Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.06.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN I. JÚNÍ, 1933 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASÍT& DOOR CO. LTD, HKNRT AVK. KAST. - - WINXIPKG, MAN. Yartl Offlce: «th Floor, Bank of Ilamllton Chambers. Við þjóðvegmn ísland 1932 (stutt yfirlit) Eftir Svein Sigurðsson, ritstj. Eimreiðarinnar 21 marz 1933. Árið 1932 er mjög lærdómsríkt fyrir afkomu og hag þjóðarinnar. Hingað til hefir afkoman verið talin velta aðallega á gjöfum nátúrunn- ar til lands og sjávar. En árið sem leið sannar, að þetta er ekki lengur einhlitt. Tíðarfar var í hagstæðara lagi, og afrekstur mikill til sjávar og sveita. Verzlunarjöfnuðurinn við útlönd varð einnig hagstæður, eins og síðar verður nánar vikið að. Samt hefir mjög þrengt að um af- komu manna, einkum bænda, af því að þeir hafa ekki þolað verðfallið af völdum viðskiftakreppu þeirrar, er gengur yfir heiminn. Hefir verð- fallið komið harðast niður á land- afurðum. Markaðurinn fyrir aðal- framleiðsluvöru vora, sjávarafurð- ir, var og fyrri part ársins í allmik- illi óvissu, varla reyndar meiri en oft áður, en úr því rættist þegar kom fram á sumarið. Nú mun verð- ið á fiski ekki vera lægra en sem samsvarar verðlagi á erlendum vör- um. Ef alt væri með feldu og vér hefðum staðið betur á eigin fótum, ætti frekar að vera góðæri en kreppa hér á landi. Heimskreppan lýsir sér einkum í því, að þjóðirnar geta alls ekki losnað við nema nokkurn hluta af framleiðslu sinni. Fyrir nokkru var þess getið í þýzku hagfræði- blaði, að þrátt fyrir hina miklu framleiðslu hafi millirikjaverzlun minkað að vörumagni um helming við það sem áður var, og verðið þar að auki stórlækkað. En vér Islend- ingar höfum þá sérstöðu að vér seljum enn alla framleiðsluna — auðvitað líka á lækkuðu verði—en þetta lækkaða verð ætti þó ekki að saka svo mjög, ef alt annað lækkaði hlutfallslega, og er þá ekki fyrst og fremst átt við venjulegt verkakaup, heldur og hinn gífurlega opinbera kostnað og það, að erlendu lánin, sem á oss hvíla, hafa ekki lækkað, heldur fara þau jafnt og þétt hækk- andi, og varð árið sem leið þar ekki undantekning. í þessu liggur ekki hvað sízt orsökin að hinni sér- stöku íslenzku kreppu, sem nú þjakar atvinnuvegina, og þá einkum landbúnaðinn, þrátt fyrir mjög sæmifega framleiðslu og góðæri til lands og sjávar. Alþingi samþykti árið 1932 sam- tals 76 lög og lagabreytingar. , Ef miða skyldi gengi vor íslendinga við afköst alþingis í þeim efnum, þyrft- um vér engu að kvíða. Vér erum af fáu eins ríkir, jafnfámenn þjóð, eins og af lögum, reglugerðum, tillögum allskonar og ályktunum. Af lögum frá þinginu 1932 má nefna þessi: Lög um leyfi fyrir amerískt félag til flugferða hér á landi,—um skóla fyrir ljósmæður og hjúkrunarkon- ur, — ríkisskattanefnd, — skifta- meðferð á búi síldareinkasölunnar, — Brunabótafélag íslands, — fyr- irhleðslur á vatnssvæði Þverár og Markarfljóts, — undirbúning á raf- orkuveitum, — byggingu fyrir Há- skólann, — brúargerðir, — tann- lækningar,—útvarp og birtingu veð- itrfregna, — jöfnunarsjóð,—barna- vernd, — skipun héraðslækna, — lækningaleyfi,—hlunnindi fyrir ann- ars veðréttar fasteignalánafélög, — frystihús á útflutningshöfnum, — ráðstafanir til örvggis við siglingar, — ríkissjóðsábyrgð fyrir rekstrar- lán til bankanna,—lax- og silungs- veiði,—kirkjugarða,— leyfi erlends manns til að rækja síldarbræðslu- stöð á Austurlandi.