Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐIÐ PÉTUR KNÚTSSON lektor Tala betri ensku en þeir skrifa HEFUR enskukunnátta íslendinga aukíst síðari ár? „Enskukunnátta ungs fólks er mun meiri nú en fyrir nokkrum árum. Við verðum ekki mikið vör við þessa breytingu hjá enskunemum í Há- skólanum en ég held samt að þeir séu yfirleitt tunguliprari og færari um að tjá sig á ensku nú en áður. Þó held ég að ritfærni nýnema sé minni nú en hún var. Fyrir um 20 árum var enskukunnátta nýnema að miklu leyti bundin við ritmálið. Þetta hefur að miklu leyti snúist við. Nemendur eru yfirleitt vel talandi og standa sig vel í samræðum, en þegar þeir senda frá sér skrifaðan texta líkist hann oft talmáli og það er langur #gur frá því að þeir geti skrifað viðskiptabréf eða umsókn um at- vinnu.“ HVERSU góð er enskukunnátt- an samanborið við jafnaldra þessara nemenda í öðrum löndum sem ekki eru enskumælandi? Það er Ijóst að Norðurlöndin, Þýska- land og Holland, skera sig úr hvað enskukunnáttu varðar og ensku- kunnátta nemenda frá rómönsku þjóðunum og þeim þjóðum sem voru í áhrifasvæði Sóvetríkjanna er mun lakari. Þetta finnum hjá þeim vax- andi fjölda útlendinga sem sækja nám til okkar. íslendingar standa því framarlega í flokki á alþjóðavett- vangi en Bretum og Bandaríkja- mönnum langt að baki þegar að rit- færni kemur.“ ER markmið enskudeildar Háskól- ans að nemendur hafi enskufærni á við þá sem hafa ensku að móður- máli? „BA námið hjá okkur er að mörgu leyti svipað og í enskudeildum í enskumælandi löndum. Meginhluti námsins er þjálfun í akademískri hugsun og framsetningu, málvísind- um og bókmenntafræði. Það er alltaf slangur af enskumælandi nemum hjá okkur og þeir þurfa að leggja eins hart að sér og íslendingarnir. Pétur Knútsson er lektor í ensku máii við heimspekideild Háskóla fslands. 11 Raflagnir íslands Sími 511 1122 22 FRETTABLAÐIÐ 28. september 2001 FÖSTUDAGUR Akeyreyringar gera innrás: Fótbolti, bítlar og kórlög helgin Akureyringar gera innrás í höfuðborgina um helgina. Auk fótboltaliðs KA sem mætir Fylki í bikarúrslitaleik á Laugardals- velli þá sjá Akureyringar um bítladagsskrá á Broadway í kvöld og söngskemmtun í Graf- arvogi á morgun. Það er karlakór Akureyrar- Geysis sem mun flytja Bítladag- skrána undir stjórn Erlu Þórólfs- dóttur við undirleik hljómsveit- arinnar „Einn og sjötíu“. Auk þess verða fluttir þættir úr reví- unni „Allra meina bót“ eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árna- syni en til stendur að setja hana FRÉTTIR AF FÓLKI Mörgum brá í brún þegar SkjárEinn biðlaði til áhorf- enda um styrk, sem nemur sömu upphæð og hækkuð áskriftar- gjöld Stöðvar 2. Margir hefðu talið heppilegra að ráðast að Rík- issjónvarpinu en hinum einka- rekna samkeppnisaðila. Stjórn- endur Skjás eins segja að fjár- hagsvandræði hafi ekki rekið þá í söfnunina heldur sé þetta gert til að vekja fólk til umhugsunar hvað það sé að fá fyrir ekki neitt. Lítill peningur í kassann skemm- ir heldur ekki til að gera góða dagskrá betri. Guðmundur Franklín Jónsson er vinsæll viðmælandi blaða- manna vegna sölu Landssímann. Saga hans í viðskiptalífi íslend- inga er nokkur. Meðal annars stóð hann fyrir því að íslenskir fjárfest- ar, þar á meðal lífeyrissjóðir landsmanna, keyptu í banda- rískri fiskréttar- keðju árið 1996. Fóru þessir aðil- ar með um 85% eignarhlut. Litlar fréttir hafa verið af fyrirtækinu síðan. Guðmundur átti líka hlut í Rauðsíðu, fiskvinnslufyrirtæki fyrir vestan. Reksturinn gekk ekki að óskum og var frystihús fyrirtækisins selt á uppboði til Sparisjóðs Bolungarvíkur. Rauð- síða var eitt af fyrirtækjum „Rauða hersins" fyrir vestan sem fór fram á fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun. Rauði herinn var á endanum tekinn til gjaldþrota- skipta. Matthías Halldórsson, aðstoð- arlandlæknir, er í leyfi frá störfum frá 15. september 2001. Meðan á leyfinu stendur mun Matthías starfa hjá Evrópusam- bandinu í Luxemburg þar sem hann mun sinna lýðheilsumálum. Frá sama