Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 13

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 13
Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyau. 301 Þessu til sönnunar tilfærir Guyau ýms dæmi sitt af hverju sviðinu. Hann bendir á hin mýmörgu vísinda- og fræðifélög víðsvegar um heim, sem hafi það eina markmið að leita sannleikans, hvar sem hanu sé að finna, hvort heldur er í trú, heimspeki eða vísindum, og telur hann þá leið, rann- sóknarleiðina, einu réttu leiðina. Því — að eins fyrir ljósið komist menn til ljóssins, að eins fyrir sannleiksrannsókn- ina komist menn til viðurkenningar á sannleikanum, en ekki með því að svæfa sannleiksþrána og blinda sálu sína. Guyau hefði líka, hefði hann lifað nú, getað bent á þessi allsherjar trúfræðismót, sem farin eru að tíðkast nú síð- ustu áratugina, þar sem beztu menn af öllum trúarbrögð- um og úr öllum heimsálfum koma saman til þess að ræða með sér trúmál. Oft hefir það verið játað á þessum trú- fræðismótum, að það sé ekki trúarbókstafurinn, sem alt sé undir komið, heldur andinn. En andinn getur auð- vitað verið jafnháleitur, þótt hann íklæðist ekki ákveðn- um kreddukenningum, og enda þótt menn játi það hrein- skilnislega, að hugmyndir þeirra um hið æðsta og dýpsta í tilverunni hljóti, að minsta kosti enn sem komið er, að vera tómar getgátur og ágizkanir. Sumir hafa haldið því fram, að trúin sé nauðsyn- leg siðgæðisins vegna, með því að hún sé nokkurs konar varnargarður þess. En Guyau sýnir fram á það með rök- um, að svo hefir ekki reynst og að jafnvel trúin getur verið ósiðleg. Hann sýnir fyrst og fremst fram á það, að siðspillingin er einmitt mest í þeim löndum Evrópu, þar sem trúarhelsið er ríkast og fáfræðin mest, eins og t. d. Spáni og Ítalíu, en aftur miklu minni í hinum mentuð- ustu löndum. Og svo sýnir hann fram á það, hve trúin sjálf getur verið ósiðleg. Eitthvert lægsta stig trúarinnar, sem raunar flestir standa á, er t. d. það að biðja sífelt fyrir sjálfum sér og sinni sáluhjálp, — það er ekki annað en grímuklædd eigingirni; en því meir sem menn geta gleymt sjálfum sér og eigin velferð sinni, því æðri er trúin. En hvað er þetta annað en vaxandi siðgæði? Enda er það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.