—lántöku fyrir ríkissjóð, — gjaldfrest bænda, — byggi ngarsamvi nnu f élög,—tekju- og eignaskatta,— sjúkrasamlög,— raf- orkuvirki,—bifreiðaskatt. Árið 1932 var gott aflaár. Að vísu kom ekki á land eins mikið af fiski og næstu árin áður, enda voru þau hæstu aflaárin, er komið hafa. Eftirfarandi tölur sýna aflann 4 seinustu árin, míðað við að allur fiskurinn væri fullverkaður: Ár þur tonn 1932 ..............56,372 1931...............64.654 1930 ............ 70,574 1929................66,764 Þótt útkoman sé lægri árið sem leið, er hún samt sæmileg, miðað við aflatíma og tilkostnað. Að vísu hefir tilkostnaður lítið minkað. En verðfallsárið 1931 kendi mönnum, að það er ekki alt undir því komið að framleiða sem mest, og sagt er að útgerðin árið sem leið hafi verið rekin með allmiklu meiri sparnaði og hagsýni en áður. Síldveiðin gekk vel. Hér er yfir- lit um síldarfenginn þrjú síðustu árin: Ár Saltað Sérverkað I bræðslu tn. tn. hl. 1932 ...131,542 ' 115,727 530,710 1931 .. .101,557 110,406 569,801 1930 . . . 127,506 58,303 534,775 Auk þess var saltað af millisíld og smásíld fyrir norðan 1312 tn., og á Austfjörðum 8837 tunnur. Árið 1931 hafði komist nokkur ó- reiða á fiskiverzlunina satnfara verðfalli. Hin mikla fiskframleiðsla undanfarið hafði aukið framboðið á fiskinum, og það versta var, að sumir tóku að troða fiskinum út i umboðssölu. Leiddi af þessu mikið verðfall, því að fiskkaupmenn í Suður-Evrópu þorðu ekki að kaupa nema lítið í einu og á lágu verði, af hræðslu við það að nýjum og ódyr- ari sendingum af fiski yrði dembt á markaðinn. I ársbyrjun 1932 voru óseldar fiskbirgðir með mesta móti tæp 20 þús. tonn, en verðið fór þó hækkandi eftir því sem á þær gekk og komst upp í 47 kr. metervættin (100 kg.) í marzmánuði. Þegar framleiðsla nýja ársins tók að flytj- ast á markaðinn með óreglulegu lit- boði, féll verðið aftur niður í 40 kr. eða því sem nær. Fisksölusamlag það, sem áður hafði starfað, og helztu íslenzkir fiskiframleiðendur mynduðu þá með sér sölusamband, og um líkt leyti steig verðið aftur upp í 47 kr. og var í árslok komið upp í 48—50 kr. fyrir sunnlenzkan fisk, beztu tegund. Isfískssala tog- aranna varð nokkru minni en árið áður. Þeir fóru 194 feröir og seldu fyrir 196,517 sterlingspund (árið 1931 fóru þeir 235 ferðir og seldu fyrir 238,788 sterlingspund). Sildarsalan gekk betur en árið á undan, er hún var í höndum síldar- einkasölunnar. Einkasalan varð gjaldþrota, sem kunnugt er, og var afnumin snemma á árinu. Voru þá í ársbyrjun 1932 óseldar um 113 þúsund tunnur af síldarframleiðslu ársins 1931. En í byrjun yfirstand- andi árs var seld nálega öll saltaða og óverkaða framleiðslan frá síðast- liðnu sumri, sem þó var 35 þúsund tunnum meiri en árið á undan. Segir Fiskifélagsritið “Ægir” að betri útkoma á sölunni nú, miðað við ár- ið áður, muni nema rúmri 1 miljón króna. Ársskýrsla Gengisnefndar um útflutning sýnir minna verð á