Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 81
BERGRISTUR Á HVALEYRI 87 Ártöl steinanna eru hin mikilvægustu til tímasetningar á ristunum ef þau eru ófölsuð. Helstu líkur til þess að ártölin séu frá þeim tíma sem þau nefna eru þrenns konar. 1 fyrsta lagi er staðsetning ristanna á hæsta steininum. Þar eru teiknin og ártölin svo óreglulega staðsett að ekki eru líkur til að þau hafi verið sett á sama tíma. Óregluleg dreifing í rúmi bendir til óreglulegrar dreifingar í tíma; slíkt kemur heim við hin mismunandi ártöl og mælir þannig gegn fölsun. 1 öðru lagi hafa menn á dögum Jónasar Hallgrímssonar (1841) ekki verið sammála um uppruna ristanna; yngsta ártalið á steinun- um er 1781 og eru þá sexjtíu ár milli þess og sagnanna sem Jónas hefur, en það er nógur tími til þess að velkja munnlega sögu svo að mörg verði afbrigði hennar. I þriðja lagi eru ýmis auðkenni ristanna, einkum þó að ártölin umlykja fangamörk sem eru gerðþróunarlega mismunandi en gerðir þeirra sýna nokkra fylgni við ártölin. Það er kunn fornfræði að mismunandi gerðir hluta og teikna benda til mismunandi tíma (typo- logi). Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði varðandi þróun marka og fangamarka á Islandi og stöðu Hvaleyrarrista í þeirri þróun. Þróun íslenskra marka og fangamarka er menningarsögulegt efni sem að vissu leyti er tengt innsiglafræði (sfragistik) og fornbréfa- fræði (diplomatik). Einnig er það tengt réttarsögu með fornum lagagreinum um mörk og einkunnir. Breytingar á gerð og notkun marka og fangamarka eru háðar víðtækum samfélagslegum breyting- um og um efnið verður því ekki fjallað nema mjög yfirborðskennt í grein sem þessari. Áður en lengra er haidið er rétt að minnast ögn á nokkur orð og merkingar þeirra. Orðið fangamark má skýra með orðum Jóns Sig- urðssonar þótt merking þess sé ef til vill nokkru víðtækari en hann segir: „Þesskonar mark, sem vottar um eign einstaks manns á hlutn- um eða einræði yfir honum er kallað fángamark.“2i Orðið „bú- merki“ mun vera þýðing á danska orðinu bomærke, sennilega hefur islenska orðið um þetta einkum verið mark. Orðið bandrúnir eða bundnar rúnir (jafnvel samanstungnar rúnir) er notað um rúnastafi sem settir eru hver ofan í annan; þannig geta þeir myndað eitt teikn fyrir hvert orð, sbr. „Rista má rúnastaf einn fyrir ord hvört“.25 24 JS. 496, 4to. Skýring í Finn Magnusen (1841) bls. 184: „bogstaviig over- sat: fangne eller bundne Tegn“ er mjög vafasöm. 25 Finn Magnusen (1841) bls. 165.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.