Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 3

Skírnir - 01.01.1909, Page 3
Skapstórar konur. 3 mærin var fríð sýnum og mikil vexti og hárið svo fagurt sem silki og svo mikið, að það tók ofan á belti. Og ekki skorti ættgöfgina, sem forfeðrum okkar þótti svo mikils um vert. Hallgerður var af allra-beztu ættum Islands. Afi hennar, Dala-Kollur, hafði verið hersir í Nor- egi. Og Þorgerður kona hans, en amma Hallgerðar, var dóttir Þorsteins rauðs, sem unnið hafði hálft Skotland og gerst konungur yfir því. Móðir Þorsteins var Unnur djúp- úðga, sem sennilega hefir verið mest tilkvæmdakona i öllu landnámsmanna liðinu. Móðir Hallgerðar, Jórunn Bjarnardóttir, var stórættuð, skörungur mikill í vitsmunum, þótti beztur kostur í öllum Vestfjörðum, og heldur skap- stór jafnan, segir Laxdæla. Og Höskuldur, faðir Hallgerð ar, er einn af mestu höfðingjum íslands um sína daga, stórauðugur maður, og hagaði svo ráði sínu um tíma, sem fátítt var, eða með öllu dæmalaust, jafnvel um forfeður okkar, að »hann var jafnan sinn vetur hvárt með Hákoni konungi (Aðalsteinsfósta) eða at búi sínu,« segir Laxdæla, og varð nafnfrægur maður bæði í Noregi og á íslandi. En vikiní>’slundin, ósanngirnin og ágengnin auðsæ í öðru veif- inu. Stórmenska víkingaaldarinnar er í ættunum með kostum hennar og göllum. En lítilmenskan hvergi, svo menn viti. Þessi höfðingjadóttir vex upp í föðurgarði, þar til er hún er gjafvaxta. Örlynd þótti hún og skaphörð. En hún var kvenna fríðust sýnum og mikil vexti. Hún var fagurhár, og svo mikið hárið, að hún mátti hylja sig með, segir Njála. Þá er hún föstnuð manni, og alls ekki til þess kvödd. Hún fær ekkert um þetta að vita, fyr en biðillinn er riðinn heim. Hún tekur því fálega. »Ekki legg ek svá mikið við ofmetnað þinn, at hann standi fyrir kaupum mínum«, segir faðirhennar; »ok skal ek ráða, en eigi þú, ef okkr skilr á.« »Mikill er metnaðr yðvarr frænda« segir hún, »ok er eigi undarlegt, at ek hafi nakkv- arn.« Svo óvænlega er til fyrsta hjónabands hennar stofnað.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.