Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 44

Skírnir - 01.01.1907, Page 44
44 Rembrandt. Hjónaband Rembrandts var ekki langt, en aí öllu má, ráöa að það hafi verið farsælt, að svo miklu leyíi, sem þau unnu hvort öðru hugástum. En hvort ráðdeildin hefir verið að sama skapi mikil og ástin, er annað máL Rembrandt var gefinn fyrir skart og var þar að auki mjög svo örlátur. Hann hlóð dýrindis fötum og gersem- um utan á Saskiu, og þó að hún væri eins glöð í vaðmáls- kjóli og silki, ef hún að eins var nálægt elskhuga sínum, þá hafði hún samt ekki lag á að halda í taumana. Hann hafði yndi af að sjá hana vel búna og að vera sjálfur prúðmannlega búinn; um það bera myndir þær vott, sem hann á þessum árum málar af Saskiu og sjálfum sér. A einni þeirra (sjá hér að framan) eru þau bæði og er hún merkileg, ekki einungis fyrir hve vel hún er máluð,. hve andlitin eru lifandi og litirnir fagrir, heldur líka fyr- ir hve vel hún segir sögu þeirra hjóna fyrsta hjúskapar- árið. Myndin er máluð um 1635, og er nú geymd á mál- verkasafninu í Dresden. Á henni sést Rembravdt klædd- ur sem riddari með sverð við hlið. Borðið, sem hann situr við, er alsett kræsingum, kampavínið glóir í glasinu,, sem hann heldur á í hægri hendinni. Vinstri hendinni iieldur hann utan um Saskiu, sem situr á kjöltu hans, en bæði snúa þau andlitunum að áhorfandanuin. Saskia eins og hún situr þarna með skínandi augu ber með sér, að hún nýtur þessa heims gæða af öllu hjarta og að hún öldungis hefir gleymt öllum hinum ströngu kalvinsku kenningum, sem hún fyrir ári siðan trúði á og henni höfðu verið innrættar frá barnæsku. Hún hefir yfir höfuð gleymt öllu og öllum fyrir þeim manni einum, sem hún tilbiður. Ekki skín minni ánægja út úr andliti hans; það er rétt eins og hann sé að fara með hið þekta erindi eftir Luther: *) »Wer nicht liebt Wein, Weib und Gesang, der bleibt ein Narr sein Leben lang«. ) Með því að þessi staka er vanalega eignuð Luther höfiim vér gjört hið sama, eu hún mun vera eldri og snúin úr ítölsku

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.