Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 60
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS unni hefur þá verið um það bil 4,2 m2 (hlöðuvíddin að ofan í 2. veldi deild með 4). Nú má gera ráð fyrir, að hey í risi sígi tals- vert, svo að aðeins notist hálft risið. Verður þá þverskurður heysins í risi hlöðunnar 4,2/2 = 2,1 m2. Þverskurður heysins í hlöðutóft- inni = meðalvídd sinnum dýpt = 3,95x2 = 7,90 og þá fæst þver- skurður heysins = 7,90 + 2,10 = 10 m2. Rúmmál alls heys í hlöð- unni fæst þá = þverskurður sinnum lengd = 10,00x12,60 = 126 m:!. Þessi tala er lágmark, en ekki er trúlegt, að hlaðan hafi þó verið miklu stærri og óhugsandi að hún hafi verið meira en 175 m:!. Nú á dögum eru kúnni ætlaðir um 30 m3 af töðu og með slíkri gjöf nægði þessi hlaða aðeins fjórum til sex kúm, en víst er að kúm var gefið minna til forna, og Páll Zóphóníasson búnaðarmála- stjóri hefur sagt mér frá bónda, sem skömmu fyrir 1930 ætlaði kúm sínum aðcins 15 m3 og beitti kúm sínum allan veturinn. Að vísu mjólkuðu kýrnar minna um veturinn og urðu auk þess ekki eins stórar, en þær lifðu af veturinn og gerðu gagn á sumrin. Sé nú reiknað með, að kúnum í Gröf hafi verið ætlaðir 20 m3 af töðu hefur fjóshlaðan nægt 6-—9 kúm, þ. e. aðeins kúnum, sem stóðu norðan megin í fjósinu, en nautunum, sem höfð voru við suð- urvegg hafa verið ætluð moð og rekjur, en annars látin fleyta sér fram á útigangi. Vera má þó, að þeim hafi verið borið hey annars staðar frá, eða að hey hafi verið flutt til fjóssins úr heystæðum á engjum úti einhvern tíma vetrar, þegar færi var gott um mýrlendi. f stekkatúni frá Hofi, sem er lítið eitt austar með fjallshlíðinni en Gröf stóð, er lítil hlaða með helluþaki. Veggir eru vel 2 m háir og á gólfi standa stoðir á stoðasteinum. Þessi hlaða er aðeins þrjú stafgólf og er frábrugðin Grafarhlöðunni að því leyti einu, að súlna- raðirnar ná út að göflum og standa því stoðasteinar við gaflana. Væri öllu tré kippt burt úr þessari hlöðu mundi rústin annars líta út alveg eins og rúst fjóshlöðunnar. Það er því ekki mjög djarft að gera ráð fyrir að hlöðuuppgerðin í fjóshlöðunni í Gröf hafi verið eins og í stekkatúninu frá Hofi, þó að aldursmunur sé 600 ár. Þar hafi stoðir staðið á steinum og borið brúnása. Þvert á brún- ásana upp undan stoðum hafi verið lagðir bitar (skammbitar) og á þeim miðjum hafi verið reistir dvergar, sem báru mænásinn. Raftar hafi legið frá veggjapöllum (án vegglægju) upp á brúnása og aðrir raftar af brúnásum upp á mænás, ef neðri raftarnir náðu ekki alla leið. Á röftunum var síðan hella og yfir henni torf, þá mold og efst grastorf (eða snidduhleðsla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.