sildartunnu 1932 en 1931, en á því má ekki byggja, því að nefndin styðst hér við uppgefið áætlunar- verð, áður en sala fór fram. Síldar- mjöl og olía var í líku verði og áður. Landafurðir höfðu stórlega lækkað. Það útflutningsverð, sem Gengisnefnd hefir fengið uppgefið, er á þessa leið fyrir það af kjöti, gærum og ull, er fór út tvö síðustu árin: 1932 Saltkjöt, tn., 13,389 kr. 695,110 Freðkjöt, kg. 1,766,937 kr. 830,730 UH, kg....... 553.900 kr. 496,830 Gærur, tals.. 336,070 kr. 419,460 1931 Saltkjöt, tn. 14,764 kr. 1,192,150 Freðk., kg. 1,123,349 kr. 852,870 Ull, kg..... 949464 kr. 1,178,630 Gærur, tals 472,018 kr. 648,120 Saltkjötsframleiðslan var að mestu Ieyti útflutt um áramót, en mikið af ullinni og sömuleiðis nokk- uð af gærum og freðkjöti lá enn ó- útflutt. Þegar sterlingspundið féll í sept- ember 1931 og íslenzk króna fylgd- ist með í fallinu, héldu menn að þessa gengisfalls yrði fljótt vart í hækkuðu verði á innfluttum vörum. En þetta reyndist þó ekki svo, nema helzt á nokkrum iðnaðarvörum frá hágengislöndunum, sem ekki hafa nein teljandi áhrif á verðlagið í heild sinni. Á nauðsynjavörum varð fremur lækkun, sem sést á verðvísitölu Hagstofunnar, sem í september 1931 var 192, í septem- ber 1932 183 og í janúar 1933 177. Verzlunarjöfnuður varð all-hag- stæður eftir árið, svo að samkvæmt bráðabirgða-talningu Hagstofu og gengisnefndar námu innfluttar vör- ur nær 10 miljónum króna minna en útfluttar vörur. Fyrir 3 árin síðustu eru bráðabirgðatölur fyrir innflutn- ing og útflutning þessar: Ár Innfl. vörur Útfl. vörur kr. kr. 1932 ........34,120,000 43,960,000 1931 ........41,977,000 45,423,000 1930 ........66^659,000 57,060,000 Þess ber að gæta að þessar tölur eru ekki nákvæmar, oftast of lágar á báðar hliðar, svo sem kemur í ljós, þegar Verzlunarskýrslur Hagstof- unnar koma út.—En hlutfallið milli inn- og útflutnings þarf þó ekki að raskast fyrir það.—Þrátt fyrir þenn- an hagstæða viðskiftajöfnuð, þá sér hans lítinn stað ehn þá, vegna hinn- ar löku afkomu árin fyrirfarandi. Lausaskuldir bankanna eru enn miklar. Þær voru í ársbyjun 1932 um 8.8 milj. kr., en 7.7 milj. í árs- lok. Annars er nú komið svo, að út- fluttar vörur verða árlega að gefa 6—7 milj. kr. afgang fram yfir það, sem innfluttar vörur kosta, til þess að hægt sé að standa í skilum með þær greiðslur til útlanda, sem stafa af skuldum rikissjóðs, bankanna, baéjar- og sveitafélaga, einstakra manna og atvinnufyrirtækja — af iðgjöldum fyrir allskonar trygging- ar og eyðslu landsmanna á ferðum' erlendis m. fl. Til þess að geta þetta verður ríkisbúskapurinn að ganga mjög vel, og það gerir hann því aðeins að því fjármagni, sem veitt hefir verið inn í landið, sé svo haganlega fyrir komið, að það létti og auki svo afköst landsmanna, að þeir beinlínis græði á lántökunum. Tekjuþalli varð hjá ríkissjóði ár- ið 1932, sem nam l.rónum 1,256,000, að því er f jármálaráðherra skýrði frá í skýrslu sinni til alþingis 20. febr. þ. á., við 1 umr. fjárlaga- frumvarpsins fyrir árið 1934. Einn- ig jukust skuldir ríkisins á árinúm um rúml. i(4 miljón króna, og námu ríkisskuldirnar í árslok 1932 kr. 40,927,000 samkvæmt áðurnefndri skýrslu. Á árinu sem