Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 59
YNGRI VÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI 63 efst er, er á æðsta og mikilvægasta staðnum á listaverkinu samkvæmt hefðum kristinnar listar á þeim tíma sem verkið var unnið. Akantusinn stílfærði er „pars pro toto" og táknar lífstréð. Undir reitnum sem hann er í má sjá skrautlaust lárétt band, sem skilur efra flötinn guðdómlega með hreinu skreyti frá neðra fletinum þar sem myndirnar eru að nokkru nat- úralískar. Á neðra fleti er mynd af röð helgra manna og eru þeir séðir fram- an frá, nema nefin sem eru sýnd frá hlið. Allir hafa geislabaug um höfuð- ið. Af handahreyfingum mannanna þar sem þær sjást, má ráða, að helgur maður (Kristur?) er að blessa með handahreyfingu sem kölluð er Bene- dictio Latina. Sá helgi maður sem stendur honum á hægri hönd réttir hægri handlegginn yfir bringuna, snýr handarbaki út og heldur fingrum saman, og gerir þannig bendingu sem nefnist Hodegetria5'’ í átt til fyrr nefnda mannsins. Hugmyndirnar bak við skrautverkið á Flatatungufjölum eru þær sömu og að baki óteljandi öðrum myndum í kristinni list þessa tíma. Flatatungufjalir eru elstu hlutar úr kirkjuinnréttingum á Norðurlönd- um. Guðfræðingar réðu hvað kirkjulistamenn skyldu sýna og þótt langt sé milli Norðurlands og Norður-Ítalíu er þar sama hugsun að baki kirkjulist þessa tíma. Verk náskylt Úrnesstíl Á beinhólk frá Rangá, ekki langt frá Keldum, Þjms 329,5' má sjá harla einstæða skreytingu. Myndefnin þar eru: tré, tveir hirtir, fjögur kringlótt form og dýraflétta. Hólkurinn frá Rangá hefur upphaflega verið breiðari. Ekki er vitað til hvers hann var notaður. Hann er talinn fundinn í upp- blásnu kumli. Eftirfarandi tafla sýnir mál og þyngd, myndefni og stíl. Mál og þyngd Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd ígr Þjms 329 2,6 3,7 0,4 9,92 Myndefni og stíll Tré Hirtir Hringir Dýrafléttur Úrnes X 2 • X 4 • X X (X)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.