Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2001 FÖSTUPAGUR KNATTSPYRNA Hvernig fer bikarleikur KA og Fylkis? „Fylkir vinnur bikarinn. Árbæingar sigra leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Sævar Gíslason skorar bæði mörkin fyrir þá. Annars eru bikarleikir oft leiðinlegir, það eru allir í vörn." Mikael Torfason rithöfundur HM í S-Kóreu og Japan 2002: Flugumferð yfír knattspyrnuleikvanga bönnuð knattspyrna Öll flugumferð yfir kanttspyrnuleikvanga í Suður- Kóreu og Japan verður bönnuð á meðan Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stendur, en hún hefst 31. maí á næsta ári og líkur 30. júní. Bannið er tilkomið vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum þann 11. september síðastliðinn. Menn hafa haft nokkrar áhyggjur af knattspyrnubullum og hugsanlegum ólátum á meðal áhorfenda og hafa því verið uppi hugmyndir um að banna bjórsölu á leikjum. Forráðamenn knatt- spyrnuyfirvalda í S-Kóreu virð- ast samt ekki tengja bjórdrykkju JAPAN öll flugumferð yfir þennan völl verður bönnuð frá 31. maí til 30. júní á næsta ári. við ólæti og sagði Chung Mong- joon, sem situr í skipulagsnefnd keppninnar í S-Kóreu, að hann væri hlynntur bjórsölu. Forráða- menn knattspyrnuyfirvalda í Japan hafa hins vegar ekki gert upp hug sinn. Budweiser er einn helsti styrktaraðili keppninnar. Alþjóðaknattspyrnusamband- ið hefur rétt á að taka fram fyrir hendurnar á knattspyrnuyfir- völdum í S-Kóreu og Japan varð- andi áfengissölu á leikjum. Bjór var leyfður í Heimsmeistara- keppninni á Ítalíu 1990 og Frakk- landi 1998, en einhverjar tak- markanir voru á bjórsölu í Bandaríkjunum 1994. ■ Model 6333DWBE 14.4 v Rafhlöðuborvél Aukarafhlaða / taska ÞÖR HF RnykjrtviW: Artmilrt 11 • 8iml WJ8-1B0C Akutrtyrl: Lonrtbrtkkrt « Slml 401.1070 LEID LIÐANNA í ÚRSLIT Fylkir: KFS- Fylkir 2-4 KR- Fylkir 0-1 Gindavík- Fylkir 1-3 lA- Fylkir 0-2 KA: Keflavík U23- KS 0-3 Víðir- KA 0-2 KA- Keflavík 2-1 FH- KA 0-3 skautJ^Thölun i i m h I i Opnunartímar almennings Mánudaga og þriðjudaga kl. 12.00 - 15.00 Miðvikudaga og fimmtudaga kl. 12.00 - 15.00 og kl. 17.00 - 19.30 Föstudaga kl. 13.00 - 22.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-18.00 SJÓVETTLINGAR 320 MITTISJAKKI 3.900 SMÍÐAVESTI 2.600 VESTISBUXUR 2.400 VINNUBUXUR 1.200 VINNUSKÓR 2.900 VINNUFATALAGERINN SMIÐJUVEGI 4 0PIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL10-18 LAUGARD 12-16 Þroski • Gleði • Hreyfing • Samhæfing • Félagsstarf Skemmtilegt og spennandi! Skautaæfíngar fyrir börn og unglinga Skautafélagið Björninn listskautadeild Skráning og upplýsingar: Laugard. kl.1000 - I230 og mánud. kl: 15' og í síma 588-8700. , ,Vallaraðstæður sterkasta vopn KA “ Urslitaleikur bikarkeppni karla fer fram á morgun. KA og Fylkir munu eigast við. Guðmundur Torfason og Milan Stefán Jankovic spá báðir Abæjarliðinu sigri. Fylkir gæti samt lent í vandræðum. knattspyrna Á morgun mætast KA og Fylkir í úrslitum Coca- Cola bikarkeppni karla á Laugar- dalsvelli og hefst leikurinn klukkan 14.00. Fréttablaðið fékk Guðmund Torfason, þjálfara ÍR, og Milan Stefán Jankovic, þjálf- ara Grindavíkur, til að spá í leik- inn. „Ég á von á því að þetta verði mjög jafn leikur og verði bara nokkuð skemmtilegur," sagði Guðmundur en lið hans mætti KA