Fréttablaðið - 28.09.2001, Síða 12

Fréttablaðið - 28.09.2001, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2001 FÖSTUPAGUR Verðbréf: Pétur Blöndal og sjávarútvegsmál: Dow Jones hækkar new york. ap Dow Jones vísitalan hækkaði um 360 stig í gær, eða um 4,5%. Ekki er talið öruggt að mark- aðir hækki áfram á næstu dögum enda enn viðkvæmir vegna árásar hryðjuverkamanna á Bandaríkin. Nasdaq vísitalan hækkaði um 5,3%. Að sögn sérfræðinga eiga hækkan- ir sér þær skýringar að fjárfestar afréðu að fjárfesta á meðan hluta- bréf eru á lágu verði. Talið er að verð þeirra eigi eftir að sveiflast til á næstu vikum en fjárfestar velta nú vöngum yfir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka á meðan póli- tískt ástand er enn ótryggt. ■ Gamaldags lausnir sjávarútvecur Pétur Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir miklum umræðum um sjávarútvegsmál á landsfundi flokksins í næsta mánuði. „Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur og þar eru margar mis- munandi skoðanir, þó svo að flokk- urinn fylgi einni meginstefnu. Sjáv- arútvegsmálin hafa verið deilumál með þjóðinni og þá þvert á flokka," sagði hann og áréttaði að eignar- hald auðlindarinnar væri aðal deiluefnið. „Ég hef lagt til að skoð- uð verði leið til að dreifa eigninni á alla þjóðina," sagði Pétur og tiltók að hann hefði í tvígang lagt fram PÉTUR BLÖNDAL Pétur segir tillög- ur sínar í kvóta- málum skyldar innköllunarleið- inni. stöðu til þeirra. framt vanta að þingsályktunartil- lögur í þá veru sem ekki hafi fengist afgreiddar. Jafn- framt hafi hann í þrígang lagt fram tillögur til að draga úr brottkasti. „Þær hafa ekki fengist ræddar í þeim skilningi að þeim sé hafnað með rök- um, þær hafa bara sofnað í nefnd og enginn tekið af- “ Pétur taldi jafn- tekið væri á brott- LLÖGUR PÉTURS H. BLÖNDALS Á ÞINGI TIL ÚRBÓTA í SIÁVARÚTVEGSMÁLUM 19.10.2000: 126. löggjafarþing: Frumvarp til laga: Umgengni um nytjastofna sjávar (afli utan kvóta). 11.11.1999: 125. löggjafarþing: Þingsályktunartillaga: Afnotaréttur nytjastofna á íslandsmiðum. 06.10.1997: 122. löggjafarþing: Þingsályktunartillaga: Umgengni um nytjastofna sjávar. 04.03.1997: 121. löggjafarþing: Þingsályktunartillaga: Umgengni um nytjastofna sjávar. 12.11.1997: 122. löggjafarþing: Þingsályktunartillaga: Skipting afnotaréttar nytjastofna á íslandsmiðum. Upplýsingar fengnar af vef Alþingis. kasti í niðurstöðum endurskoðunar- nefndar laga um fiskveiðistjórnun. „Niðurstaða nefndarinnar er skatt- lagning og síðan á að taka upp ein- hverskonar millifærslukerfi til sveitarfélaga úti á landi. Þetta eru gamaldags lausnir sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki verið hlynnt- ur hingað til,“ sagði hann en taldi ekki útilokað að eitthvað væri í þeim sem honum hefði yfirsést, en það yrðu þá færð rök fyrir því á landsfundinum. Pétur segir að í núgildandi fisk- veiðistjórnarlögum liggi rökleysa sem losna þurfi við. „Veiði einhver óvart fisk, án þess að eiga fyrir honum kvóta, stendur hann frammi fyrir þeim vanda að mega hvorki kasta honum né koma með hann að landi. Hann verður eiginlega að éta fiskinn og það úti á sjó,“ sagði Pét- ur. oli@frettabladid.is BYGCJA SAMAN UPP FJARSKIPTAKERFI Landsvirkjun og OR ætla að byggja upp tetra kerfi hringinn í kringum landið. Það þjónar ýmsum neyðaraðilum eins og björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og almannavörnum. Stikla og Lína. net hætta uppbyggingu tetra kerfis: Eitt fjar- skiptakerfi byggt upp fjarskipti Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um að sameina tetra fjarskiptakerfi Línu. nets og Stiklu í einu fyrirtæki sem þjóna á landinu öllu. Eftir sameiningu yrði sameinað tetra-fyrirtæki að 51% í eigu Orkuveitu Reykjavík- ur og 49% í eigu Landsvirkjunar. Með þessari ákvörðun hætta Lína. net og Stikla, uppbyggingu tetra-kerfis, hvort í sínu lagi. Sex starfsmenn munu vinna í nýja fyrirtækinu og eignir úr tetra- kerfunum tveimur renna undir Orkuveitu Reykjavíkur og Lands- virkjun. Eigið fé fyrirtækisins verður um 500 milljónir. