Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 19

Skírnir - 01.01.1907, Page 19
Darwinskenning og framþróunarkenning. 19 ákveðna stefnu með því að ganga að erfðum frá einni kynslóð til annarar, osfrv. Ef vér nú rifjum upp hin fjögur grundvallaratriði Darwinskenningarinnar, þá munum vér komast að raun um að ekki er eitt þeirra á meðal sem liffræðingm-, er framþróunarkenningum fylgja, hafa ekki andæft og viljað visa á bug. 1. Lífsbardttan. — Eftir kenningu Darwins er nátt- úruvalið afleiðing af lífsbaráttunni. Þessa grein má þýða á tvo vegu: Það má taka liana í þröngri og ákveðinni merkingu; og í raun og veru tekur hinn mikli enski náttúrufræðingur hana langoftast í þeirri merkingu, þegar hann notar lífsbaráttuna til skýringar; en það má lika taka hana í víðari og óákveðnari merkingu, sem tilgreind er á einum stað í »Uppruna tegundanna«; en í þeirri merkingu eykur hugmyndin um lífsbaráttuna engu við hugmyndina um náttúruvalið. Vér tökum því setningu Darwins fyrst og fremst í hinni þrengri merkingu. Lif- andi verur, segir Darwin, og telur þannig kenningu Malthusar alment lögmál, margfaldast fljótar en viðurværi þeirra. Sumar þeiri'a verða því að farast. Þær verurnar lifa sem hafa þá eiginleika er að mestu gagni korna í baráttunni sem þær heyja hver við aðra. Til þess að skilja hvers vegna einstaklingur, hvers vegna tegund haldist við, verður því fyrst og fremst að gefa gaum að sambandi þeirra við aðra einstaklinga og aðrar tegundir, sambandinu við hið lif- andi umhverfl þeirra. Eigi hið lifvana umhverfl þátt í framþróuninni, þá er það síður með beinum áhrifum en óbeinlínis, með verkunum sínum á hið lifandi umhverfi. — En er nú hægt að fallast á að telja þannig minna vert um hið lífvana umhverfi? tekur þá Lamarckingurinn fram í. Er ekki náttúruvalið sjálft, þar sem það á sér stað, venjulega afleiðing af beinni verkan hins lífvana um- hverfis, þannig að eðli þessa umhverfis er ósamþýðanlegt viðhaldi lífverunnar? Sí og æ má sjá, að þegar hið líf- vana umhverfi breytist, þá hefir það i för með sér að ýmsar lífverur hverfa úr sögunni, án þess að þurfi að 2*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.