Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 84

Skírnir - 01.04.1907, Page 84
Verndun íagurra stada og merkra náttúrumenja í hitt eð fyrra birtist grein í Skirni um verndun forn- menja og gamalla kirkjugripa. Mæltist það mál vel fyrir og mun landstjórnin eftir ályktun síðasta alþingis leggja frumvarp til laga um verndun fornmenja fyrir alþingi í sumar. Er hér að eins um fastar og lausar fornmenjar að ræða, þ. e sögustaði, fornrústir, fornbyggingar, forn- gripi og kirkjugripi. Auk alls þessa er margt það á landi voru, sem er einkennilegt fyrir það. og merkilegt fyrir sakir fegurðar, sérkennilegs eðlis eða einhvers annars. Svo er um marga fagra staði og inörg fyrirbrigði af náttúrunnar völdum hér á landi, sem það löngum heíir verið frægt fyrir. Eyrst og fremst má nefna Almannagjá alla og svæðið umhverfis Þingvelli við öxará, — er ekki getur kallast sögustaður alt eða talist til fornmenja; þá er Geysir og þeir hverar og svæðið umhverfis, ýmsir aðrir merkir h v e r a r (t. d. hverarnir í Reykholtsdal og Lundarreykja- dal, ennfremur Hveravellir), helztu f o s s a r (t. d. Gull- foss eystra, Seljalandsfoss, Gljúfrafoss, Skógafoss, Goðafoss, Dettifoss, og Dynjandi i Arnarfirði), h e 11 a r (t. d. Surts- hellir allur, hellarnir undir Eyjafjöllum og í Rangárþingi), skógar (t. d. Hallormsstaðaskógur, Núpsstaðaskógur, Hálsskógur, Húsafellsskógur og Norðtunguskógur), ö 1- k e 1 d u r (t. d. Rauðamelsölkelda, ölkeldan í Henglinum og ölkeldan hjá Bjarnanesi í Hornafirði), enn fremur fagr- ir staðir (t. d. Þórsmörk, Asbyrgi og Skrúðuiinn), o. tí. Mörgum þess háttar náttúrumenjum hefir verið farg- að úr eign landsmarina eða spilt með ýmsu móti, t. d.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.