Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 7

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 7
Trú og sannanir. 295 hliðina og fullkomnunar-hugsjónum sínum á hina, hafi fremur tilfinning fyrir því nú en áður, að þeir séu sjálf- um sér nógir? Eða að þessi heimur með öllu sínu mat- arstriti og eftirsókn eftir einskisverðum hlutum og eymd •og ójöfnuði og rangsleitni sé sjálfum sér nógur? Er nokk- ura lifandi vitund aðgengilegra nú en nokkuru sinni áður að hugsa til þess að skilja við ástvin sinn að eilífu? Er það frá nokkuru sjónarmiði sennilegt, að þráin eftir óenda- lega ríkum kærleika — líftauginni í trúarbrögðnnum — sé nokkuru daufari nú, en hún hefir áður verið? Hitt virðist miklu líklegra, að trúarþörfin hafi aldrei verið jafn-mikil og nú. Menningin magnar sársaukann, og reynsla mannkynsins er sú, að ekkert örfi trúarþörfina fremur en hann. Margvísleg grein er fyrir því gerð, hvernig á því standi, að trúarbrögðin hafa kulnað, mörgu um kent. Sumir kenna um úreltum kenningum kirkjunnar. Aðrir því, að henni hafi ekki tekist að verða menningarhug- sjónum þjóðanna samferða, og að hún hafi sumpart orðið eins og utanvelta í framsókninni, sumpart fjandsamleg henni. Aðrir leita að orsökunum hjá vísindunum. Ekki svo að skilja, að gætnir vísindamenn fullyrði að jafnaði, að þeim sé kunnugt um neinar sannanir gegn trúarbrögð- unum. Prófessor Huxley, einn af allra gáfuðustu og ákveðnustu andstæðingum kirkjunnar á síðara helmingi síðustu aldar, kveður jafnvel svo ríkt að orði, að frásag- an í Nýja testamentinu um illa andann, sem fór í svínin, ríði ekki bág við nokkurt þekkingaratriði, svo hann viti til. En þeir, sem leita að orsökunum fyrir trúardeyfðinni og fráhvarfinu frá trúarbrögðunum hjá vísindunum, halda því fram, að engin sú þekking, er vísindi nútímans hafa fært mannkyninu, staðfesti trúarbrögðin. Og mikið af þeirri þekkingu bendi í öfuga átt. Það væri efni í heila bók, en ekki í stutta tímarits- ritgjörð, að rannsaka þá grein, er menn gera fyrir því, hve örðugt trúarbrögðin eiga nú aðstöðu í veröldinni. ‘Orsakanna er sjálfsagt að leita bæði hjá kirkjunni og vís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.