Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 56

Skírnir - 01.01.1907, Side 56
56 Eftir kristnitökuna. hefndir en bætur. Með miklum skarpleik sýnir B. M. Ó. að lögtaka kristninnar hafi að miklu leyti komist á sakir stjórnlegra vandræða. Þó virðist höf. hafa skoðað þann atburð fremur frá hans stjórnsögulegu iilið, en frá kristn- innar, enda fylgir sú niðurlagsályktun í ritinu, að eftir að jafnvægi hins gamla goðavalds hafi verið endurreist við lagauppsögu Þorgeirs Ljósvetningagoða hafi fiokkur hinna nýju goða á skömmum tíma dottið úr sögunni. Það er hvorttveggja, að hin fróðlega ritgjörð prófessorsins nær ekki lengra, enda skortir hér bersýnilega skýringu, er sýni hvaða afl það hafi verið, er svo skjótt fekk blásið burt af jörðunni þeim flokki, sem höf. hafði gert svo geigvænlegan. Höf. bendir á að alt muni hafa jafnast vi& það, að hið gamla goðavald heiðna flokksins vann hinn mikla pólitíska sigur, því þá haíi jafnvægið komist á aft- ur. En kraftar hverfa ekki, heldur breytast*). Betri er hin röksemd höfundarins, er hann segir: »Hin kristna trú safnaði öllum landslýð undir vængi sína«. En einnig þar vantar skýring við skýringu. Engum getur dulist, að töluverður rigur hafi verið fyrir kristnitökuna milli höfðingja út af ruglingi hinnar upprunalegu goðorða- og þingaskipunar, en hins vegar dylst ekki heldur ef farið er eftir heimildarritunum: Islendingabók Ara, Kristnisögunni, Njálu, sögum Ólafanna og öðru, að það hafi verið afl kristninnar sjálfrar og guð- móður þeirra, sem trúna íluttu, sem úrslitunum réð á al- þingi árið 1000. Hinn nýi siður var svo voldugt alls- herjarmál, að alt annað málafylgi varð bláber liégómi. Og þegar þannig er skoðað, breytist, að mér finst, öll af- staða málsins. Hinir kristnu menn eru h r i f n i r, þeir gleyma lögum og sekt, lífi og dauða, vaða inn á vígðan, þingstað og stefna beiiil til lögbergis í prósessíu, með róðukrossa og reykelsi; þeir tala nýjum tungum, en heið- ingjum vefst tunga- um tönn. Þeirra Halls og Þorgeirs gætir mest sem spektar- og ráðagerðarmanna, en áræðið,. *) Ekki var það jafnvægi komið 1015, þegar barist var á alþingi.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.