Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 42

Skírnir - 01.01.1907, Page 42
42 Rembrandt. frægur fyrir andlitsmyudir þær er hann gjörði, af hinum ríku borgurum í Amsterdam, og þó að hann í byrjuninni tækist á hendur ferðir til höfuðstaðarins til að mála þess-r ar myndar, þá varð það, er fram liðu stundir, of erfitt fyrir hann og eyddi of miklum tíma. Hann ákvað þá að fiytja algjörlega til Amsterdam, og hefir það liklegast verið í tilefni af mynd, sem Dr. Clæs Pietersz Tulp hafði pantað af sér og læknum þeim, er hlýddu á fyrirlestra hans, til þess að hengja upp í skurðarstofu handlækna- gildisins í Amsterdam. Myndin er kölluð »Anatomische Les«; hangir hún nú á málverkasat'ninu í Haag og þykir eitt af beztu málverkum meistarans. Hann málaði hana 1632, árið eftir að hann fiuttist til Amsterdam, og vakti hún svo mikla eftirtekt og aðdáun, að hjá honum voru pantaðar fleiri myndir en hann gat komist yfir að gjöra. Lærisveinar streymdu einnig til hans úr öllum áttum. En hann öðlaðist ekki einungis auðæfi og frægð á þessum árum, heldur kom líka ástin í mynd fallegrar stúlku og barði að dyrum hans. Þegat' Rembrandt settist að í Amsterdam komst hann hrátt í kynni við Hendrich nokkurn van Uijlenborch, sem seldi inálverk og önnur listasmíði. Þeir urðu miklirvinir, og lánaði Rembrandt honum peninga, því gjöfull var hann og greiðvikinn. Að öllum likindum hefir hann fyrst séð stúlku þá, er síðan varð eiginkona hans, Saskiu van Uijlenborch, í húsi Hendrichs, því hún var frænka hans. Saskia var ættuð frá Fríslandi; faðir hennar hafði verið mikilsmetinn dómari i Leeuwarden, en þegar Rembrandt kyntist henni voru báðir foreldrar hennar dánir. Hún var um tvítugt, ljóshærð, bláeygð og brosleit. Rembrandt fékk undir eins ást á henni og málaði og dró upp myndir af henni, en svo var sannleiksást hans mikil, að ekki hikar hann sér við á einni myndinni að láta sjá, að hana vantar eina framtönnina og að tvær bólur eru á kinninni á henni! *) *) Þessi mynd er geymd í hinu konunglega málverkasafni i Dresden.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.