt getur íbúi í Osló keypt leyfi fyrir allt naglatímabilið. Þetta er nyög ein- falt kerfi og notað víða um lönd, til dæmis við innheimtu á hraðbrauta- gjöldum í Austurrfld. Kjami málsins er sá, að þeir einir greiddu skatt sem ækju á nagladekkj- um um höfúðborgarsvæðið, íbúar Hvammstanga sem og aðrir lands- byggðarmenn á nöglum yrðu því laus- ir við slíka skattlagningu, nema því aðeins að þeir kæmu til Reykjavfluu- og tækju þátt í skemmdarverkunum sem nagladekkin valda á götum og heilsu íbúa svæðisins. í niðurlagi greinar sinnar lýsir Sverrir aftur á móti með réttu þeirri skaðsemi sem naglar valda og hvetur til rannsókna jafiit á öryggis- og umhverfisþáttum notkunar þeiiTa. Það er gott mál og þarft. I því sambandi vil ég aftur minna á rannsókn dr. Haralds Sig- þórssonar frá 1998. Niðurstaða þeirr- ar rannsóknar var sú, að lítill ávinn- ingur væri af notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin byggðist á gögnum sem spanna yfir 12 ára tímabil og þykir af fræðimönn- um ein sú besta sem til er í heimi um efnið. Sú staðreynd, að stjómvöld skuli ekki gefa málinu meiri gaum, vekur furðu og er ég Sverri sammála um nauðsyn þess að rfld og borg taki höndum saman um það hagsmunamál íbúa höfuðborgarsvæðisins að ráðist verði í umfangsmikla rannsókn á um- hverfisþáttum málsins. Að mati und- irritaðs ber stjómvöldum skylda til þess að bæta lífsskilyrði borgaranna með því að stemma stigu við þeirri vá, sem óhófleg notkun nagladekkja í rauninni er. Einnig bera fyrirtæki á svæðinu siðferðilega ábyrgð og ættu að leitast við að draga sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifúm sem þau valda með starfsemi sinni. Hér ríkir ákveðið sinnuleysi og er dapurt Friðrik Helgi Vigfússon til þess að hugsa að flest fyrirtæki á höfúðborgarsvæðinu láti reka á reið- anum. Þó ber að geta þess að til era undantekningar eins og til dæmis Landssíminn hf., sem verið hefur í fararbroddi íslenskra fyrirtælqa á þessu sviði, samanber grein tals- manns fyrirtækisins í Morgunblaðinu frá 13. október, „Nagladekkjavand- inn - lausn Símans“. Þessi afstaða Landssímans gefur manni tilefni til þess að trúa því að fyrirtækið haldi með jafnmyndarlegum hætti um aðra þætti starfsemi sinnar og eigi þar af leiðandi að njóta þess þegar ríki og borg velja sér símaþjónustu. I lokin skal á það bent, að Reykjavík nær aldrei því yfirlýsta markmiði sínu að verða hreinasta borg Norðurlanda, komi ekki til viðhorfsbreyting ráða- manna hennar. í Morgunblaðinu hinn 13. október bendir Björgvin Þor- steinsson umhverfisverkfræðingur á þá staðreynd að árlega losna u.þ.b. 15 þúsund tonn af asfalti af götum Reykjavíkur af völdum nagladeklqa. Samkvæmt norskum rannsóknum losna 10% af þessu magni sem svif- ryk. Hluti af þessum 150 tonnum af svifryki enda svo í lungum borgarbúa með ógnvekjandi heilsufarslegum af- leiðingum. Árið 1998 létust 419 manns í Osló af völdum svifryks. Hvað má rekja mörg dauðsföll og of- næmistilfelli til svifryks í Reykjavík? Fróðlegt væri að fá svar við þessari spumingu frá til þess bæram aðilum. Reykjavík, rétt eins og mörg önnur sveitarfélög, hefur skuldbundið síg með undirritun Staðardagskrár 21 til þess að minnka mengun og vera til fyrirmyndar hvað snertir umhverfis- vænar lausnir í samgöngumálum. Skattur á nagladekk er einn lykillinn að góðum árangri í því eftfl því að þrátt fyrir góðan vflja skflja menn budduna best. Höfuadur er rekstrarhagfræðingur. S'ufísÁaríyripir DEMAN AHUSIÐ I Kringlan 4-12, sfmi 588 9944 Glæsileg LANCÖME jól! Ö OUI! ilmur í öskju? —~~- JÓLAVERÐ kr. 3.650 Verðmæti kr. 4.650 |www.ancoTO.comgi LANCÖME PARt Fjöldi fallegra jólaaskja sem innihalda ilmvötn, krem og fleira. Gjafir sem konur elska! LANCÖME UM LAND ALLT Reykjavílc Bylgjan, Hamroborg, Kópavogi, s, 564 201 1 Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b, s. 567 4200 Fína, Háholti 14, AÁosfellsbæ, s. 568 8000 Glæsibær snyrtiv.verslun, Álfh. 74, s. 568 5170 Nesapófek, Eiðistorgi 17, Seltj.nesi, s. 562 890$ Gullbrá, Nóatúni 17, s. 562 4217 Hygea, Kringlunni, s. 533 4533 Hygea, Laugavegi 23, s. 511 4533 lyf og heilsa, Austurstraeti 12, s. 562 9020 Lyf og heilsa Mjódd, Álfabakka 12, s. 557 3390 Lyf og heilsa Austurv., Háal.br. 68, s. 581 2101 Lyf og heilsa, Melhaga 20-22, s. 552 2190 Mist snyrtist/verslun, Spönginni 23, s. 577 1577 Sara, Bankastræti 8, s. 551 3140 Sigurboginn, Laugavegi 80, s. 561 1330 Snyrtimiðst., Lancome snyrtistofa, Kringlunni 7, s. 588 1990 Andorra, Strandg. 32, Hafnarfirði, s. 555 2615 tANDÐ: Hjá Maríu Amaro, Akureyri, s. 462 1730 Hjá Maríu, Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1733 Apófek Ólafsvíkur, ólafsvík, s. 436 1261 Egilsstaða Apótek, Egilsstöðum, s. 471 1273 Lyf og heilsa, Hellú, s. 487 5030 Lyf og heilsa, Hvolsvelli, s. 487 8630 Lyf og heilsa, Kjarnanum, Selfossi, s. 482 1177 Miðbær Vestmannaeyjum, s. 481 1505 Sauðárkróksapófek Sauðárkróki, s. 453 5336 Siglufjarðarapótek Siglufirði, s. 467 2222 Verslunin Perla Akranesi, s. 431 1504 Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bflkó færðu úrvals vetrardekk aföllum stærðum og gerðum. Spólaðu ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110 eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði. BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjðnusta - Dekkjaverkstæði - Bilaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kðpavogi ■ Simi 557 9110 ■ Rauð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPIB 10-16 LAU. NEYBARÞ3ÓNUSTAN AU.TAF OPIN SÍMI800 49Ú9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.