Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 14

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 14
302 Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau. siðgæðið, en ekki trúin, sem alt er undir komið. Og nú er einmitt trúin hjá hinum göfugustu trúræknismönnum orðin að mannást, meðaumkun og ósérplægnu starfi i þarfir annara. En slík viðleitni getur auðvitað þróast og jafn- vel magnast, þótt kreddutrúin hverfi. Því að ekki ættum vér síður að vilja hjálpa öðrum, ef óvíst er, að þeir eigi nokkuirar annarar hjálpar að vænta; og sé ekkert himna- ríki til, verðum vér sjálfir að skapa það. En til þess þurfum vér fremur siðgæði en trú; enda á sá, sem getur ekki komist við af neyðarkjörum annara og hjálpað þeim án þess að trúin teymi hann til þess, enga sáluhjálp skilið. Þá er listin. Listin hefir, eins og menn vita, löng- um stutt að því að fegra og frjóvga trúna. En ekki er hætt við að listin hverfi, þótt kreddutrúin hverfi úr sög- unni. Eru t. d. ekki sumar af tónsmíðum Bach’s fegri og háleitari en nokkur guðsþjónustugjörð ? Og skyldi ekki myndalistin, þótt hún hætti að búa til dýrlingamyndir, halda áfram að búa til ímyndir alls þess, sem háleitt er og fagurt? Eða mundi skáldskapurinn ekki jafnan reyna að búa sér til einhverjar þær hugmyndir um heimsgátuna, er komið geti í stað trúarbókstafsins ? Vissulega. Og þetta er nú eins og við höfum séð aðalvon Guyau’s, að einmitt skáldskapurinn láti frjóvgast svo af heimspeki og vísindum, að hann geti gefið oss haldgóða, ókreddu- kenda trú. En hvað er það þá helzt í heimspeki og vísindum, er komið getur í stað trúarlærdómanna, og hvernig verður því að vera varið? Það verður á annan bóginn að geta fullnægt trúarþörf manna að meira eða minna leyti; en á hinn bóginn má það ekki koma í bága við neitt það, er vísindin hafa þegar leitt í ljós og þykir fullsannað. Hér verður nú ekki greint frá nema nokkrum af þeim hugsanamöguleikum, sem Guyau rekur í þessu riti sínu, og þá auðvitað helzt þeim, sem hann virðist sjálfur hafa hallast að. Þegar við lítum á heiminn, þá sjáum við, að mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.