Fréttablaðið - 28.09.2001, Side 4

Fréttablaðið - 28.09.2001, Side 4
FRÉTTABLAÐIÐ SVONA ERUM VIÐ 28. september 2001 FÖSTUDAGUR TÓNLISTARSMEKKUR LANDSMANNA Klassísk tónlist og rokk virðast bera höfuð og herðar yfir aðrar tónlistartegundir þegar kemur að því að heilla landsmenn. Þó virðist svo vera að fjórða hverjum lands- manni sé nokk sama á hvað hann hlustar, í það minnsta skilgreina flestir sig sem alætur á tónlist. Klassítt___________________13% Rokk ______________________13% Paegurlög_________________7,8% Sígilt rokk_______________4.6% Kántrý____________________3.1% Jass______________________2.9% Þungarokk_________________2,4% Alaetur____________________26% Heimild: Gallup, könnun 28. júní til 10. júlf. FRIÐURINN ÚTI? Skömmu eftir fund Arafat og Peres brutust út átök milli ísraelskra hersveita og palest- ínskra byssumanna. Atök þrátt fyrir friðarum- leitanir: Þrír Palestínu- menn létust GAZA-BORG. CAIA-SVÆÐINU.AP Þrír Palestínumenn létust og 22 særð- ust í skotbardaga eftir að ísraelsk- ar hersveitir lögðu í rúst þónokkr- ar byggingar á svæði Palestínu- manna í Gaza-borg. Átökin áttu sér stað aðeins nokkrum klukku- stundum eftir friðarviðræðurnar á milli Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og Shimon Per- es, utanríkisráðherra ísraels í fyrradag. ísraelar höfðu lofað að draga hersveitir sínar til baka frá landsvæðum Palestínumanna auk þess sem Palestínumenn höfðu lofað að halda aftur af byssu- mönnum sínum. Arafat og Peres ætla, þrátt fyrir átökin, að hittast aftur til friðarviðræðna eftir u.þ.b. viku. ■ --$--- Þrjúr reykvísk knatt- spyrnufélög: Fá 30 milljónir í stúkustyrki sveitarstjórnir íþróttafélögin Fylkir, Víkingur og ÍR fá hvert um sig tíu milljóna króna styrk úr borgarsjóði til að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur á félagssvæðum sínum. Þetta var samþykkkt í borgarráði í fyrradag. Framkvæmdastjóra íþrótta og tómstundaráðs (ÍTR) hefur verið falið að ganga frá samningum vegna styrkjanna. Að því er segir í samþykkt ÍTR á þar að koma skýrt fram að styrkirnir séu vegna aðstöðu sem félögin séu þegar að vinna við að koma upp og að þeir séu ekki fyrirheit um frek- ari framkvæmdir. ÍTR segir að áhorfendafjöldi á knattspyrnuleikjum fari vaxandi og að með styrkjunum sé verið að knma áhnrfpndasvmðnm í viðun- andi horf. ■ | UTANRÍKISMÁL I * --------------------1 Afundi varnarmáiaráðherra NATO-ríkjanna á miðvikudag áréttaði Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, stuóning þjóðar- innar við Bandaríkin og sagði ís- land reiðubúið að leggja af mörk- um eftir efnum og ástæðum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Auk hryðjuverka var á fundinum rætt ástandið á Balkanskaga, en fastaráð NATO hefur samþykkt að senda herlið til verndar eftir- litsmönnum Evrópusambandsins og Öryggissamvinnustofnunar Evrópu í Makedóníu. Helgi Laxdal: Auðlindagjald út í hött stjórn fiskveiða „Ég er ánægður með að lagt sé til að áfram verði byggt á því kerfi sem fyrir er en ekki snúið sér að einhverju öðru“, segir Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, um tillögur meirihluta endurskoðunarnefnd- ar. „Mér finnst það hins vegar út í hött að ætla að fara að leggja auð- lindagjald á sjávarútveg, sérstak- lega í ljósi þess að hann er ríkis- styrktur. Þar má til dæmis nefna sjómannaafsláttinn sem skilar sjó- mönnum 800 milljónum króna á ári en myndi kosta útgerðina um 1.300 milljónir árlega ef hún væri látin greiða hann eins og eðlilegt er. Mér finnst að það ætti að byrja á því að yfirfæra þennan kostnað á 0 m EKKI HRÖÐ HUGSUN I Y . í Mér finnst um- hugsunarvert að það skuli hafa tekið nefndina ár að komast að því að hún næði ekki samkomulagí. útgerðina og byrjað á öfugum enda.