Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 31

Skírnir - 01.04.1907, Side 31
Frá Kóm til Napoli. 12T eru fyrst öldur nokkrar og mishœðir með grasi og skógarrunnum, og þegar algjörlega kemur að sléttunni, er húu öll vaxin grasi og markskonar stönglum og runnum, áþekt og velliruir umhverfis, sjálfa Rómaborg. Eru og margs konar tró til beggja hliða við veg- inn og víðar út í frá; gætir lítið raka eður votlendis nema um kaflakorn sunnarlega á veginum og eru m/rarnar og dammarnir vestar við sjóinn; ganga um eyður þessar stórar, viltar nauta- hjarðir sumar og vetur, svo að fyrir þeim er ekki allskostar óhætt að fara hór um vegu. En þó stendur ferðamönnum enn meiri geigur af reifaraflokkunum, sem hingað dreifast austan úr fjöllun- um og taka upp fé fyrir þeirn og stundum drepa þá, a'.lra helzt ef búist er til nokkurrar varnar. Er af þessum sökum vegurinn frá Róm til Napoli illa ræmdur og var hór lítil ferð á þar til um síð- ustu aldamót. Gerði Píus 6. páfi þá verklega vegabót, er hann, lét leggja brú eftir endilöngum forunum eður láglendi þessu, og grafa mikil díki til beggja hliða og þó helzt vestanmegin, sem oftast stendur vatn í; eru þær síðau miklu þurrari og fljótfarnari; er þessi vegurinn beinastur og liggur vestast, og fórum við hann. Aðrir vegir eru austar nær fjöllunum og liggja hærra, en allir komavegir þessir saman í Terraeína. Hafa páfar síðan, og eins að sínu leyti Napoli-kongar, látið sór ant um, að koma af ránum og gera óhult að fara um vegina, en veitir alt af torvelt, því að ein- mitt bændurnir, sem næst búa vegunum, halda í hönd með ræn- ingjunum og skjóta skjólshúsi yfir þá fyrir lítinn greiða, og enda fara sjálfir til rána, þegar þeim ræður svo við að horfa, og hafa þá þannig fyrir skálkaskjól. Er þess vegna erfitt að spyrja ræn- ingjana uppi eður hafa hendur í hári þeirra. A eyðimörk þessari bar okkur varla annað kvikt fyrir sjóuir,, en einstöku fáráðlingar, sem bjuggu í kofum hjá veginum, og aun- aðhvort voru ætlaðir til að lagfæra hann eður höfðu uppeldi af að veita þeim beina, sem um fóru, og öðru hverju bar og fyrir dáta, sem áttu að vera ferðamönnum til hlífðar ef eitthvað skærist í. Allir eru menn þeir, er um nokkurn tíma hafa dvalið á þessum stöðum, auðkennilegir frá öðrum af því hvað bleikir þeir eru og magrir, veiklulegir og illa útlítandi, og mælt er, að fjöldi fólks. endist ekki til að lifa hér í 3 ár. Menn segja, að óhollusta lofts- ins verði jafnvel fénaði [til] vanþrifa, þegar svo ber undir. Yið áðuin, eins og vandi er til, tímakorn um miðdegisbilið í. lítilmótlegu vertshúsi. Síðan hóldum við áfram leið okkar og höfð- um margt á tali, sem skemtun var í, því samferðafólkið var hið-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.