Fréttablaðið - 28.09.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 28.09.2001, Síða 10
f f<f f f ABf.AÐff; 10 FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2001 FÖSTUDACUR Hœttum að hugsa um Netið! Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladíd.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Netið er rafmagn upplýsinga- iðnaðarins. Allt sem þú veist um rafmagn er að það fer ein- hvernveginn þvers og kruss í gegnum þráðinn og er framleitt í —+— orkuverum. Við „Nýja hagkerf- stingum bara í ið var bull" samband, kveikj- +__ um ljós og borg- um reikninginn. Flóknara er það ekki. Þannig verður Netið í framtíðinni eftir að það hefur slitið barnsskónum og búið verður að koma því í al- mennileg tæki, sem ekki eru alltaf að bila og ekki kostar kýr- verð að uppfæra. Öll internet- fyrirtæki eru nú nánast verð- laus, eða umbreytt í venjuleg fyrirtæki, og hin venjulegu eru orðin internetfyrirtæki á sama hátt og þau nota rafmagn til starfsemi sinnar. Hættum að hugsa um Netið, notum það bara! Þetta var boðskapur Þórð- ar Víkings Friðgeirssonar verk- fræðings í Hádegisháskólanum, en hann er nýjung sem Háskól- inn í Reykjavík bryddar upp á. Sjaldan hafa eins margir ver- ið rótplataðir á jafn stuttum tíma og þegar netbólan blés út á síðasta áratug. Upplýsingaiðnað- urinn, Netið og hátæknin áttu saman að vera stofninn í nýju hagkerfi sem laut öðrum lögmál- um en hið gamla. í nýja kerfinu þurfti ekki að sanna sig með reynslu, hagnaði, stefnu, við- skiptavinum eða öruggum Mál .manna Einar Karl Haraldsson fór í Hádegisháskólann dreifileiðum. Það var nóg að veifa þekkingu og frumkvæði, sætu viðskiptaútliti, heimsókn- um á Netið og væntingum um viðskiptavini til þess að fá fullar hendur fjár að leika sér með. Sölutölur í netverslun reyndust vera óáreiðanlegar vegna þess að í raun var verið að efna til út- sölu í nýjum miðli, birgjar kepp- tust við að veita afslætti til þess að fá að vera með í leiknum, og hagnaðartölur voru skáldskapur sem byggði á hlutabréfaskiptum milli blöðrufyrirtækja. Nýja hagkerfið var bull, en getur enn malað gull, séu gamal- reynd lögmál í rekstrarhagfræði látin gilda um sprotafyrirtæki í upplýsinga- og hátækniiðnaði eins og annan rekstur. Það er ekkert nýtt undir sólinni. ■ 1 BRÉF TIL BLAÐSINS Friðarvökur við sendiráð Samtökin Friður 2000 skrifa: friður Samtökin Friður 2000 skora á íslensk stjórnvöld að sýna þá skynsemi og kjark að andmæla væntanlegri herför Bandaríkj- anna í Mið Austurlöndum og rjúfa samstöðu um hefndaraðgerðir hjá NATO með neitunarvaldi. Ráðgert er að beina sjónum heimsbyggð- arinnar að íslandi sem einstöku kraftaverki friðar á jörðunni, með friðarvökum við íslensk sendiráð á næstu vikum í samvinnu við samstarfsaðila samtakanna víða um heim. Samtökin telja að Bandaríkin sigli undir fölsku flaggi í yfirlýstu stríði gegn hryðjuverkum og séu að draga heimsbyggðina inn í þriðju heimsstyrjöldina. Friður 2000 skorar á stjórnvöld að vera vakandi yfir þróun herfarar Bush forseta og skoða af nákvæmni sönnunargögn sem Bandaríska al- ríkislögreglan FBI og Leyniþjón- usta Bandaríkjanna, CIA leggja fram. Þegar eru komnar fram vís- bendingar um að niðurstaða rann- sóknar hafi verið fyrirfram ákveðin og leitað „sönnunar- gagna“ til stuðnings við fyrir- framákveðna niðurstöðu. Rík ástæða er til að krefjast óháðra lögreglurannsókna áður en af- tökusveitir eru sendar út í nafni alþjóðasamfélagsins og eða NATO til að myrða án dóms og laga. Friður 2000 beinir þeirri áskorun til forseta íslands, að for- setinn ferðast nú þegar um heim- inn, og þá sérstaklega um Banda- ríkin og Bretland, sem boðberi friðar. Með því að koma fram í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum á erlendri grund, getur forseti ís- lands gert kraftaverk til friðar með því að vekja athygli á því að Alþingi íslendinga, sem er elsta