Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 126

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 126
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS staðar nefndir stólar. Þannig heitir Stóll yzt í fjallgarðinum milli Skíðadals og Svarfaðardals. Mun mega finna hliðstæður víða á germanska málsvæðinu, a. m. k. þekkjast suður um Þýzkaland nafn- giftir af þessu tæi; Königstuhl (hásæti) heitir t. d. í fjöllunum ofar Rínarsléttu, fræg sjónarhæð. Stóllinn nyrzt í Eilífsf jalli hefur þótt svo einkennilegur að nafn hans, lengi vel aðeins eitt örnefni af f jölda- mörgum í fjallinu, hefur sótt á jafnt og þétt þegar aldir runnu, unz það hafði bolað burt sjálfu heildarheitinu og lagt undir sig alla hina miklu tignarborg. Eins mun þessu farið um Mælifellshnjúlc. Hann hét að fornu Mælifell og í því eru þó nokkur ömefni. Háfjallið, tindurinn, hefur heitið Mælifellshnjúkur. Hann má greina úr ellefu sýslum að sagt er, hann var eyktamark í byggð en leiðarmark á há- lendinu, og sums staðar nærsveitis sést ekki af fjallinu annað og meira en hann, jafnvel ekki frá sjálfum kirkjustaðnum sem dregur nafn af Mælifelli. Heiti tindsins hefur fyrir þessar sakir verið oft í munni manna og með tíð og tíma færzt á fjallið allt.1 Hraunþúfuklaustur hygg ég að sé eitt þeirra örnefna sem komizt hafa á hreyfingu. Hinn þröngi fjallasalur innst í Vesturdal bar nafnið fyrst, en nú heita svo grónar veggjaleifar þar. 1 Til eru þau örnefni í Skag-afirði, sem nú á tímum hafa fært út kvíarnar líkt og Tindastóll og Mælifellshnjúkur áður. Að upphafi Rauðamyrkurs, sögu- þáttar míns, stendur að bærinn Syðri-Hofdalir séu í Blönduhlíð. Eigi viður- kenna gamlir heimamenn það, enda eru Hofdala-bæirnir í Viðvíkurhreppi, ekki Akrahreppi. En svo er um Blönduhlíð, að hún er tekin að fika sig norður á bóginn. Ef til vill ýki ég samt það ferðalag örnefnisins með því að teygja hlíðina út í Hofstaðabyggð, enda þótt ég telji mig hafa heyrt það gert vestan Vatna í uppvexti mínum. En til marks um landvinninga þessa byggðarheitis eru línur í nýlegu bréfi til mín frá gömlum Blöndhlíðingi, Gísla Magnússyni í Eyhildarholti. Hann skrifar: „Blönduhlíð er nú talin ná að hreppamörkum Akra- og Viðvíkurhreppa (við Brotholtslæk), og eru því yztu bæir í Hlíðinni Ytri-Brekkur (að neðan) og Dýrfinnustaðir (að ofan). 1 æsku minni var Hlíðin hins vegar aðeins talin ná að sóknarmörkum Flugu- mýrar- og Hofstaðasókna og yztu bæirnir voru þá Þverá (að neðan) og Axlarhagi (að ofan).“ Hér má auka því við, að ekki er nema ein bæjarleið milli Syðri-Hofdala og Ytri-Brekkna. Tungusveit er og byggðarheiti sem komið er á ról og hefur víkkað merk- ingarlega. Eftir gamalli og gildri málvenju vísar það alleinasta til tungunnar milli Héraðsvatna að austan og Svartár að vestan; yzti bær Vindheimar, fremsti bær Tunguháls. Á seinni árum er alltítt í mæltu máli að Tungusveit nái til bæja vestan Svartár; menn segjast t. d. ætla fram í Tungusveit og eiga þá við meginbyggð Lýtingsstaðahrepps beggja vegna Svartár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.