tíma hefur Haukur Valdimarsson verið ráðinn að- stoðarlandlæknir. Haukur er sér- fræðingur í heimilislækningum og embættislækningum. Hann hefur starfað sem heilsugæslu- læknir síðan 1986, síðustu ár sem yfirlæknir á heilsugæslustöðinni Hvammi í Kópavogi. upp á Akureyri. Sérstakir gestir verða þau Þorvaldur Halldórs- son og Helena Eyjólfsdóttir. Markmiðið er að ná upp Sjalla- stemmingunni einu og sönnu. Kynnir verður Gestur Einar Jón- asson, útvarpsmaðurinn óborg- anlegi. Tónleikarnir í Grafarvogs- kirkju eru hefðbundnir karla- kórstónleikar þar sem íslensk karlakórslög eru í öndvegi. Þó verða sungin sýnishorn af ann- ars konar tónlist, meðal annars í negrasálma- og Barbershop-stíl. Undirleikari á þeim tónleikum verður Richard Sim. ■ AKUREYSK Erla Þórólfsdóttir söngstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis með kórinn sér að baki. ALDREI FLEIRI í ÁSGARÐI Það er mikill listaáhugi í leikfangasmiðum Ásgarðs, eins og þeir sem bregða sér á opið hús á morgun munu komast að. Lesið í tré Handverkstæðið Asgarður í Lækjarbotnum er með opið hús á morg- un. Þar verða leikfangalínur til sýnis en Asgarður fagnar um þessar mundir átta ára afmæli sínu. ásgarður „í fyrra bjuggumst við við hundrað manns en þá mættu á þriðja hundrað," segir Óskar Bergmann, formaður nefndar um opið hús í Ásgarði. Þar vinna 21 við smíði tréleikfanga. „Við erum með alls kyns leikföng, bændalínu sem inniheldur t.d. traktor, bóndabæ og dýr, sjávar- útvegslínu sem inniheldur t.d. togara, krana og vörubíl og ævin- týralínu með ævintýrapersónum, fuglum og trjám.“ Helstu viðskiptavinir Ásgarðs eru leikskólar en fólk hringir ein- nig og pantar leikföng. Hand- verkstæðið verður átta ára 1. október. Starfsmennirnir hafa aldrei verið fleiri en Óskar var einn af þeim fyrstu. Þegar hann byrjaði var vinnustofan ennþá í gömlu Simmasjoppu, sem var flutt af Suðurgötunni upp í Lækj- arbotna. Nú er komin ný sjoppa, úr Grafarvogi, og búið að byggja við hana. „Þegar þetta byrjaði var Þór Ingi Daníelsson, umsjónarmaður handverkstæðisins, einn. Hann sat á litlu gólfinu með rauðan síma við hliðina á sér. Núna erum við komin í rúmlega 230 fer- metra húsnæði." Mörg leikfanganna eru smíð- uð úr trjám, sem starfsmenn Ás- garðs höggva niður í görðum. „Fólk er byrjað að hringja nokk- uð oft í okkur og biðja okkur um að höggva niður tré. Þegar við erum búin að þurrka þau í nokkra rnánuði kljúfum við þau og lesum í æðarnar. Þegar við vitum hvað þær segja þá hefst sköpunarferlið. Það eru engin tvö leikföng eins.“ Óskar segir hópinn ekki stun- da leikfangaverslanir bæjarins til að athuga samkeppnina. Hann er ekki hrifinn af verksmiðju- framleiðslu. „Við erum lítið að spá í öðrum leikföngum. Við nýtum sköpun- arkraftinn beint. Maður má ekki vera í járnum um að gera eitt- hvað ákveðið. Það er ekkert gam- an að búa til sömu brúður í millj- ónum stykkja." Það verður líf og fjör í Ás- garði á morgun. Sönghópurinn Blikandi stjörnur, sem er nýkom- inn úr frægðarför til Þýskalands, flytur lög af væntanlegri plötu sinni. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökur, harmonikkuspil, leiklist og ljóðalestur. „Ég ætla að lesa upp úr ljóðabók, sem ég var að gefa út. Bókin heitir Ósk- ar Albertsson og inniheldur sjö Ijóð. Það er mikill listaáhugi í okkur hérna. Við erum með leik- hóp en okkur var boðið að fara til Helsinki og sýna leikrit í október. Við ætlum að sýna Hamlet á hraðferð, tökum hálftíma í helstu senurnar," segir Óskar og bætir við að það sé ekki ennþá komið nafn á hópinn, það sé í nefnd. Húsið verður opið milli kl. 14 og 17. Hægt er að komast til Ás- garðs. með því að taka hægri beygju fyrir ofan Lögbergs- brekku, rétt fyrir utan Reykja- vík. haiidor@frettabladid.is GRACE HAUST- VÖRURNAR KOMNAR Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen) sími 553 0100 - „Eg er með þrjó jjóðjn brandara sem bú getur eyoiÍaþY fyrir mér veisiunm. Viiiu neyrö þá?" fT sjj) oS3*.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.