Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 21

Skírnir - 01.04.1907, Page 21
Frá Röm til Napoli. þáttur úr ferðasögu Tómasar Sæmundssonar. Prenta lét Jón Helgason. Nú var liöið fram í marzmánuð [1833], veturinn umliðinn eður réttara sagt vetrarmánuðirnir, því að varla mundu Norðurlanda- búar, sízt Islendingar, mega vita það vetur kallað, er hvorki hefir að kalla frost nó snjó og sem aldrei fyrri á nokkrum tíma árs hefir á jafnlöngum tíma átt að segja af jafnmikilli blíðu. Aður en eg vissi at' eður vildi var mig borið að þeim tímanum, er eg skyldi yfirgefa hina indælu Rómaborg, hvar eg hafði átt næstum fjóra hina ánægjulegustu mánuði og sælustu daga æfinnar.1 Eg hafði enn þá ekki nærri satt mig á að skoða hennar ótal sjónar- verðu hluti, sem ekki var heldur von, því að lengsti mannsaldur er þar til helzt til stuttur og eg hefði orðið að beita ofríki við sjálfan mig, til þess að slíta mig burtu, ef eg hefði ekki átt í vændum að komast enn lengra áleiðis til n/rrar fegurðar, sem eg ekki þóttist mega láta ósóða, og síðati að fara enn einu sinni um Rómaborg, er eg sneri heim á leið. Nú var ferðinni heitið til Neapel, þaðan niður á Sikiley, og svo, ef tekist gæti, til Grikk- lands. Hingað átti nefnilega í miðjum apríl að fara lystisjóferð dampskip frá Neapel og hafði gengið um það boðbréf um mestan hluta Norðurálfunnar haustið og veturinn á undan. Þeir sem réð- ust til ferðar þessarar, og voru víðsvegar að úr Englandi, Frakk- landi, Prússlandi, Þvzkalandi, Schweitz, Vallandi og yfir höfuð úr flestum löttdum Evrópu, fóru nú að draga sig til Neapel; var svo til ætlað, að skipið væri burtu í þessari ferð svo sem fjóra mánuði áður það kæmi til Neapel aftur í ágúst og kæmi við á meðan á ') Tómas kom til Róntaborgar 10 des. en hafði áður dvalið rúmar 3 vikur í helztu hæjum Norður-Ítalíu, Venedig, Padua, Ferrara, Bologna og Flórenz.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.