Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 25

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 25
Veiðiför. 31» um. »Já«, svaraði hann og togaði upp uni sig annan utanhafnarsokkinn; »mig langar til að skreppa hérna eitt- hvað út á ísinn«. »Heldurðu það, — ætli það sé til nokkurs að reyna það núna?« sagði hún með hægð. »Er nokkurntima selur á ísnum, þegar hann liggur landfastur eins og nú?« »Nei, auðvitað ekki þegar hafþök eru og hvergi gat í sjó. En núna er ísinn bara landfastur hérna við tang- ann; þegar kemur inn fyrir Instuvík er auður sjór alveg inn í fjarðarbotn. Hellan liggur svona úti fyrir fjarða- kjöftunum og upp að yztu nesjum, og eg er illa svikinn, ef ekki er kvikt á brúninni í svona veðri«. »Ertu þá að hugsa um að ganga — kannske langt vest- ur á flóa?« spurði hún. »En ef ísinn skyldi nú eitthvað, til dæmis —«. Hún hætti við setninguna í miðju kafi. »Ef hann skyldi hvað?« spurði Finnur og horfði á hana nokkuð hvössum augum. »Já, ef ísinn skyldi alt í einu leysast frá landi, hvernig ætlarðu, — hvernig væri maður þá staddur úti á honum?« Finnur hafði lokið við að plagga sig og stóð nú á fætur hálf-óþolinmóðlega. »Það er ekki svo hætt við því; maður reynir að hafa gát á ísnum, og ekki svo fljótt að koma rek í hann, þegar svona fult er af honum«. »En ætlarðu að fara svona, maður?« sagði Helga, þegar Finnur þreif húfu sína og vetlinga. »Þú verður þó að fá einhverja næringu áður«. Finnur lagði aftur frá sér húl'una og vetlingana og settist á rúmið. »Já, það er liklega réttast, — ef nokkuð væri þá til«, bætti hann við eins og við sjálfan sig. Helga fór fram. Finnur horfði þegjandi á yngri börnin sin tvö í rúmfletinu út við þilið hinum megin í baðstofunni. Þau lágu upp í loft og voru steinsofandi. Osköp voru þau föl í andliti og mögur. Það fór líka að verða smátt um föngin í Vík, þegar út á leið, og nú upp á síðkastið dropinn orðinn svo lítill i kúnni, að hann var varla til skiftanna lengur. Finnur andvarpaði í liljóði. »Guð gæfi, að eg fengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.