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri OR, segir mikla hagræðingu felast í því að veitufyrirtækin byggi sameiginlegt kerfi fyrir eitt þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að eitt kerfi verði byggt upp á landsvísu í stað tveggja kerfa á takmörkuðu svæði. Helstu viðskiptavinir tetra- kerfis Línu nets eru lögregla og slökkvilið. Veitufyrirtækin eru hins vegar stórir viðskiptavinir hjá Stiklu auk nokkurra smærri aðila hringinn í kringum landið. ■ Miklir erfiðleikar hjá Skjá einum Fjármálastjóri Skjás eins segir mikla rekstrarerfiðleika steðja að Skjá einum. Þess vegna sé nú efnt til fjársöfnunar meðal áhorfenda. Lögregla segir ábendingar um ólögmæti Qársöfnunar sjónvarpstöðvarinnar ekki á rökum reistar. fjársöfnun Miklar erfiðleikar steð- ja nú að rekstri Skjás eins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lög- reglunni í Reykjavík barst frá ís- lenska sjónvarpsfélaginu vegna fjársöfnunar fyrir sjónvarpsstöð- ina. „íslenska sjónvarpsfélagið hf. rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, sem er ókeypis sjónvarpsstöð, þ.e. sjónvarpsáhorfendur greiða ekki áskriftargjald. Samkvæmt áhorfskönnun nýtur sjónvarps- stöðin mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Miklir rekstrarerfið- leikar steðja nú að rekstrinum. Til þess að tryggja megi áframhald- andi útsendingar stöðvarinnar á ókeypis sjónvarpsefni ætlar félag- ið að leita til áhorfenda sinna með það að markmiði að safna fjár- framlögum. Tilgangur söfnunar- innar er því að tryggja félaginn fjárhagslegt bolmagn til áfram- haldandi ókeypis útsendingar Skjás eins,“ segir í tilkynningunni sem undirrituð er af Kristjáni Ra Kristjánssyni, fjármálastjóra ís- lenska sjónvarpsfélagsins. Þorsteinn Skúlason, lögfræð- ingur hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að í gærmorgun hafi emb- GENGIÐ VEL Sjónvarpsstjórinn segir reksturinn og söf- nunina ganga vel. Skammtímaskuldir séu hins vegar þungur baggi á fyrirtækinu. ættinu borist ábending frá manni sem taldi íslenska sjónvarpsfélag- ið ekki uppfylla skilyrði laga um fjársafnanir og að söfnunin stang- aðist á við ákvæði útvarpsréttar- laga varðandi tekjustofna ljós- vakamiðla. „Við könnuðum málið og það er ekki hægt að sjá neitt ólöglegt við þetta,“ segir Þorsteinn sem ekki man eftir dæmum um sambærilegar safnanir einkafyrir- tækja. Rektstrarerfiðleikar Skjás eins og fjársöfnunin nú koma í kjölfar misheppnaðs hlutafjárútboðs ís- lenska sjónvarpsfélagsins í vor og vandkvæða við fjárhagslega end- urskipulagningu sem sagt er að ljúki á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felst endurskipulagningin í því að brey- ta skammtímaskuldum í langtíma- skuldir, óhagstæðum langtíma- skuldum í hagstæðaðri lán og að gefið verði út skuldabréf með rétti til að breyta í hlutabréf. Ónafngreindur starfsmaður Skjás eins segir að almenn fagnað- arlæti hafi brotist út þegar for- svarsmenn fyrirtækisins kynntu söfnunaráformin á starfsmanna- fundi í fyrrakvöld. „Ef fólk er til- búið að borga þetta alla mánuði ársins fyrir Stöð 2 er það örugg- lega tilbúið að gefa okkur þetta einu sinni til að halda okkur áfram í góðum gír,“ segir starfsmaður- inn. Helstu eigendur íslenska sjón- varpsfélagsins eru Hagkaups- bræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir, feðgarnir Jón og Ey- þór Arnalds auk sjónvarpsstjórans Árna Þórs Vigfússonar og Krist- jáns fjármálastjóra. gar@frettabladid.is Fiskvinnsla með kvóta: Eflir atvinnuöryggi fiskverkafólks SjávarútveguR Aðalsteinn Á. Bald- ursson formaður matvælasviðs innan Starfsgreinasambands ís- lands segist fagna því að fisk- vinnslustöðvar fái kvóta eins og lagt er til í meirihlutaáliti nefndar