Iýðræðisstofnun jarðarinnar, hafi fyrir þúsund árum lært að leysa úr hernaðar-og trúarvandamálum með umburðarlyndi og friði. ■ Stöðug átök í eitt ár Uppreisn Palestínumanna hófst 28. september árið 2000. Hefur kostað nærri 700 Palestínumenn lífið og hátt á annað hundrað Israelsmanna. Ogrun Ariel Sharons fyrir ári er hann fór inn á hel- gasta svæði múslima í Israel markaði upphaf átakanna fyrir réttu ári. fli AQSfl uppreisnin í dag er ár liðið frá því að seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna gegn hernámi ísra- elsmanna hófst. Fimmtudaginn 28. september árið 2000 fór Ariel Shar- on, sem þá var leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í ísrael, ásamt hópi ör- yggisvarða inn í Jerúsalem, þar sem al Aqsa moskan er. A1 Aqsa er þriðji helgasti staður múslima í heiminum, næst á eftir moskunum í Mekka og Medínu í Sádi-Arabíu. Palestínumenn hafa ekki gleymt því að Sharon bar á sínum tíma ábyrgð á fjöldamorðum á Palestínu- mönnum og skipulagði innrásina í Líbanon. Þeim þótti augljóst að hann væri vísvitandi að ögra þeim með því að fara inn á helgasta svæði múslima í ísrael og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þar með var upp- reisnin hafin, sem Palestínumenn kalla A1 Aqsa Intifada, eða uppreisn til varnar al Aqsa. Nærri daglega hefur komið til einhvers konar átaka milli Palest- ínumanna og ísraelskra hermanna á þessu ári sem uppreisnin hefur staðið. Hún hefur kostað hátt í sjö hundruð Palestínumenn og vel á annað hundrað ísraelsmenn lífið. Vopnuð átök hafa flest verið á milli ísraelska hersins og liðsmanna her- skárra samtaka Palestínumanna á borð við Hamas. ísraelski herinn hefur hins vegar ekki hikað við að ráðast á óbreytta borgara með skriðdrekum og herþyrlum auk þess að senda launmorðingja til þess að taka grunaða hryðjuverka- menn af lífi án dóms og laga. Palest- ínumenn hafa fyrir sitt leyti ekki bara beitt grjótkasti gegn ísraelska hernum, heldur hafa sjálfs- morðsárásir verið áberandi liður í uppreisninni, oft með miklu mann- falli óbreyttra borgara. ■ TVISKIPTIR BARNASNJÓGALLAR 1.900 BARNAÚLPUR 1.000 VINNUFATALAGERINN SMIÐJUVEGI 4 OPIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL 10-18 LAUGARD 12-16 ÖGRUN SHARONS Þegar Ariel Sharon lagði leið sína í Al Aqsa moskuna var hann ekki orðinn forsætisráðherra Israels, heldur var hann leiðtogi stjórnarand- stöðunnar og notaði hvert tækifæri til þess að gagnrýna friðarsamninga við Palestínumenn. Lokanir á hernumdu svæðunum: Geigvœrtleg áhrif á daglegt líf í Palestínu AL AOSA uppreisnin Uppreisn Palestínumanna með hótunum um hryðjuverk og stríð hefur aukið mjög ótta Israelsmanna um líf sitt og öryggi, enda líta þeir ekki á hana sem uppreisn gegn hernámi heldur sem skipu- lega herferð hryðjuverkamanna gegn sér. Israelsk stjórnvöld hafa brugðist við með því að einangra Palestínumenn. Flestum borgum og þorpum á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu hefur verið lok- að af með þeim afleiðingum að íbúarnir eiga ekki heimangengt. Þessar aðgerðir hafa haft mikil og geigvænleg áhrif á daglegt líf allra Palestínumanna. Efnahagslegu áhrifin af þess- um aðgerðum ísraelsmanna á Palestínumenn hafa komið illa niður á nánast öllum fjölskyldum á hernumdu svæðunum. Fjöl- margir Palestínumenn komast ekki til vinnu sinnar vegna lokan- anna. Atvinnuleysi meðal Palest- ínumanna er komið upp í 40% og talið er að allt að tvö af hverjum þremur heimilum á Vesturbakk- anum og Gazasvæðinu dragi fram lífið undir fátæktarmörkum. Áhrifa vannæringar gætir æ meir og ungbarnadauði verður algengari. Þeir sem ekki búa í stærri borgum eiga erfitt með að sækja læknisþjónustu og komast jafnvel ekki á sjúkrahús þegar veita þarf flókna meðferð. Starfsfólk heilsugæslustöðva hefur víða hefur ekki komist til vinnu sinnar mánuðum saman. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.