Fréttablaðið - 28.09.2001, Page 2

Fréttablaðið - 28.09.2001, Page 2
KJÖRKASSINN ENCIN SÁTT Netverjar eru svartsýnir á að nokkurn tíma ná- ist sátt um stjórn fisk- veiða. Taepur fjórðung- ur telur að sátt muni nást. Næst einhvern tíma sátt um stjóm fiskveiða? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is ------- 2 23% Spurning dagsins í dag: Ertu smeyk/ur við flugferðir eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun Álfhólsvegur: • • Okumaður féll í yfirlið LðCRECLUMÁL Ökuraaður féll í yfirlið þegar hann var að kom af hliðar- götu inn á Álfhólsveg í Kópavogi í gær. Við götuna var merki um ' stöðvunarskyldu og er talið að öku- maður hafi þá ekki verið við með- vitund. Árekstur orsakaðist af þessu en enginn slasaðist að sögn lögreglu. Ökumaðurinn hefur áður fallið í yfirlið við akstur og segir lögreglan það alvarlegt mál þegar ökumenn, sem eiga það til að falla í yfirlið, leggi samborgara sína í hættu með þessum hætti. ■ Kynferðisbrotamál: Vísað heim dómsmál Hæstiréttur vísaði í gær aftur í hérað kynferðisbrotamáli þar sem karlmaður hafði verið dæmdur í fimm mánuða fangelsi, þar af f jóra mánuði skilorðsbundið, fyrir að þukla á tíu ára stúlku og fá hana til að snerta kynfæri sín. Hæstiréttur hafnaði því að lýsing málsatvika hefði verið óljós en taldi að óskýrt væri hvers vegna aðal- meðferð málsins hefði verið frestað. Þá hafi röksemdafærslu héraðsdóms Reykjaness verið ábótavant þar sem ekki hefði verið fjallað um mótmæli ákærða. ■ Fj árm álaráðuneytið: Lægri skatta á fyrirtæki skattar Öll efnahagsleg rök mæla með myndarlegri lækkun fyrir- tækjaskatta, bæði tekju- og eign- arskatta, segir í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Slíkt samrýmist traustri hagstjórn. „Slík aðgerð myndi virka sem vítamínssprauta inn í íslenskt efnahagslíf og verða til þess að skapa jafnt fyrirtækjum sem ein- staklingum starfsskilyrði sem jörfnuðust á við það besta sem gerist annars staðar,“ segir þar. Á móti tekjulækkun vegi breiðari skattstofnar. ■ gj FRÉ ITABLAÐlÐ jÍÍjÍr-j. ' « • f. j ** - ' 28i. séptember 2001 FÖSTUDAGUR Bush Bandaríkjaforseti: Hert öryggisgæsla á flugvöllum WASHINGTON. ap Georg W. Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti Banda- ríkjamenn í gær til að fara að fljúga á nýjan leik. Hann kynnti auknar öryggisráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, henni verður falið að sjá um öryggismál á banda- rískum flugvöllum. Hann sagði einnig að 500 milljónum dollara yrði varið í aukinn öryggisbúnað í flugvélum, í þeirri von að flug- rán heyri sögunni til. „Við munum ekki láta ferða- frelsi okkar of hendi. Við mun- um ekki láta frelsi okkar af hendi,“ sagði Bush í ræðu sem hann flutti fyrir 6.000 starfmenn O’Hare flugvallarins í Chigago. Flugvélum frá American Air- lines og United Airlines, mynd- uðu umgjörð um atburðinn en vélarnar sem hryðjuverkamenn- irnir rændu voru frá þeim flug- félögum. Rúmlega tvær vikur er síðan hryðjuverkin áttu sér stað. Bandarískir ríkisstjórar brugðu þegar við skipan forset- ans og hófu að kalla saman þjóð- varðliða sem sinna munu örygg- isgæslu í flugvélum og á flug- völlum að einhverju leyti. ■ ÞJÓÐVARÐLIÐAR á FLUGVELLINA „Við munum ekki láta ferðafrelsi af hendi," sagði Bush í Chicago í gær., Talibanar: Boð til bins Ladens islamabad. ap Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að hún hefði afhent Osama bin Laden skilaboð þar sem hann er beðinn um að yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja. Taliban- ar hafa hingað til sagt að þeir vissu ekki um dvalarstað bins Ladens. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnin viðurkennir að hún viti hvar bin Laden, sem er grunaður um að bera ábyrgð á hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum, er nið- urkominn. ■ Lagt að Þorgerði að fara í Suðurkjördæmi Forystumenn í Eyjum og Reykjanesi hafa rætt þennan möguleika við þingmanninn. Aðrir leita eftir stuðningi við Arna Sigfússon til að leiða flokkinn í Suðurkjördæmi. Ottast að Guðni verði fyrsti þingmaður kjördæmisins SUÐURKJÖrpæmi Innan raða Sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi, sem nær frá Reykjanesi að Hornafirði er unnið hörðum höndum við að —♦—- finna frambjóð- Sjálfstæðis- anda sem gæti menn í Eyjum leitt flokkinn við og Reykjanesi næstu þingkosn- á fullu við að i.ngar eftir að leita að sterk- Árni Johnsen um leiðtoga sagðl af sér Þlng- sem gæti leitt mennsku. Meðal flokkinn við annars hafa for- næstuþing- ystumenn flokks- kosningar eftir ms. 1 Vestmanna- að Árni