leið hefir verið hald- ið uppi innflutningshöftum og skömtun á erlendum gjaldeyri, og kann þetta að nokkru leyti að hafa dregið úr innflutningnum fram yfir það, sem orðið hefði annars. En ekki er fullreynt um gagnsemi haft- anna fyr en síðar, því að þau hafa margvíslegar af leiðingar og ekki all- ar góðar. Gjaldeyrisskömtunin er gerð til þess að halda föstu gengi íslenzku krónunnar. Þar á bak við felst sú heilbrigða hugsun, að ein af frumskyldum eins ríkis sé sú, að á- byrgjast þjóðinni öruggan fjárhags- legan samningsgrundvöll, sem ríkið eftir beztu getu heldur föstum. Peningagengið er þar eitt aðalatrið- ið. Ríkið getur mist á því tökin, en viljandi raskar það ekki stöðugu gengi, án þess að svíkja sinn aðal- tilgang. Það er nú deilt um hvort Danir hafi gert sig seka í viljandi gengisbreytingu, er krónan féll þar í janúarlok yfirstandandi árs. Þeim hefir verið borið það á brýn og á- lasað fyrir að hafa farið rangt að. En jafnvel þótt danska stjórnin hafi gert gengisbreytinguna viljandi, má vel vera að hún hafi einnig um leið séð fram á, að gengisfall hefði orð- ið óumflýjanlegt hvort sem var. Að vega- og brúargerð var, sem vænta mátti, unnið mun minna árið 1932 en árin undanfarandi. Lokið var við Vaðlaheiðar-akveginn og byrjað á veginum yfir Holtavörðu- heiði. Er þetta hvorttveggja á aðal- vegalínunni til Norður- og Austur- lands, sem að sjálfsögðu ber að leggja mesta áherzlu á að lúka til fulls. Þá var og lokið við að gera bílfært yfir Miðdalsháls á milli Mýrasýslu og Dalasýslu, og auk þess lagðir smávegarkaflar hingað og þangað. Fjárveiting til akbrauta var 180 þús. kr., en unnið var fyrir um 100 þús. kr. Til viðhalds vega var varið um 360 þús. kr. í stað 6—700 þús. kr. árið áður. Til um- bóta og viðhalds á fjallvegum var varið um 20 þús. kr. og 140 þús. kr. til sýsluvega. Brýr voru lagðar fyr- ir rúmar 200 þús. kr., en af því fé lagði ríkissjóður nú ekki fram nema um' 50 þús. kr., hitt var honum lánað. Brúaðar voru Þverá, Affall og Alar í Landeyjum og árnar á Hvalf jarðarveginum: Laxá, Brynju dalsá og Botnsá. Landeyja-brýrnar liggja á aðalbrautinni austur í Skaftafellssýslu. Sá vegur verður landinu dýr, þegar hann verður orð- inn fullfær, því að auk þessara brúa, sem reyndar eru aðeins trébrýr og kosta um 120 þús. kr., þá þarf einn- ig að brúa Markarfljót (um 200 þús. kr.) og ýmsar fleiri ár, t. d. H^fursá. Þá er og á þessari leið Jökulsárbrú á Sólheimasandi, sem kostar nær Jý miljón kr. Að lendingarbótum var fremur lítið unnið. Bryggjur fyrir báta og smærri skip voru gerðar í Vest- mannaeyjum, Grindavík, Ólafsvík (lenging), Hnífsdal og Vopnafirði. Hafskipabryggja var gerð í Mfcfla- vík. Vitar voru engir settir, nema eitt ljósker á Ingólfsfirði. Nýjar símalínur voru lagðar frá Kópaskeri að.Leirhöfn og önnur að Skinnastað, frá Sandgerði að Stafs- nesi og frá Kalastaðakoti að Saur- bæ og Ferstiklu.