Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 125

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 125
BJARNI F. EINARSSON MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM Sjávarfornleifafræðileg rannsókn í Höfninni við Flatey á Breiðafirði sumarið 1993 Inngangur Þann 8. ágúst 1992 voru tveir kafarar á sveimi í Höfninni í Flatey á Breiðafirði. Þeir voru ekki aðeins þar vegna kyrrðarinnar og fegurðar sjá- vargróðursins, heldur voru þeir að leita skips sem þeir töldu þar vera að finna. Þess var getið í annálum að skip hefði sokkið þarna fyrir rúmum þremur öldum og voru þessar frásögur ástæðan fyrir veru tvímenning- anna í sjónum þennan dag. Vissulega fundu þeir flak nánast um leið og þeir köfuðu, en það reynd- ist ekki flakið sem þeir leituðu, heldur annað mun yngra, frá síðustu öld. Þann 22. ágúst sama ár voru þeir aftur komnir á kreik í Höfninni. Nú fundu þeir fyrstu vísbendinguna um eldra flakið, hvítan disk með bláu skrauti. Þegar eilitlu af sjávarsandinum hafði verið blakað frá uppskáru þeir laun erfiðis síns, því að í ljós kom byrðingur úr skipi sem líklega var það sem annálar sögðu frá. Kafararnir tveir, Erlendur Guðmundsson og Sævar Árnason, gerðu Þjóð- minjasafninu þegar viðvart og færðu því gripi, sem þeir höfðu tekið upp af sjávarbotni. Greinilegt var að á meðal gripanna voru munir frá 17. öld, leirmunir úr hvítum jarðleir, (enska faience, danska fajance), með hand- máluðu bláu skrauti eða myndum. Ákveðið var að Þjóðminjasafnið sendi menn á staðinn til að kanna nán- ar flökin tvö og aðstæður allar með tilliti til hugsanlegra rannsókna síðar meir. Sú athugun leiddi í ljós að góðar aðstæður væru til að reyna sjávar- fornleifafræðilega rannsókn í fyrsta sinn á Islandi. Var það og gert sumar- ið 1993, 11.- 26. júlí, og fjallar þessi grein um þá rannsókn og niðurstöður hennar. Allar teikningar eru eftir greinarhöfund nema annars sé getið. Erlendur Guðmundsson tók neðansjávarljósmyndir, en höfundur aðrar ljósmyndir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.