Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 42

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 42
42 Rembrandt. frægur fyrir andlitsmyudir þær er hann gjörði, af hinum ríku borgurum í Amsterdam, og þó að hann í byrjuninni tækist á hendur ferðir til höfuðstaðarins til að mála þess-r ar myndar, þá varð það, er fram liðu stundir, of erfitt fyrir hann og eyddi of miklum tíma. Hann ákvað þá að fiytja algjörlega til Amsterdam, og hefir það liklegast verið í tilefni af mynd, sem Dr. Clæs Pietersz Tulp hafði pantað af sér og læknum þeim, er hlýddu á fyrirlestra hans, til þess að hengja upp í skurðarstofu handlækna- gildisins í Amsterdam. Myndin er kölluð »Anatomische Les«; hangir hún nú á málverkasat'ninu í Haag og þykir eitt af beztu málverkum meistarans. Hann málaði hana 1632, árið eftir að hann fiuttist til Amsterdam, og vakti hún svo mikla eftirtekt og aðdáun, að hjá honum voru pantaðar fleiri myndir en hann gat komist yfir að gjöra. Lærisveinar streymdu einnig til hans úr öllum áttum. En hann öðlaðist ekki einungis auðæfi og frægð á þessum árum, heldur kom líka ástin í mynd fallegrar stúlku og barði að dyrum hans. Þegat' Rembrandt settist að í Amsterdam komst hann hrátt í kynni við Hendrich nokkurn van Uijlenborch, sem seldi inálverk og önnur listasmíði. Þeir urðu miklirvinir, og lánaði Rembrandt honum peninga, því gjöfull var hann og greiðvikinn. Að öllum likindum hefir hann fyrst séð stúlku þá, er síðan varð eiginkona hans, Saskiu van Uijlenborch, í húsi Hendrichs, því hún var frænka hans. Saskia var ættuð frá Fríslandi; faðir hennar hafði verið mikilsmetinn dómari i Leeuwarden, en þegar Rembrandt kyntist henni voru báðir foreldrar hennar dánir. Hún var um tvítugt, ljóshærð, bláeygð og brosleit. Rembrandt fékk undir eins ást á henni og málaði og dró upp myndir af henni, en svo var sannleiksást hans mikil, að ekki hikar hann sér við á einni myndinni að láta sjá, að hana vantar eina framtönnina og að tvær bólur eru á kinninni á henni! *) *) Þessi mynd er geymd í hinu konunglega málverkasafni i Dresden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.