—Stærsta endur- bótin á símakerfinu var sjálfvirka miðstöðin í Reykjavík, sem opnuð var til afnota 1. desember síðastlið- inn. Sparar hún allar upphringing- ar á bæjarmiðstöðina, en hver not- andi getur sjálfur sett sig i samband við hvaða númer, sem ekki er á tali, í Reykjavík og Hafnarfirði. Húsasmíðar voru mjög litlar á árinu, miðað við undanfarandi ár, og ekki sagðar horfur á að þær auk- ist á yfirstandandi ári. Stærsta hús- ið, sem unnið var að, var Þjóðleik- húsið. Stendur það nú fullreist, en hitt er eftir að vita, hvenær efni og ástæður leyfa, að það verði full- gert. Mannf jöldi á landinu i ársbyrjun 1932 taldist vera 109,719, og er það um 1000 manna aukning frá því i ársbyrjun árið áður. Þessi aukning er með minna móti, en líklega hefir meira orðið eftir ótalið en árið áð- ur, er aðalmannta-1 fór fram. I Reykjavík með Skildinganesi við Skerjaf jörð voru íbúar 29,477. Þorpið Skildinganes var sameinað Reykjavík í ársbyrjun 1932. Af þessu stutta yfirliti má ráða nokkuð um hag vorn og ástæður á liðna árinu. Nýtt ár er nú tekið við. Yfir landið hefir gengið góð- virði og hretviðri, gróður og frerar, verðhrun og vond afkoma, versnandi kjör og lamandi rýrnun á ýmsum sviðum, þjóðmálastimabrak og valdatogstreitur, flokkadrættir og deilur, sem jafnvel hafa komist það langt að snúast í vopna viðskifti, svo sem hinn eftirminnilega dag 9. nóv. síðastl., er fámenn lögregla höfuð- staðarins var barin niður, og fjöldi manna varð fyrir alvarlegum meiðsl- um. Urðu atburðir þeir enn ein sönnun þess, sem áður hefir verið bent á hér í ritinu, hve fram- kvæmda- og löggæsluvald ríkisins er veikt, ef nokkuð út af ber.—En óótt skuggar liðna ársins hafi verið dimmir, ætti að geta orðið bjartara yfir nýja árinu, þar sefn enn má gera ráð fyrir að ný stefna verði tekin upp, svo að alt fljóti ekki sof- andi að feigðarósi.—Um allan heim eru tímarnir erfiðir og ekki sízt hjá sináþjóðunum, því þær eiga minsta von um að fá nokursstaðar hjálp að,, aðra en þá sem jafnan fylgir upp- gjöf sjálfstæðis og réttarins til að ráða sér sjálfur. Gagnkvæm skulda- uppgjöf milli stórveldanna, sem nú er svo mjög á dagskrá, kemur aldrei til að ná til smáríkjanna. Þau verða annaðhvort að hjálpa sér sjálf og standa í skilum eða hverfa úr tölu sjálfstæðra ríkja. Þeir f jórir stjórnmálaflokkar, sem nú eru uþpi hér á landi, eiga allir eitt sameiginlegt: Enginn þeirra hef- ir bolmagn til að mynda ríkisstjórn, án stuðnings hinna. Samsteypu- stjórnin, sem nú situr að völdum, er framkvæmdastjórn þjóðarinnar, en jafnframt tveggja stærstu flokk- anna, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða ver. Auðvitað eru stjórn- inni stundum mislagðar hendur og hún gerir ýms glappaskot. Það er ekki nema holt að á alt slíkt sé bent þegar ástæða er til, og flokkaskift- ing er ef til vill óhjákvæmileg, en þó verður markið fremur það að sameina flokkana um eina fram- kvæmdarstjórn heldur en að æsa þá upp gegn þeirri stjórn, sem með framkvæmdavaldið fer. Og það er tæpast of mikil bjartsýni, þótt mað- ur geri ráð fyrir að minsta kosti þeir þrír flokkar, sem langlífastir eru orðnir hér á landi, geti í megin- atriðunum komið sér saman um stefnuna. En þrjár eru þær megin- reglur, sem viðreisnarmenn hins nýja tíma hér á landi hljóta að setja sem ófrávíkjanlegt lögmál, sem alt framkvæmdalíf næstu ára lúti: 1) að vér lærum að sníða oss stakk eft- ir vexti, 2) að vér látum aðalatriðin ganga fyrir aukaatriðunum, 3) að vér leggjum