John- eyjum og Reylya- „„„ nesi rsett þann iætt’ möguleika við Þorgerði K. Gunnarsdóttir þingmann flokks- ins að hún flytji sig yfir í Suður- kjördæmið til að leiða flokkinr. þar. Þorgerður staðfestir við Fréttablaðið að forystumenn flokksins á þessum stöðum hafi rætt þetta við sig. Hún segist hins vegar ekki hafa tekið neina ákvörðun um það, enda nægur tími til stefnu. Sigmundur Sigur- ÞORCERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR AL- ÞINGISMAÐUR Staðfestir að rætt hafi verið við sig geirsson fyrrverandi stjórnar- maður í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna segir að hann og fleiri séu að vinna að því að afla fylgis meðal flokksmanna að fá ÁRNI SIGFÚSSON FORSTJÓRI TÆKNIVALS Sagður vera álitlegur kostur Árna Sigfússon forstjóra Tækni- vals og fyrrverandi leiðtoga flokksins í borgarstjórn til að gefa kost á sér, en hann og Árni Johnsen eru systkinabörn. Þorgerður K. Gunnarsdóttir vildi hins vegar ekki tjá sig frek- ar um þær viðræður sem fram hafa farið á milli hennar og flokkssystkina hennar í Suður- kjördæminu. Sigmundur Sigur- geirsson segir að Árni sé mjög álitlegur kostur en hann muni ekki taka ákvörðun fyrr en séð verður hvaða stuðning hann fær. Samkvæmt heimildum innan Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi óttast menn að ef ekki fæst sterkur frambjóðandi til að leiða flokkinn í næstu þingkosn- ingum sé hætt á því að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verði fyrsti þingmaður kjör- dæmisins í stað þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Sömu heimildir telja að ekki séu mikl- ar líkur á því að þingmennirnir Drífa Hjartardóttir og Kristján Pálsson séu það sterkir fram- bjóðendur að þeir geti komið í veg fyrir það. Sérstaklega þegar haft sé í huga að mikil sigling sé á Guðna í kjördæminu eftir að hann varð landbúnaðarráðherra. grhafrettabladid.is Viðskiptahallinn: Súpum seyðið af lántökum EFNAHAC5MÁL „Það er erfitt að ná niður halla sem er tilkominn vegna skuldasöfnunar fyrri ára. Til að mæta honum þyrfti að vera afgangur af vöruskiptum við út- lönd,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og T0LVUSTYRÐ LYFJASKÖMMTUN -ÓDÝR, ÖRUGG 0G ÞÆGILEG- mm 9C-.JW*, MmxmsmBimaímusui dregur ekki úr því að töluvert langt sé í land með að svo verði. „Það er til að mynda enn veruleg- ur halli á vöruskiptum þrátt fyrir að hann hafi minnkað nokkuð á milli ára.“ Með öðrum orðum, á meðan lánin sem fjármögnuðu viðskiptahalla undanfarinna ára hafa aukist vegna —♦-— gengisfalls krón- „Vegna þessa unnar hafa útflutn- verður óhjá- ingstekjur ekki kvæmilegt að aukist til samræm- ganga í gegn- ls- Það er áætlað í um tímabil lít- mánaðarriti Bún- ils hagvaxtar aðarbankans að þar sem þjóð- skuldsetning þjóð- arútgjöld að- arbúsins vegna lagast þjóðar- Þessa é árinu fari tekjunum" yfir 30 milljarða. Það yrði meira en samanlagður halli vöruskipta og þjónustujafnaðar. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar bankans, segir þróunina alvarlega, mun erf- iðara sé að vinna á viðskiptahall- anum en áður. Þannig megi minn- ka vöruskiptahalla með því að draga úr neyslu, en halli vegna vaxtagreiðslna geti reynst viðvar- andi. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Þurfum að draga saman (þjóðarút- gjöldum. BIRGIR fSLEIFUR Erfið samsetning viðskiptahallans. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Áframhaldandi þrýstingur á krón- una til lækkunar. Þórður bendir á að slæmt ástand megi rekja til þess að fjár- festingar í útflutningstælcifærum hafi ekki verið í samræmi við skuldsetninguna. Fjárfesting í framtíðartækifærum ætti að vera forsenda hallareksturs, en slíkt hafi ekki alltaf verið uppi á teng- ingum hér. „Vegna þessa verður óhjákvæmilegt að ganga í gegnum tímabil lítils hagvaxtar þar sem þjóðarútgjöld aðlagast þjóðartekj- unum.“ Stóriðja sé ein leið til að auka við tekjuhliðina, en til fram- búðar sé æskilegt að auka jafn- vægi á markaðinum. Birgir ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri, tekur undir að mun erfiðara sé að eiga við við- skiptahalla sem tilkominn er vegna aukningar á lánum og vaxta- greiðslum sem þeim eru samfara. Hann telur þó að blikur séu á lofti um að þenslustig þjóðfélagsins fari minnkandi og leyfi jafnvel vaxta- lækkun á næstunni. Aðspurður segir hann að hugsanlega hefði verið mögulegt að skila meiri af- gangi undanfarin ár til að mæta samdráttarskeiðinu, en það sé hins- vegar auðvelt að vera vitur eftir á. mattiafrettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.