“ Helgi finnur einnig að því að nú telji menn að útgerðin standi undir auknum útgjöldum í formi auð- lindagjalds, aðeins nokkrum mán- uðum eftir að sjómönnum var sagt að útgerðin bæri ekki að þeir fengju greiddan lífeyrissparnað og aðra þætti sem þeir börðust fyrir í sjómannaverkfallinu. Þá segist Helgi ekki sjá hvað menn ætli sér með því að leyfa skráningu veiði- heimilda á fiskvinnslur, eða hversu langt það geti gengið. Slíkt geti raskað mjög kjörum sjómanna.B Lögreglan í Kópavogi: Minnt á stefnuljós UMFERD. Lögreglan í Kópavogi áminnti ökumenn sem ekki gáfu stefnuljós út úr hringtorgum í gær. Um miðjan dag höfðu 200 ökumenn verið áminntir og 100 á sama stað á einni klukkustund. Umferðalög kveða á um að það eigi að gefa stefnuljós til að leið- beina öðrum og gefa til kynna hvað ökumenn ætli sér að gera. Umferð mun aukast verulega um Kópavog með tilkomu Smára- lindar og hefur hringtorgum skot- ið upp kollinum víða. Lögreglan segir að þegar fram líða stundir þá muni sekt fyrir að gefa ekki stefnuljós nema 5000 krónum. ■ TRJÁRÆKT Heyrst hefur að ýmis fyrirmenni hafi keypt jarðir við Skorradalsvatn í landí Hvamms, jafnvel nokkrar saman, þeir sem bolmagn hafa til. I sveitinni hefur nafn dr. Kára Stefánssonar í íslenskri erfðagreiningu heyrst nefnt í þeim efnum. Afram skógrækt í Hvammi Samningar hafa náðst milli nýs eiganda jarðarinnar Hvamms í Skorradal og Skógræktar ríkisins. Um tíma var staða Skógræktarinnar óljós en hún taldi sig eiga tilkall til ræktunar á jörðinni sem hún hefur staðið fyrir sl. 50 ár. jarðakaup Jörðin Hvammur í Skorradal þar sem Skógrækt rík- isins hefur verið með starfsemi í um hálfrar aldar skeið hefur ver- ið seld. Nýr eig- andi hefur gert eignaskiptasamn- ing við Skógrækt- ina, en blaðið hef- ur heimildir fyrir að fyrri eigendur hafi ekki viljað bæta eða meta til fjár ræktun á landinu líkt og Skógræktin fór fram á. Jörðin er um 330 hektarar að stærð. Kaupandi jarðarinnar heitir Kristjón Benediktsson. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð jarðarinn- ar en tiltók að hún hafi verið dýr, enda væri landið sérlega glæsi- legt. „Þetta verður rekið áfram sem skógræktarjörð, en að hlutá til verða seldar þarna sumarhúsa- lóðir því verð jarðarinnar gefur ekki tilefni til annars,“ sagði hann. Kristjón segir samninginn við Skógræktina á þá leið að hún haldi húsum á jörðinni og 35 hekturum í kringum þau og norðaustur-horn jarðarinnar. „Á móti afsalaði hún sér ræktinni og girðingum. Þetta er afar hagstæður samningur fyr- ir Skógræktina, en mér þótti þetta sanngjarnt því hún hefur verið þarna í áratugi," sagði hann og til- tók að vel hafi gengið að selja lóð- ir, t.a.m. væru bara sjö lóðir eftir við Skorradalsvatn en þær hafi verið 26. „Þaö er svo sem ekki vit- að hvað mikið land fer undir sum- arhúsasvæði, en það verður reynt að hafa það í algjöru lágmarki," bætti hann við. Jón Loftsson, skógræktar- stjóri, staðfesti að samningur hafi verið gerður og einungis sé beðið staðfestingar jarðanefndar