sem vann að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Hann segir að þetta muni efla atvinnuöryggi fiskverkafólks og vísar á bug að það muni leiða til meira kvóta- brasks eins og forystumenn sjó- manna hafa haldið fram. Hann AÐALSTEINN Á. BALDURSSON Segist ekki telja að fiskvinnslustöðvum muni fækka við það að fá kvóta segir að það sé betra að fisk- vinnslustöðvar geti skráð kvóta sinn á sig í stað þess að vista hann á skip eins og verið hefur hjá þeim stöðvum sem eiga kvóta. Hann segir að það sé ójafn leik- ur með tilliti til atvinnuöryggis fiskvinnslufólks að kvóti skuli að- eins verið skráður á skip en ekki líka á fiskvinnslustöðvar. Hann segir að þegar litið sé til hags- muni allra í sjávarútvegi sé það til bóta að stöðvarnar fái kvóta en ekki einungis útgerðir. Það sé jafnframt eitt besta stjórnunar- tækið til að efla byggð í landinu. ■ Áxni Þór Vigfússon: Því meira því betra fjársöfnun Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri Skjás eins, sagði í gær að sjónvarpsstöðin leiti til áhorfenda með fjárframlög til að tryggja áframhaldandi metnaðar- fulla dagskrá. Árni Þór sagði að endurfjármögnun íslenska sjón- varpsfélagsins, sem hafi tekið lengri tíma en ætlað var, sé nú að Ijúka. „Á þessum tímapunkti leitum við til þjóðarinnar um að styrkja okkur í eitt skipti um eins mánaðar áskrift samkeppnisaðila okkar. Við erum líka að minna á að við erum ókeypis en samkeppnisaðilarnir okkar kosta,“ sagði Árni Þór. Að sögn Árna Þórs er ekki stefnt að sérstakri fjárupphæð í söfnuninni. „En eftir því sem meira kemur inn því betur erum við í stakk búnir fyrir framtíðina," segir hann. Þegar rætt var við Árna Þór síðdegis í gær sagði hann að fjársöfnunin hefði gengið vel: „Símarnir hafa ekki stoppað og við fáum sendar baráttukveðjur alls staðar að af landinu." Að sögn Árna Þórs er við- skiptahugmyndin um auglýsinga- sjónvarp að ganga upp hjá Skjá ein- um. „Reksturinn skilar hagnaði en það er ekkert launungarmál að við höfum verið frekar illa fjármagn- aðir með skammtímalánum og það hefur háð rekstrinum. En nú horf- um við fram á bjarta framtíð og biðlum til þjóðarinnar að gera hana enn bjartari." ■ —— Níu mánaða uppgjör: Gengistap eykst fyrirtæki Efnahagsreikningur í niu mánaða uppgjöri fyrirtækja er gerður upp til dagsins í dag. Krón- an lækkaði um 0,55% í litlum við- skiptum í gær og endaði gengisvísi- talan í 143,5 stigum. Eftir því sem vísitalan er hærri er íslenska krón- an veikari. Krónan hefur aðeins einu sinni verið veikari en það var 20. júní sl. samkvæmt fréttum Bún- aðarbankans. Gera má ráð fyrir að reiknað gengistap fyrirtækja auk- ist frá hálfs árs uppgjöri, en gengi krónunnar við lok markaðarins í gær var skráð 3,6% lægri en eftir fyrstu sex mánuði ársins. ■ Eigum allt of mikið af • Jólavörum • Gjafavörum Verslun • Fatnaði KAYS • Snyrtivörum • Skarti ofl. fl Austurhrauni 3 Gbæ/Hfj. Sími 555 2866 Verð á fatahreinsun: Mikil hækkun á verði neytenpur Sam- keppnisstofnun kannaði á dögun- um verð á hreins- un nokkurra al- gengra gerða fatn- aðar og glugga- tjalda. Verð var kannað hjá 28 • efnalaugum á höf- uðborgarsvæðinu og var sambærileg könnun gerð í október 1999. Verð á þjónustunni hafði hækkað um 19% VERÐ Á HREINSUN 1999 OG 2001 Meðalverð Meðalverð Meðalverðbreyting : f okt. 1999 í sept. 2001 okL 1999 til sept. 2001 p Jakki 605 719 19% 1 Buxur 604 717 19% I Pils 592 708 20% Peysa 444 546 23% Jakkapeysa 535 643 20% Silkiblússa 627 715 14% Kápa 1043 1259 21% Kápa með hettu/skinnkraga 1082 1283 19% Rykfrakki 1082 1290 19% I Gluggatjöld 613 724 18% I Meðalverðhækkun 19% | á þessum tíma. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um ustu í könnuninni borið saman verð. 11,9% og vísitalan 16.9%. V ur verð reyndist milli efn eða t: 40% mill ar dýru: ódýrustu var lagt gæði eðc heldur eii

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.