undirstöðuna trausta. Ef allir flokkar sameinast um þess- ar þrjár meginreglur við það starf að finna lausn á þeim mörgu vanda- málum, sem að kalla, þá er ekkert að óttast, þrátt fyrir slæmar ástæð- ur nú. Þessar þrjár reglur eru engin ný sannindi, síður en svo, en vér höfum ekki gætt þeirra. Oss van- hagar ekki um nýjar reglur. Vér höfum alt of mikið af þeim. Oss vanhagar ekki um neitt annað en þrautseigju til að fylgja í verki þessum þrem gömlu og góðu algildu reglum og heilbrigða skynsemi til að beita þeim rétt. Látum hið liðna vera gleymt, að svo miklu leyti sem það er unt. Vér höfum eignast margan óþarfann, margt sem vér hefðum getað verið án. En við því verður ekki gert heðan af. Vér verðum að sitja nieð það, sem vér höfum hlotið. Og vér verðum að borga það eins og það kostaði. Þó að framtíðin sé hér umtalsefn- ið, og því ekki ætlunin að rekja hin mörgu mein liðna tímans, þá kemur undir eins í hugann eitt dæmi þeirra, þegar leitað er" að því hvað það er, auk hinnar almennu kreppu og verð- hrunsins, sem verst hefir leikið við- skiftalíf þjóðarinnar á liðnum árum. Þetta dæmi er lána- og skuldaversl- unin, eins og húti hefir tíðkast og tíðkast enn hér á landi. Það væri fróðleg skýrsla, ef safnað væri gögnum fyrir því, hve marga þetta óhæfa viðskiftafyrirkomulag hefir gert gjaldþrota síðan verslunin flutt- ist á innlendar hendur og við urðum stjórnfrjáls þjóð. Sjálft skuldaversl- unarfyrirkomulagið á mikla sök á hinum gífurlegu gjaldþrotum síð- ustu ára, sem svo mjög hafa komið niður á þjóðinni í heild. 30—>40 þúsund króna skuld hjá eignalausum almúgamönnum er ekki einsdæmi á skuldalistum hinna stóru gjaldþrota- búa, sem nýlega hafa verið “gerð upp” eða verið er að “gera upp” hér og hvar um landið. Á þessar skuldir er sjaldan minst í opinberum um- ræðum um þessi mál. Þær eru auð- vitað flestar einskis virði og koma niður á bönkunum, og þar með allri þjóðinni. En í lánaverslunarfyrir- komulaginu, sem lætur það viðgang- ast, að hvert árið eftir annab velti upp á sig nýjum og nýjum skuld- um, tryggingarlaust eða lítið, eins og snjóköggull í bleytuhríð veltir upp á sig dyngjum af snjó, sem síðan bráðnar og hverfur, liggur mikið af ógæfu okkar unga þjóðfélags. Við gjaldþrota fyrirtæki eitt, sem ný- lega hefir verið “gert upp,” voru útistandandi verslunarskuldir yfir eina miljón króna. Aðeins lítið af þessum skuldum hefir náðst eða mun nást inn. Þessar verslunar- skuklir voru ein orsökin til þess, að Gott ráð Ef þú breytist fljött og verður upp- gefinn jafnvel eftir litla áreynslu og ef þú er ekki eins sterkur og áræðinn eins og þú varst áður en áhyggjur, eða eitt- hvað annað því líkt dróg úr þér kjark- inn, þá reyndu Nuöa-Tone læknislyf, sem veitt hefir þúsundum manna orku og traust á sjálfum sér, sem þeir voru búnir að tapa. þetta á- gæta heilsulyf er nú hægt aö kaupa I öllum lyfjabúðum. Mánaðarforði kost- ar einn dollar. Bezt að kaupa flösku strax—meðálinu fylgir ábyrgð. fyrirtækið gat ekki staðið í skilum við bankana, og auðvitað fengu bankarnir skellinn. Svipaða sögu er að segja af öðrum gjaldþrotum sið- ustu ára. Með þessa reynslu að baki, er það dálitið kynlegt að sjá stung- ið upp á