Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 48
52 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS t.d. útsaum. Slíkt þekkist frá Norðurlöndum eins og til dæmis úr karl- mannsgröf í Bjerringhöj við Mammen á Miðjótlandi í Danmörku.1 Það er þó líklegt að slíkt hafi einnig verið til á Islandi, þótt ekki sé það varðveitt. Yngri víkingaaldarstílarnir koma fyrir á Islandi bæði á smáum gripum og stórum. Minni gripirnir eru eins og á Norðurlöndum úr ýmsu efni. Stærri listaverk eru á Norðurlöndum unnin bæði í stein og tré, en á íslandi aftur á móti aðeins í tré og aðeins í Mammen- og Hringaríkisstílum. Frá Islandi þekkjast ekki heldur dæmi um stór listaverk í Úrnesstíl. En listaverkin skiptast ekki bara í lítil og stór þau eru líka ýmist tvívíð eða þrívíð. Tvívíðar myndir nefni ég hér útlínuteikningu, riss eða grunnan skurð þar sem myndefnið og það, sem kringum það er, liggja í sama fleti. Dæmi um slíkt er gríman á litlu plötunni úr hvalbeini eða hvaltönn frá Ljótsstöðum í Skagafjarðarsýslu (mynd 1 a)J, hringarnir, hirtirnir, tréð og dýrafléttan á beinhólkinum sem fannst við Rangá milli Keldna og Árbæj- ar eða stönglarnir og akantusblöðin á fjölinni frá Gaulverjabæ.6 Þrívíðar myndir eru ýmist lágmyndir eins og til dæmis Úrnesnælan frá Tröllaskógi á Rangárvöllum (mynd 5)7 eða raunverulegar líkneskjur, eins og t.d. styttan litla frá Eyrarlandi í Eyjafirði (mynd 3). Lágmynd er mynd sem rís upp frá grunnfleti, og er til þess ætluð að sjást að framan. Lágmyndir geta verið grunnt eða djúpt skornar. Einnig geta þær verið grafnar niður í flötinn. Gagnstætt lágmynd er líkneskja til þess ætluð að skoðast frá öllum hliðum. Engar stórar líkneskjur þekkjast frá síðari hluta víkingaaldar á íslandi, og reyndar hvergi á Norðurlöndum. Eins og áður segir eru fá dæmi um natúralískar myndir manna eða dýra á Islandi, en þekkjast þó bæði á smáum verkum, eins og t.d. á bein- hólknum frá Rangá\ og stórum eins til dæmis Flatatungufjölum. í báðum tilvikum eru myndirnar með hreinu skreyti. Stílar þeir sem tíðkuðust á síðari hluta víkingaaldar voru ekki einungis sameiginlegir öllum Norðurlöndum, þeir voru einnig sameiginlegir öllum þjóðfélagsstéttum frjálsra manna, og skópu sjálfsmynd víkingaaldarmanna ásamt tungu, skáldskap og trúarbrögðum. Mikil listaverk og nýjungar í list skópu listamenn sem voru undir handarjaðri ráðandi ríkismanna sem á Norðurlöndum voru konungar, höfðingjar og háklerkar, en á íslandi stórbændur, goðar og háklerkar. Eitt gleggsta dæmið um þetta á Norður- löndum er stóri myndsteinninn sem Haraldur konungur lét reisa í Jalangri (Jelling) á Jótlandi. íslenskt dæmi eru fjalabrotin frá Flatatungu, sem lík- lega eru elstu varðveittu hlutar af innréttingu í kirkju, sem til eru á Norð- urlöndum, með skrauti í hreinum Hringaríkisstíl." Minni háttar listaverk og listiðnaður er einkum þekkt á nytjahlutum, gerðum í ódýrara efni og misjafnlega vel, oft greinilega fjöldaframleiddir. Kaupendur skrauthlut-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.