Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 78
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS nánast óhjákvæmilegt og jafnframt beinlínis æskilegt í rannsóknarstarfi sem þessu að láta hrífast af goðsögnum. Án þeirra er hætt við að við- fangsefnið verði litlaust og leiðinlegt. Til þess að hafa úthald og þolin- mæði verður maður að hrífast af viðfangsefninu og í þessu tilviki er um að ræða óásjálegt hús sem undir tötralegu yfirbragði leynir óvenju góðu handverki. Húsinu tengist skemmtileg saga og væri hún sönn þá yrðum við að endurskoða fyrri trú okkar á því hvert sé elsta timburhús landsins. Mér er það þess vegna alls ekki ljúft að verða til þess að „eyðileggja" góða sögu og þrátt fyrir orð mín hér að framan þá held ég ekki að það sé nauðsynlegt í þessu tilviki. Að öðru jöfnu vil ég frekar stuðla að umburðarlyndi gagnvart góðum sögum og hlífa þeim við miskunnar- lausri smásmygli í sönnunum. Mér finnst að Hillebrandtshúsið eigi að fá að njóta sögunnar um uppruna sinn án þess að meira sé fullyrt en efni standa til. Staðreynd er að Hillebrandtshús var reist á Blönduósi árið 1877. Það er elsta hús staðarins og ber öll ummerki byggingarlistar síns tíma. Burðargrind hússins er óvenju vönduð. Hillebrandtshúsi tengist saga um uppruna þess sem ekki verður afsönnuð enda þótt ekkert hafi komið fram sem staðfesti hana. Lengra hefur sá þráður ekki verið rakinn. Keppnin um það hvert sé elsta hús landsins mun halda áfram. Ýmislegt hefur komið í ljós á seinustu misserum sem bendir til þess að goðsagna- fíknin hafi áður leitt okkur af þröngri götu vísindamennskunnar og þau hús sem við höfum talið elst húsa séu í raun og veru yngri en óskhyggjan leiddi okkur til að trúa. VIÐAUKI Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið í maí, skrifaði ég gagnrýni á grein Hrefnu Róbertsdóttur sem birtist í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1992. í stuttu máli taldi ég Hrefnu álykta um of um aldur Hillebrandtshúss. Ég hefði hins vegar betur beðið í nokkra mánuði með gagnrýni mína því nú er sann- leikurinn um húsið kominn í ljós. Þó get ég sagt það mér til málsbóta að rit- stjóri árbókarinnar krafðist greinar minnar í vor með festu og þunga sem ekki varð vikist undan. Fyrir fáum vikum hófst viðgerð á Hillebrandtshúsi. Fyrsta verkið var fólgið í því að fjarlægja múrhúðina utan af veggjunum, kvisti af þakinu og allar síðari tíma viðbætur inni í húsinu, þ.e. innréttingar, veggi o.fl. Eftir stóð allt sem talist getur upprunalegt í húsinu og allir byggingarhlutar þess voru aðgengilegir til skoðunar. Þá hafði allur sannleikurinn sem lesa má úr húsinu sjálfu verið aflrjúpaður. Ef við Hrefna hefðum haft þolin- mæði til að bíða með ályktanir og getspár hefðu árbækur Fornleifafélags-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.