Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 59

Skírnir - 01.01.1909, Page 59
Um ættarnöfn. 59 og bæja og öðrum örnefnum, hugsuðum eða raunveruleg- um, þá yrði þau fögur og fjölbreytt, en þó því að eins, að málið sé eigi afmyndað með úrfellingum atkvæða og öðrum styttingum, sem er beint óþjóðlega einkennið við gömlu ættarnöfnin hjá oss. Eftir því sem ráða má af allri ritgerðinni, þá er það víst álit höf. að helzt beri að taka nafnorð í eintölu af sterku beygingunni fyrir ættarnöfn, ef þau eiga að geta farið vel í málinu, og jafnframt beri að sleppa nefnifalls- merkinu af karlkynsorðum. Segja t. d. 'Juðmundur Þórð- arhói og Sólbjörg Hjaltadal; er þá auðsætt að hvorug- kynsorðin yrði bezt viðfangs; t. d. Sigmundur Mýrarholt og Guðlaug Eyrarland, en aftur yrði næsta örðugt að nota kvenkynsorð, þótt sterk séu, vegna eignarfallsins, sem vill ávalt að geti endað á s, eins og í dönsku og sænsku, hvað sem réttu máli íslenzku líður. Þessu eina r'alli i ættarnöfnum vill hann halda, auðsjáanlega heillaður af danskri og þýzkri málvenju, en hitt er honum víst ókunn- ugt um, að í ýmsum öðrum málum, svo sem slafnesku tungunum, geta ættarnöfnin verið alfalla. Það yrði nokk- uð undarlegt að hafa t. d. Jón Mágahlíð og Guðrún Fífil- grund, ef eignarfallið þar ætti að hafa s fyrir ar, enda væri slikt argasta málleysa. Af sömu ástæðu væri alveg útilokað, að geta notað þau orð, þótt karlkyns séu, sem enda á ar í eignarfalli, einkum ef það eru m stofnar, hversu fögur sem þau eru; því það yrði óhæfu afbökun að segja t. d. til Þorsteins Stöðvarjjörðs (f. fjarðar) eða Þórdísar Smáravölls (f. vallar). Af þessu fer nú að verða nokkurn veginn auðsætt að ættarnafnakerflð hans G. Kambans er að mörgu leyti vandræðagripur í tungu vorri, og efnisviðurinn hjá honum mjög takmarkaður, þótt vel geti verið að hann sé nægur í nokkur hundruð nafna. Að vitna í norskuna og önnur beygingarsnauð mál dugir eigi í þessum efnum. Það er systerni á milli nýnorðrænu mál- anna, t. d. norsku og sænsku, en alls eigi milli norsku og íslenzku, því þær eru mæðgur; hin fyrri er dóttirin en

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.