mönnum í 1. deildinni í sumar. Akureyrarliðið sló úrvalsdeildar- lið FH út í undanúrslitum bikar- keppninnar og tryggði sér sæti í úrvalsdeild að ári. Guðmundur telur það ekki eiga eftir að hafa áhrif á leikinn að liðið sé komið í úrvalsdeild. „Ég held að Fylkismenn eigi eftir að vinna þetta. Þegar við spiluðum við KA á heimavelli' í deildinni sögðu þeir að það væri ekkert að marka úrslitin vegna ástands vallarins. Það virðist bara hafa verið lélegur völlur hjá þeim en ekki okkur. Við unnum samt leikinn sannfærandi 3-2. Ég hugsa því að ef vallaraðstæður séu KA mönnum að skapi í Laug- ardalnum geti þeir alveg veitt Fylkismönnum keppni," segir Guðmundur hlæjandi, minnugur þeirra orða sem Þorvaldur Ór- lygsson þjálfari KA lét falla í fjölmiðlum eftir leikinn. „Þeirra helsta vopn er að völl- urinn verði jafngóður og á Akur- eyri.“ „Ég ætla að spá 3-1 fyrir Fylki. Þorvaldur á eftir að skora mark KA. Bjarni Jóhannsson [þjálfari Fylkis] kemur líklega ekki við GUÐMUNDUR TORFASON Spáir Fylki örugg- um sigri. SIGURSÆLIR KA menn hafa verið sigursælir í ár. Þeir tryggðu sæti sitt í ún/alsdeild og slógu FH út í bikarnum. Þeir mæta Fylki á Laugardalsvelli í úrslitum bikarkeppninnar. sögu í leiknum þannig að Sævar Þór Gíslason á eftir að skora öll mörk Fylkis." Milan Stefán býst einnig við hörkuleik. Hann segir KA menn eiga eftir að stan- da sig þótt þeir hafi spilað deild neðar en Fylkir. MILAN STEFÁN , ”BæðÍ Hð “íj® JANKOVIC Ser S18Ur en Þetta Segir Fylki geta ^t síðasti séns lent í sömu vand- Fylkis að koma ræðum og FH sér í Evi’Ópu- |enti i- keppnina og þeir munu leggja allt undir.“ Hann telur að samt að Fylkir geti lent í vandræðum. „Þeir eru ekM vanir að sækja, heldur verjast og beita síðan skyndisóknum með þessum fljó- tu leikmönnum frammi. Þeir verða hinsvegar að sækja á morgun og eiga eftir að reyna að skora sem fyrst. Þeir geta lent í sömu vandræðum og FH lenti í undanúrslitum." Hann segir enga stjörnu vera í KA liðinu, allir leikmenn séu frekar jafnir. „Það eru reynslumiklir menn í vörninni, fljótir framherjar og miðjan er einnig ágæt. Ég held samt að Fylkir vinni með eins marks mun, 1-0 eða 2-1.“ kristjan@frettabladid.is Owen semur við Liverpool: Með 16 milljónir í vikulaun knattspyrna Michael Owen hefur skrifað undir fjögurra ára samn- ing við Liverpool, sem færir hon- um 8,5 til 11 milljónir króna í vikulaun frá félaginu, en auk þess er talið að auglýsingatekjur hans nemi um 5 milljónum á viku. Owen er því með um 13,5 til 16 milljónir í vikulaun. „Ég hef aldrei hugsað um neitt annað en að leika fyrir Liverpool," sagði Owen. „Ég er því himinlif- andi með samninginn. Ég er að- eins 21 árs gamall og þetta er fjórði samningurinn éem ég geri við Liverpool." Owen átti 18 mánuði eftir af sínum eldri samning við liðið, en verður nú hjá því til a.m.k. ársins 2005. Gerard Houllier, fram- kvæmdastjóri Liverpool, er mjög ánægður með þá hollustu sem Owen hefur sýnt liðinu. „Michael verður lykilmaður í þessu liði á næstu árum,“ sagði Houllier. „Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í Liverpool og því á liðið aðeins eftir að eflast á næstu árum." ■ MICHAEL OWEN „Ég hef aldrei hugsað um neitt annað en að leika fyr- ir Liverpool."

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.