Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 32
32 Um kenningarnöfn Þórðar godtla 05; Ólafs pá. Svo segir i Laxdælu, 16. kap.: »Höskuldr gaf honum (Olaíi) kenningarnafn ok kallaði pá. Þat nafn festist við hann«. Þetta kenning- arnafn hefir mörgum þótt undariegt, og eigi þózt vita, hvaða merkingu það befði, eða hvaða tilefni það hefði getað verið, sem til þess hefði dregið, að faðir hans valdi honum slíkt kenningarnafn. Það ’er þó varla hægt að liugsa sér kenningarnafn, er bæði sé tilefnislaust og merkingar- laust, og rnunu þess naumast dæmi í sögum vorum. En nafnið pá er svo fágætt, að sérstök tildrög hafa orðið að liggja til þess; og þar eð upphafsstafur þess er p, þá bendir það til þess að orðið hafi útlendan uppruna. Eleyrt hefi eg ýmsa segja þá ætlun sína, að y>pá« sé sama sem pájugl, og eigi að tákna fegurð Oiafs og skart hans. Það er nú góðra gjalda verð skýring; en ekki þykir mér hún þó sem líklegust. Fyrst ef- ast eg rnjög um, að Höskuldur hafi þekt páfugl; hann fór eigi svo langt suður á bóginn í utanför sinni, að líklegt megi þykja, að hann hafi séð hann. Hitt kann fremur að vera, að hann hafi heyrt hans getið; en varla kemur til mála, að páfugl hafi verið svo orðlagður á Islandi, að Höskuld- ur hafi getað álitið það frægðarauka fyrir son sinn, að vera kendur við hann. Og þó Höskuldur hefði þekt páfugl, þá get eg naumast ætlað, að hann hafi álitið fegurð hans samsvara svo vel fegurð sonar síns, að á- stæða væri til að velja honum nafn fuglsins fyrir kenningarnafn. Og sízt hygg eg, að hann hefði getað álitið, að líkingin lægi svo í augum uppi, að merking kenningarnafnsins yrði mönnum alment ljós, — og án þess var það tilgangslaust. En til þess er líkingin nokkuð langt sótt. Heyrt hefi eg suma segja, að sagan sjálf bendi til þessarar skýringar, þar eð hún er nýbúin að lýsa fegurð Olafs, þegar hún segir frá kenningarnafni hans. En þar í milli hleypir hún þó inn klausu, sem ekkert kemur því máli við, og af þvi sést, að söguritarinn hefir ekki haft það í huga, að setja kenningarnafnið í samband við fegurðarlýsinguna. Það hefði hann þó án efa gert, ef hann hefði heyrt getið um samband þar á milli. Og hægt hefði hann átt með það, því klausuna mátti eins vel geyma, þangað til búið var að segja frá kenningarnafninu. Þrátt fyrir þetta er mögulegt, að skýringin sé rétt; því skal eg ekki neita. Og við hana yrði að sitja, ef enga aðra væri að finna. En mér hefir komið önnur skýring í hug, sem mér þykir líklegri. Set eg hana hér fram, svo skynberandi rnenn geti sagt álit sitt um hana: Olafur ólst upp frá 7. ári til frumvaxta-aldurs hjá Þórði godda á Goddastöðum. Þórður hygg eg að hafi verið kristinn að meira eða minna leytt. Hann var auðugur vel, og ætla eg hann hafa verið í kaup- ferðum framan af, þangað til hann þóttist nógu efnaður til að kaupa jörð og reisa bú; hann var barnlaus og kona hans ekki ánægð með hann, því

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.