því opinberlega, að nú eigi að hjálpa mönnum við í kreppunni með eftirgjöf á skuldum. Tillögur í þá átt hafa sézt í aðalblöðum flokk- anna, 00; nefnd situr nú á rökstólum til að íhuga þessi mál. Vonandi kemur eitthvað gott frá henni, en eg veit ekki hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem eru með þetta eftirgjafa- gaspur. Er það aðeins kjósendadek- ur? Sé svo, er málið skiljanlegt. En er ekki öll velferð þjóðarinnar undir því komin, að hver maður í landinu reyni til hins ítrasta að standa við skuldbindingar sínar ? Og hvað verð- ur um viðskiftasiðgæðiö, ef á að fara að flokka menn í sundur og segja við annan flokkinn: “Þið eig- ið að standa í skilum,” og við hina: “Þið þurfið ekki að standa í skilum nema að svo og svo miklu leyti.” Ó- reiðan er sannarlega orðin nóg, þótt ekki sé ýtt undir hana með opinber- um ráðstöfunum. I þessu sambandi er vert að minnast þess, aö einn af aðalmönnum eins stærsta verslunar- fyrirtækisins í landinu hefir ritað vel og röggsamlega gegn þessari “bjargráða”- firru, sem, ef til fram- kvæmda kæmi í einhverri mynd, mundi ekki reynast annað en sjálfs- blekking og auka enn meira á við- skiftaóreiðuna, sem er þó næg fyrir. Sennilegast er, að alþýða manna ætl- ist ekki til neinna sérstakra afskifta hins opinbera af viðskiftamálum sínum. Hún vill fá að “gera upp” sínar sakir í friði, hver og einn eftir því sem hann er maður til. Það eina, sem þing og stjórn ætti að gera til hjálpar, ef unt væri, er að létta eitthvað þá skatta og tolla, sem nú hvíla á almenningi (sjá ennfrem- ur grein Guðm. Árnasonar í Múla, síðar i þessu hefti), en eins og á- statt er, mun lítils að vænta í þeim efnum. Nýlega fékk eg bréf frá ungum bónda. Hann minnist þar á fram- tíðaráform sín og lýsir kjörum sín- um. Kjörin eru ekki góð. Hið gíf- urlega verðfall landbúnaðarafurð- anna hefir komið hart niður á hon- um, eins og öðrum sem landbúnað stunda. Hann skuldar töluvert. Hann hefir ráðist 1 að bæta jörðina, og það hefir orðið honum dýrt. Hann er einyrki í vetur og verður að vinna alt sem gera þarf, sjálfur. Fólkið unir betur við götulíf og í- hlaup við atvinnubætur í bæjunum, en að vinna fyrir mat sínum í sveit, jafnvel þótt eitthvert lítilfjörlegt kaup sé Tíka í boði. En,hann er bjartsýnn og vongóður. “Mér hefir alt af tekist hingað til að greiða hverjum sitt að lokum, og eg ætla að standa í skilum framvegis, þó nú láti illa i ári,” segir hann í lok bréfs síns. Eg held að seinni hluti þessarar niðurlagsyrða bréfsins séu eins og töluð út úr hjarta meiri hluta allra íslenzkra bænda og verka- manna. Vonandi eru þau töluðu út úr hjarta allrar þjóðarinnar. En ef það á að takast, að hver einstakling- ur og þjóðin í heild geti staðið í skil- um, þá verður almennara unnið af meiri dugnaði og þeir færri, sem fá óáreittir að lifa á annara striti, nú á næstu árum. En hví skyldum vér kvíða vinnunni? Vinnan er undir- rót allrar farsældar. Og þar sem svo er, á það líka að vera þjóðarvilji og þjóðartakmark að bæta með öllum skynsamlegum ráðum hlutskifti þeirra, sem harðast verða að leggja að sér í því starfi, sem fram undan er. —Eimreiðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.