Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 90

Skírnir - 01.01.1907, Page 90
■80 Ritdómar. heiminum, meira en nokkur annar íslendingur fyr eða síðar. Hanu hefir komið mönnum í kynui við heilan fjölda af útlendum smill- ingum, sem menn annars hefðu lítið haft af að segja. Með sýnis- hornum af ljóðum þeirra í leikandi lipurri þýðingu hefir hann vakið löngun manna til að kynnast þeim nanar. A þennan hátt hefir tungumálaþekkingu margra manna verið beint á rétta leið að andlegum auðsöfnum. Enginn fær yfir það litið, hve mikil og ágæt- áhrif það kann að hafa haft á bókmentir vorar og hafa framvegis. Auk þess eru sumar þýðingarnar slík meistaraverk, að þær eru tungu vorri til hins mesta sóma. Sem dæmi má nefna hina ágætu þýðingu af »Manfred« Byrons, sern flestu tekur fram, sem eg þekki af því tægi. Af því eg geri ráð fyrir, að mikill þorri af lesendum Skírnis geti notið samanburðarins, set eg liér ofurlítið sýnishorn af því, hvernig Matthías hefir tekist við einhvern örð- ugasta kaflann í því ljóðaverki : Byron lætur andana í höll Arimans syngja : »Hail to olir Master! — Prince of Earth aud Air! Who walks the clouds and waters — in his hand The sceptre of the elements, which tear Themselves to chaos at his high command! He breatheth — and a tempest shakes the sea; He speaketh — and he clouds reply in thunder; He gazeth -— from his glance the sunbeams flee, He moveth — earthquakes rend the world asunder«. Þetta þýðir Matthías þannig: »Heill drotni vorum, herra lofts og láðs, sem leiftri fljótar stiklar höf og ský! 011 skepnan fyrir makt hans mikla ráðs sem mo!d í stormi hverfist duftið í. Hann andar — hafið truflar tryltur gnýr, hann talar — pruman dunar reið í skýjum; hann horfir hvast — og lieilög sólin flýr, hann hreyfist — jörðin gýs upp logasíumn. Bágt á eg með að skilja það, að slík þýðing sem þessi firnist meðan íslenzk tunga er til.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.