Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 8

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 8
296 Skíldspekingurinn Jean-Marie Gnyau. mann alveg ósjálfrátt til aðdáunar og þar af leiðandi tiL eftirbreytni. Listin hefir oft meiri áhrif með því, sem lesa má milli línanna, en hinu, sem sagt er berum orðum. Aðalatriðið er, að það sem sagt er eða sýnt, megi taka sem ímynd einhvers meira, og að það, sem i myndinni felst, geti orðið að einhvers konar fyrirdæmi, annaðhvort til varnaðar eða eftirbreytni. Veruleiki sá, sem lýst er, má því aldrei verða svo aumur og ljótur, að ekki bóli á ein- hverri hugsjón i honum; og heldur ekki mega skýjaboi’g- irnar eða hugsjónahjalið verða svo yfirgnæfandi, að menn missi sjónir á veruleikanum. Bezt er að hásæið og veru- leikinn fallist í faðma, að maður sjái eins og hugsjónina stafa niður i myndina. Veruleikinn vei’ður að láta frjóvg- ast af hugsjóninni eins og Jörðin (Gaja) lét frjóvgast af Himninum (Uranos) í goðsögunni grísku. Og sá er ef- laust mestur listamaðurinn, sem eins og Móses er svo hlust- nærnur, að hann veit, hvar hann á að ljósta hina hörðu klöpp veruleikans sprota sínum til þess að leiða í ljós lífs- lind þá, er verða megi hjálpræði heillar kynslóðar. Hvernig er þá listamanninum farið? Eitt aðalein- kenni hans er það, að hann getur eins og lagt sig inn íi alla hluti, skynjað þá og skilið, rétt eins og þeir væru partur úr sjálfum honum. Hinn sanni listamaður á þvt að geta sagt eins og Byron: Er ekki jörðin, fjöllin, himinn, haf hlnti af mér og minni sál, sem eg af þeim? Annað einkenni listamannsins er það, að hann lítur eins og óspiltum barnsaugum á alla hluti. Hann má þvi ekki láta blindast af venjum manna og hugsunarhætti, heldur á hann þvert á móti að rifta þeim og sýna mönn- um hlutina eins og þeir eru eða ættu að vera. Hugskot hans verður að vera eins og einhver endurnýjunarlind, ein- hvers konar Urðarbrunnur, svo að alt, sem laugað er helgi- laug skáldþelsins, verði eins og nýtt og endurborið. Þriðja einkenni listamannsins er það, að hann fær ást á því, sem hugur hans er að fást við, og óviðráðan- lega löngun til þess að leiða það í ljós. Það er eins og.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.