og samþykkis ráðuneytisins. „Hvammur er þar með kominn á tryggari grunn því eytt hefur ver- ið ákveðinni óvissu sem upp var komin um framhald starfseminn- ar þar, en þetta er okkar aðal að- setur í Skorradal," sagði hann. Davíð Pétursson, oddviti í Skorradalshreppi, segir að Krist- jón eigi eftir að leggja formlega fyrir hreppinn hugmyndir um fleiri sumarbústaðalóðir á jörð- inni, en sú afgreiðsla geti tekið nokkurn tíma. „Ef hann fer strax af stað þá gæti þetta verið tilbúið í vor,“ sagði hann. Þá taldi hann að kaupverð jarðarinnar gæti varla talist leyndarmál lengur þar sem kaupunum hafi verið þinglýst en það hafi verió um 120 milljónir. oli@frettabladid.is REYKUR Reykur stígur upp frá sendiráðinu í Kabúl, en það hefur verið mannlaust í um 13 ár. Þúsundir afganskra mót- mælenda: Kveiktu í við fyrrum sendiráð KABÚL.AFGANISTAN.AP ÞÚSUndÍl' af- ganskra fylgismanna Talibana kveiktu í bílum sem staðsettir voru við fyrrum sendiráð Banda- ríkjanna í Kabúl höfuðborg Afganistan. Auk þess kveiktu þeir í byggingum sem liggja við húsið. Þetta eru mestu mótmæli sem haldin hafa verið í borginni frá því Bandaríkjamenn hótuðu að ráðast inn í landið. Sendiráðið hef- ur verið mannlaust síðan árið 1988. Áður en mannfjöldinn fylkt- ist í átt að sendiráðinu gekk hann um göturnar hrópandi: „lengi lifi Osama,“ og „niður með Ameríku." í norðurhluta Afganistan héldu bardagar áfram á milli Talibana og Norðurbandalagsins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIRj ögreglan í Stykkishólmi tók tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur á þjóðveginum á miðviku- dag. Annar mældist á 109 km hraða og hinn á 122 km hraða. Þá voru fimm ökumenn, að sögn lög- reglu, teknir fyrir of hraðan akst- ur í fyrradag. Lögregla vill benda ökumönnum á að virða hraða- mörk. —«— Skógræktar- stjóri segir óvissu um framtíð Skóg- ræktar ríkisins í Hvammi fyrir bí. Undirskriftalisti til varnar fornleifum: Mikil andstaða meðal íbúa í nágrenninu fornminjar Til stendur að reisa hótel á fornleifunum sem fundust við Aðalstræti í suniar. Ekki eru allir á eitt sáttir um framkvæmd- ina og hafa nokkrir íbúar hverfis- ins efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur að vísa á bug áform- um um byggingar eða annað um- rót í suóausturhorni Grjótaþorps sem þrengi að Ingólfsbæ og þróun svæðisins sem menningar- og söguseturs. Einar Bragi rithöfundur og íbúi við Suðurgötu segir undir- skriftasöfnunina nýlega hafna og að henni muni senn ljúka. „Við ætlum ekki að fara í allsherja- rundirskriftasöfnun í bænum VIÐ BÆ INGÓLFS OG HALLGERÐAR Rithöfundurinn Einar Bragi er einn forsvarsmanna undirskriftalistans til varnar leifunum sem líklega eru af bæ Ingólfs Arnarsonar og fundust við Aðalstræti á liðnu sumri. heldur einbeita ókkur aö næsta nágrenni.“ Einar Bragi segir því hafa ver- ið haldið fram að sátt sé um fram- kvæmdirnar í Aðalstrætinu. „Við höfum ekki fundið nema einn ein- asta mann sem hefur lýst því yfir að hann sé mjög ánægður með þetta en allir aðrir virðast vera á öndverðum eiði við þann góða mann.“ Undirskriftalistinn liggur frammi á nokkrum stöðum í hverfinu, meðal annars í Bóka- vörðunni og Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Einnig hafa aðstand- endur undirskriftalistans gengið í hús í hverfinu og safnað undir- skriftum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.